Innlent

Fagna því að 150 hvalir eru enn á lífi

Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa
Valgerður Árnadóttir og Hera Hilmarsdóttir, talskonur Hvalavina.
Valgerður Árnadóttir og Hera Hilmarsdóttir, talskonur Hvalavina.

Svo­kallað hvalagala er haldin á Hvala­safninu á Granda í kvöld. Þar er því fagnað að í sumar fengu 150 hvalir að lifa sem hefðu verið drepnir ef ekki væri fyrir hval­veiði­bann.

Rætt var við skipu­leggj­endur í kvöld­fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Um er að ræða sann­kallaða hvala­há­tíð. Hvölunum er fagnað með tón­list, dansi, mynd­listar­sýningum og bíó­myndum og fal­legum hvala­líkönum í raun­stærð.

„Við erum að fagna því að í sumar fengu 150 hvalir að lifa sem annars hefðu verið drepnir, vegna á­kvörðunar Svan­dísar Svavars­dóttur um að stöðva hval­veiðar,“ segir Val­gerður Árna­dóttir, skipu­leggjandi og tals­kona Hvala­vina.

Bjart­sýn á að við endum hval­veiðar

Meðal lista­manna sem koma fram í kvöld eru GDRN, Högni, Sig­ríður Thor­la­cius, Ragn­heiður Grön­dal, Gugusar og FM Belfast. Hera Hilmars­dóttir, leikkona og tals­kona Hvala­vina, segist ekki bjart­sýn á að hval­veiði­bannið sem í gildi er til 1. septem­ber verði fram­lengt, heldur gott betur.

„Ég er mjög bjart­sýn á að við endum hval­veiðar núna. Ég held það sé kominn tími til að við gerum það, hoppum inn í nú­tímann. Meiri­hluti þjóðarinnar stendur ekki með hval­veiðum. Ég hvet alla Ís­lendinga til að kynna sér hvað hvalir gera fyrir okkur og plánetuna og hvað við missum ef við höldum á­fram að drepa þá.“

Ertu með ein­hver skila­boð til stjórn­mála­manna og þá kannski sér­stak­lega til mat­væla­ráð­herra sem nú ætlar að taka þessa á­kvörðun?

„Elsku Svan­dís! Vertu hug­rökk á­fram og vin­sam­legast hættum hval­veiðum, núna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×