Crashgate skandallinn vindur upp á sig: „Titlinum var rænt af honum“ Aron Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2023 12:31 Felipe Massa (lengst til vinstri) fyrrum ökuþór Formúlu 1 leitar réttar síns vegn atviks tímabilið 2008 sem Bernie Ecclestone (vinstra megin við miðju) hæst setti stjórnandi Formúlu 1 það árið i vissi af og Flavio Briatore (hægra megin við miðju) liðsstjóri Renault á þeim tíma plottaði Fernando Alonso (lengst til hægri) þá ökumanni Renault í hag Samsett mynd Lögmenn fyrrum Formúlu 1 ökuþórsins Felipe Massa eru reiðubúnir að höfða skaðabótamál fyrir skjólstæðing sinn á hendur fyrrum stjórnendum Formúlu 1 sem og Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) vegna meints samsæris sem kostaði Massa heimsmeistaratitil ökumanna tímabilið 2008. Greint er frá málavendingunum á vef Reuters sem hefur undir höndunum átta síðna greinargerð sem lögfræðingar Massa hafa sent á Stefano Domenicali, framkvæmdastjóra Formúlu 1 og Mohammed Ben Sulayem, forseta FIA þar sem að greint er frá afstöðu Massa í málinu en kvaðir eru á um að gefa út slíkt bréf áður en málið verður tekið fyrir í dómssal. Lögfræðingar Massa segja hann hafa verið fórnarlamb samsæris sem hátt settir fyrrum stjórnendur innan Formúlu 1 og FIA tóku þátt í. Ökuþórinn hafi, auk heimsmeistaratitilsins árið 2008, orðið af um það bil tíu milljónum evra sökum vísvitandi áreksturs ökumanns í Singapúr kappakstrinum það árið. Felipe Massa var öflugur í bíl Ferrari tímabilið 2008Vísir/Getty „Crashgate“ skandallinn Atburðarásin árið 2008 í Singapúr kappakstrinum er orðin vel þekkt undir nafninu Crashgate skandallinn. Massa, sem á umræddu tímabili ók fyrir hið goðsagnakennda lið Ferrari, hafði ræst á rásspól og leiddi kappaksturinn á fjórtánda hring þegar að Nelson Piquet, ökumaður Renault ók utan í vegg með þeim afleiðingum að öryggisbíll var kallaður út. Það hagnaðist liðsfélaga Piquet hjá Renault, Spánverjanum Fernando Alonso sem með þessu náði í skottið á Massa og vann að lokum Singapúr kappaksturinn. Ári eftir Singapúr kappaksturinn steig Piquet fram og sagði liðsstjóra Renault hafa sagt sér að aka bíl sínum utan í vegg og seinna meir voru stjórnendur liðsins settir í bann frá mótaröðinni. Renault liðið tímabilið 2008. Nelson Piquet lengst til vinstri og Fernando Alonso lengst til hægri óku hjá Renault sem var stýrt af liðsstjóranum umdeilda Flavio Briatore sem er fyrir miðju myndarinnar. Vísir/Getty Tímabilið 2008 endaði Massa í öðru sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna í Formúlu 1, einu stigi á eftir Lewis Hamilton, þá ökumanni McLaren sem stóð uppi sem heimsmeistari. „Massa er réttmætur heimsmeistari ökumanna tímabilið 2008. Formúla 1 og FIA hunsuðu vísvitandi það svindl sem átti sér stað, svindl sem sá til þess að heimsmeistaratitlinum var rænt af honum,“ segir lögfræðingur Massa hjá Enyo Law lögfræðistofunni. Lewis Hamilton stóð uppi sem heimsmeistari að loknu tímabilinu 2008. Einn af hans sjö heimsmeistaratitlum ökumanna á ferlinum til þessaVísir/Getty Bernie Ecclestone var árið 2008 helsti stjórnandi Formúlu 1 og haft var eftir honum í mars fyrr á þessu ári að bæði hann sem og Max Mosley, þá forseti FIA, hafi vitað að Piquet hefði verið fyrirskipað að aka utan í vegg í Singapúr kappakstrinum en að þeir hafi ekkert aðhafst í málinu. Max Mosley, fyrrum forseti FIA lést árið 2021 og Charlie Whiting, sem var einnig einn af efstu stjórnendum í kringum mótaröðina á þessum tíma, lést árið 2019. Fjölmiðlar sóttu hart að Ecclestone í kjölfar skandalsins í SingapúrVísir/Getty Vill réttlæti Massa hefur áður tjáð sig um þessa atburðarás í samtali við Reuters fyrr á árinu og þar segist hann vilja réttlæti. „Ef að hæst settu stjórnendur Formúlu 1 og FIA vissu af því hvað væri að eiga sér stað þarna árið 2008 en aðhöfðust ekkert í málinu, er það sanngjarnt?“ Í bréfi lögfræðinganna til Domenicali og Sulayem segir að ef ekki berist ásættanlegt svar frá þeim muni Massa leita réttar síns fyrir dómstólum og fara fram á skaðabætur. Þá vill hann staðfestingu frá þessum mönnum að ef ekki hefði komið til þessa atburðarásar í Singapúr árið 2008, hefði hann orðið Formúlu 1 heimsmeistari. Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Greint er frá málavendingunum á vef Reuters sem hefur undir höndunum átta síðna greinargerð sem lögfræðingar Massa hafa sent á Stefano Domenicali, framkvæmdastjóra Formúlu 1 og Mohammed Ben Sulayem, forseta FIA þar sem að greint er frá afstöðu Massa í málinu en kvaðir eru á um að gefa út slíkt bréf áður en málið verður tekið fyrir í dómssal. Lögfræðingar Massa segja hann hafa verið fórnarlamb samsæris sem hátt settir fyrrum stjórnendur innan Formúlu 1 og FIA tóku þátt í. Ökuþórinn hafi, auk heimsmeistaratitilsins árið 2008, orðið af um það bil tíu milljónum evra sökum vísvitandi áreksturs ökumanns í Singapúr kappakstrinum það árið. Felipe Massa var öflugur í bíl Ferrari tímabilið 2008Vísir/Getty „Crashgate“ skandallinn Atburðarásin árið 2008 í Singapúr kappakstrinum er orðin vel þekkt undir nafninu Crashgate skandallinn. Massa, sem á umræddu tímabili ók fyrir hið goðsagnakennda lið Ferrari, hafði ræst á rásspól og leiddi kappaksturinn á fjórtánda hring þegar að Nelson Piquet, ökumaður Renault ók utan í vegg með þeim afleiðingum að öryggisbíll var kallaður út. Það hagnaðist liðsfélaga Piquet hjá Renault, Spánverjanum Fernando Alonso sem með þessu náði í skottið á Massa og vann að lokum Singapúr kappaksturinn. Ári eftir Singapúr kappaksturinn steig Piquet fram og sagði liðsstjóra Renault hafa sagt sér að aka bíl sínum utan í vegg og seinna meir voru stjórnendur liðsins settir í bann frá mótaröðinni. Renault liðið tímabilið 2008. Nelson Piquet lengst til vinstri og Fernando Alonso lengst til hægri óku hjá Renault sem var stýrt af liðsstjóranum umdeilda Flavio Briatore sem er fyrir miðju myndarinnar. Vísir/Getty Tímabilið 2008 endaði Massa í öðru sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna í Formúlu 1, einu stigi á eftir Lewis Hamilton, þá ökumanni McLaren sem stóð uppi sem heimsmeistari. „Massa er réttmætur heimsmeistari ökumanna tímabilið 2008. Formúla 1 og FIA hunsuðu vísvitandi það svindl sem átti sér stað, svindl sem sá til þess að heimsmeistaratitlinum var rænt af honum,“ segir lögfræðingur Massa hjá Enyo Law lögfræðistofunni. Lewis Hamilton stóð uppi sem heimsmeistari að loknu tímabilinu 2008. Einn af hans sjö heimsmeistaratitlum ökumanna á ferlinum til þessaVísir/Getty Bernie Ecclestone var árið 2008 helsti stjórnandi Formúlu 1 og haft var eftir honum í mars fyrr á þessu ári að bæði hann sem og Max Mosley, þá forseti FIA, hafi vitað að Piquet hefði verið fyrirskipað að aka utan í vegg í Singapúr kappakstrinum en að þeir hafi ekkert aðhafst í málinu. Max Mosley, fyrrum forseti FIA lést árið 2021 og Charlie Whiting, sem var einnig einn af efstu stjórnendum í kringum mótaröðina á þessum tíma, lést árið 2019. Fjölmiðlar sóttu hart að Ecclestone í kjölfar skandalsins í SingapúrVísir/Getty Vill réttlæti Massa hefur áður tjáð sig um þessa atburðarás í samtali við Reuters fyrr á árinu og þar segist hann vilja réttlæti. „Ef að hæst settu stjórnendur Formúlu 1 og FIA vissu af því hvað væri að eiga sér stað þarna árið 2008 en aðhöfðust ekkert í málinu, er það sanngjarnt?“ Í bréfi lögfræðinganna til Domenicali og Sulayem segir að ef ekki berist ásættanlegt svar frá þeim muni Massa leita réttar síns fyrir dómstólum og fara fram á skaðabætur. Þá vill hann staðfestingu frá þessum mönnum að ef ekki hefði komið til þessa atburðarásar í Singapúr árið 2008, hefði hann orðið Formúlu 1 heimsmeistari.
Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira