Beint frá býli bændur bjóða landsmönnum heim Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. ágúst 2023 13:31 Bændur á sex stöðum á landinu bjóða heim á morgun, sunnudaginn 20. ágúst frá 13:00 til 17:00. Aðsend Bændur á sex stöðum á landinu ætla að bjóða landsmönnum í heimsókn til sín á morgun en þá er “Beint frá býli dagurinn” í tilefni af fimmtán ára afmæli samtakanna. Afmæliskaka, kaffi og djús verður í boði á öllum stöðunum, auk þess sem bændur og búalið munu kynna og selja vörur sínar. Beint frá býli eru milliliðalaus viðskipti frá bónda til viðskiptavinar þar sem heimavinnsla og sala frá bændum fer fram. Markmið samtakanna Beint frá býli er meðal annars að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Það stendur mikið til hjá samtökunum á morgun sunnudag því þá verður 15 ára afmæli fagnað með opnu húsi fra klukkan 13:00 til 17:00 á sex bæjum víðs vegar um landið en bæirnir eru Háafell geitfjársetur á Vesturlandi, Brjánslækur á Barðaströnd á Vestfjörðum, Stórhóll í Skagafirði á Norðurlandi vestra, Holtasel í Eyjafjarðarsveit á Norðurlandi eystra, Lynghóll í Skriðdal á Austurlandi og Efsti Dalur tvö í Bláskógabyggð á Suðurlandi. Beint frá býli bændur eru með mjög fjölbreytta starfsemi þegar matvæli eru annars vegar.Aðsend Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Geitfjársetrinu Háafelli í Borgarfirði er formaður samtakanna Beint frá býli og veit allt um morgundaginn. „Sumir bændur eru að selja eitthvað og aðrir eru bara að kynna það sem þeir eru með og að taka pantanir eins og kjötframleiðendur fyrir haustið og svo er misjafnt hvað hver gerir en það verður allavega hægt að hitta fólk og tala við það, sjá hvað er í gangi hjá okkur. Svo er afmælisterta í boði frá Beint frá býli, kaffi og djús,” segir Jóhanna. Hjá Jóhönnu á Háfelli verða kvenfélagskonur líka með kökusölu og pylsur á grillinu, ásamt skottmarkaði og það verður hoppukastali á staðnum fyrir börnin og hægt að skoða geiturnar á bænum. Þetta er glæsilegt og skemmtilegt framtak hjá ykkur bændum hjá Beint frá býli. „Já það er bara nauðsynlegt að minna á okkur því að ég held að það sé svo mikilvægt að minna á svona starfsemi öðru hvoru.” Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, formaður Beint frá býli, sem er félag bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi.Aðsend Og þið eruð með fjölbreytta starfsemi á bæjunum? „Já við erum það á svonum flestum stöðunum en það er mis mikið Sumir af þessum stöðum eru náttúrulega opnir og taka á móti ferðafólki og eru jafnvel með verslanir á staðnum eins og hérna hjá okkur er verslun á staðnum og við erum að fá 80 til 100 manns á dag yfir sumarið og allt upp í 200 til 300 manns, þannig að það er aðeins misjafnt hvernig aðstaðan er á hverjum stað,” segir Jóhanna Bergmann um leið og hún hvetur landsmenn til að heimsækja bæina á morgun, sunnudaginn 20. ágúst frá 13:00 til 17:00. Heimasíða Beint frá býli Jóhanna í verslun sinni á Háfelli þar sem meira en nóg er að gera yfir sumartímann.Aðsend Landbúnaður Borgarbyggð Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Beint frá býli eru milliliðalaus viðskipti frá bónda til viðskiptavinar þar sem heimavinnsla og sala frá bændum fer fram. Markmið samtakanna Beint frá býli er meðal annars að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Það stendur mikið til hjá samtökunum á morgun sunnudag því þá verður 15 ára afmæli fagnað með opnu húsi fra klukkan 13:00 til 17:00 á sex bæjum víðs vegar um landið en bæirnir eru Háafell geitfjársetur á Vesturlandi, Brjánslækur á Barðaströnd á Vestfjörðum, Stórhóll í Skagafirði á Norðurlandi vestra, Holtasel í Eyjafjarðarsveit á Norðurlandi eystra, Lynghóll í Skriðdal á Austurlandi og Efsti Dalur tvö í Bláskógabyggð á Suðurlandi. Beint frá býli bændur eru með mjög fjölbreytta starfsemi þegar matvæli eru annars vegar.Aðsend Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Geitfjársetrinu Háafelli í Borgarfirði er formaður samtakanna Beint frá býli og veit allt um morgundaginn. „Sumir bændur eru að selja eitthvað og aðrir eru bara að kynna það sem þeir eru með og að taka pantanir eins og kjötframleiðendur fyrir haustið og svo er misjafnt hvað hver gerir en það verður allavega hægt að hitta fólk og tala við það, sjá hvað er í gangi hjá okkur. Svo er afmælisterta í boði frá Beint frá býli, kaffi og djús,” segir Jóhanna. Hjá Jóhönnu á Háfelli verða kvenfélagskonur líka með kökusölu og pylsur á grillinu, ásamt skottmarkaði og það verður hoppukastali á staðnum fyrir börnin og hægt að skoða geiturnar á bænum. Þetta er glæsilegt og skemmtilegt framtak hjá ykkur bændum hjá Beint frá býli. „Já það er bara nauðsynlegt að minna á okkur því að ég held að það sé svo mikilvægt að minna á svona starfsemi öðru hvoru.” Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, formaður Beint frá býli, sem er félag bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi.Aðsend Og þið eruð með fjölbreytta starfsemi á bæjunum? „Já við erum það á svonum flestum stöðunum en það er mis mikið Sumir af þessum stöðum eru náttúrulega opnir og taka á móti ferðafólki og eru jafnvel með verslanir á staðnum eins og hérna hjá okkur er verslun á staðnum og við erum að fá 80 til 100 manns á dag yfir sumarið og allt upp í 200 til 300 manns, þannig að það er aðeins misjafnt hvernig aðstaðan er á hverjum stað,” segir Jóhanna Bergmann um leið og hún hvetur landsmenn til að heimsækja bæina á morgun, sunnudaginn 20. ágúst frá 13:00 til 17:00. Heimasíða Beint frá býli Jóhanna í verslun sinni á Háfelli þar sem meira en nóg er að gera yfir sumartímann.Aðsend
Landbúnaður Borgarbyggð Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent