Hvað á gera við stórstjörnuna sem hefur verið í banni í tveimur síðustu leikjum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2023 13:00 Lauren James átti ekki taka þátt í síðustu tveimur leikjum enska landsliðsins eftir að hafa stigið á bak leikmanns Nígeríu og fengið rautt spjald. Getty/Mark Metcalfe Enska kvennalandsliðið í fótbolta er komið alla leið í úrslitaleik heimsmeistaramótsins sem fer fram á sunnudaginn. Það gerði liðið án þess að vera að vera með sinn markahæsta og stoðsendingahæsta leikmann. Lauren James fékk rautt spjald í sextán liða úrslitunum og var dæmd í tveggja leikja bann. Hún hafði áður skorað þrjú mörk og gefið þrjár stoðsendingar í riðlakeppninni. Landsliðsþjálfarinn Sarina Wiegman fann hins vegar lausn á því að vera án James og Manchester United leikmaðurinn Ella Toone kom sterk inn í staðin. Enska liðið sló bæði út Kólumbíu og Ástralíu á leið sinni í úrslitaleikinn. Toone skoraði fyrsta markið í sigrinum á Ástralíu. Nú er stóra spurningin hvað Wiegman gerir fyrir úrslitaleikinn. Heldur hún sama liði og hefur unnið leikina í átta liða og undanúrslitum eða tekur hún James inn í liðið á ný. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Það væri sárt fyrir Toone að missa sæti sitt eftir hetjudáðir hennar í síðasta leik en einnig hefur það verið grátlegt fyrir James að þurfa að vera upp í stúku í síðustu tveimur leikjum. James er stórstjarna og af mörgum talin vera ein af bestu knattspyrnukonum heims. Liðið þarf á öllu sínum bestu leikmönnum að halda í úrslitaleiknum á móti gríðarlega sterku liði Spánverja. Wiegman hefur tekið réttu ákvarðanirnar hingað til en að velja á milli Ellu Toone og Lauren James hlýtur að vera með þeim erfiðari hingað til. James þarf að bæta fyrir mistök sín á móti Nígeríu og kemur líka úthvíld inn í leikinn. Það er margt sem mælir með því að setja nbesta leikmann liðsins ferska inn í byrjunarliðið nú þegar liðin eru búin að spila sex leiki á innan við mánuði. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Sjá meira
Lauren James fékk rautt spjald í sextán liða úrslitunum og var dæmd í tveggja leikja bann. Hún hafði áður skorað þrjú mörk og gefið þrjár stoðsendingar í riðlakeppninni. Landsliðsþjálfarinn Sarina Wiegman fann hins vegar lausn á því að vera án James og Manchester United leikmaðurinn Ella Toone kom sterk inn í staðin. Enska liðið sló bæði út Kólumbíu og Ástralíu á leið sinni í úrslitaleikinn. Toone skoraði fyrsta markið í sigrinum á Ástralíu. Nú er stóra spurningin hvað Wiegman gerir fyrir úrslitaleikinn. Heldur hún sama liði og hefur unnið leikina í átta liða og undanúrslitum eða tekur hún James inn í liðið á ný. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Það væri sárt fyrir Toone að missa sæti sitt eftir hetjudáðir hennar í síðasta leik en einnig hefur það verið grátlegt fyrir James að þurfa að vera upp í stúku í síðustu tveimur leikjum. James er stórstjarna og af mörgum talin vera ein af bestu knattspyrnukonum heims. Liðið þarf á öllu sínum bestu leikmönnum að halda í úrslitaleiknum á móti gríðarlega sterku liði Spánverja. Wiegman hefur tekið réttu ákvarðanirnar hingað til en að velja á milli Ellu Toone og Lauren James hlýtur að vera með þeim erfiðari hingað til. James þarf að bæta fyrir mistök sín á móti Nígeríu og kemur líka úthvíld inn í leikinn. Það er margt sem mælir með því að setja nbesta leikmann liðsins ferska inn í byrjunarliðið nú þegar liðin eru búin að spila sex leiki á innan við mánuði.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Sjá meira