Telja vatnið á Akranesi öruggt þrátt fyrir óbragð Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2023 15:07 Drykkjarvatn á Akranesi kemur bæði frá lóni og borholum. Óbragðið hefur greinst víða um bæinn án sjáanlegs mynsturs. Vísir/Vilhelm Engar skaðlegar örverur fundust í sýnum sem voru tekin úr drykkjarvatni á Akranesi í gær eftir að íbúar kvörtuðu undan óbragði af því. Forstöðumaður hjá Veitum segir leit standa yfir að orsökum óbragðsins í lóni í nágrenni bæjarins. Tilkynningar um óbragð af vatni tóku að berast Veitum á miðvikudag. Í íbúahópi á Facebook-lýsa sumir bragðinu sem „myglubragði“. Sýni voru tekin í gær og send í ræktun en engar skaðlegar örverur komu í ljós. Veitur telja því í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands að vatnið sé öruggt til neyslu, að sögn Rúnar Ingvarsdóttir, upplýsingafulltrúa Veitna. „Úr þessum sýnatökum kemur í raun það fram að þarna er ekkert hættulegt á ferðinni en engu að síður eru bragðgæðin ekki eins og við viljum hafa þau,“ segir Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns og fráveitu hjá Veitum. Sérfræðingar Veitna hafa leitað að uppruna óbragðsins í gær og í dag. Þeir telja sig hafa rakið hann til lóns við Berjadalsá í hlíðum Akrafjalls. Jón Trausti segir að sýnin hafi verið tekin beggja vegna við lýsingartæki sem baðar vatnið úr lóninu í útfjólubláuljósi sem deyðir örverur. Sjálfur smakkaði Jón Trausti vatnið og lýsir bragðinu sem moldarbragði. „Við vonumst til þess að geta verið komin með greinarbetri mynd á það áður en dagurinn er á enda,“ segir Jón Trausti um rannsóknina á lóninu. Í því skyni verða myndavélar sendar ofan í lónið til þess að greina ástandið í því í dag. Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns og fráveitu hjá Veitum.Aðsend Stenst öll gæðaviðmið fyrir matvæli Jón Trausti segist hafa mikinn skilning á því að fólk finnist óþægilegt að finna óbragð af drykkjarvatninu. Fyrsta sem hafi verið gert hafi verið að tryggja að ekkert hættulegt væri á ferðinni. Bragðfrávikið sé þó augljóst. „Sýnin virðist standast öll þau gæðaviðmið sem við setjum varðandi matvæli því vatnið sem kemur frá okkur er vottuð matvara. Það er ekkert sem er utan þeirra viðmiða sem gilda um það hvort vatn sé neysluhæft eða ekki. En það er þetta gæðafrávik sem snýr að bragðgæðum og það viljum við gjarnan laga og erum að vinna í,“ segir hann. Vatn Heilbrigðismál Akranes Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Sjá meira
Tilkynningar um óbragð af vatni tóku að berast Veitum á miðvikudag. Í íbúahópi á Facebook-lýsa sumir bragðinu sem „myglubragði“. Sýni voru tekin í gær og send í ræktun en engar skaðlegar örverur komu í ljós. Veitur telja því í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands að vatnið sé öruggt til neyslu, að sögn Rúnar Ingvarsdóttir, upplýsingafulltrúa Veitna. „Úr þessum sýnatökum kemur í raun það fram að þarna er ekkert hættulegt á ferðinni en engu að síður eru bragðgæðin ekki eins og við viljum hafa þau,“ segir Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns og fráveitu hjá Veitum. Sérfræðingar Veitna hafa leitað að uppruna óbragðsins í gær og í dag. Þeir telja sig hafa rakið hann til lóns við Berjadalsá í hlíðum Akrafjalls. Jón Trausti segir að sýnin hafi verið tekin beggja vegna við lýsingartæki sem baðar vatnið úr lóninu í útfjólubláuljósi sem deyðir örverur. Sjálfur smakkaði Jón Trausti vatnið og lýsir bragðinu sem moldarbragði. „Við vonumst til þess að geta verið komin með greinarbetri mynd á það áður en dagurinn er á enda,“ segir Jón Trausti um rannsóknina á lóninu. Í því skyni verða myndavélar sendar ofan í lónið til þess að greina ástandið í því í dag. Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns og fráveitu hjá Veitum.Aðsend Stenst öll gæðaviðmið fyrir matvæli Jón Trausti segist hafa mikinn skilning á því að fólk finnist óþægilegt að finna óbragð af drykkjarvatninu. Fyrsta sem hafi verið gert hafi verið að tryggja að ekkert hættulegt væri á ferðinni. Bragðfrávikið sé þó augljóst. „Sýnin virðist standast öll þau gæðaviðmið sem við setjum varðandi matvæli því vatnið sem kemur frá okkur er vottuð matvara. Það er ekkert sem er utan þeirra viðmiða sem gilda um það hvort vatn sé neysluhæft eða ekki. En það er þetta gæðafrávik sem snýr að bragðgæðum og það viljum við gjarnan laga og erum að vinna í,“ segir hann.
Vatn Heilbrigðismál Akranes Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Sjá meira