Amalía Ósk keppir í Sádi-Arabíu á heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. ágúst 2023 07:31 Amalía Ósk segir að það skipti mig miklu máli að vera góð fyrirmynd, sérstaklega fyrir ungar stelpur sem vilja verða sterkar. Aðsend Þrjár konur frá Íslandi eru nú að undirbúa sig að fara til Saudi Arabíu þar sem þær munu keppa á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum fyrir íslenska landsliðið. Amalía Ósk Sigurðardóttir, sem er 26 ára gömul er ein af konunum. „Ég er ein af þeim bestu á landinu, hef slegið mörg Íslandsmetin í íþróttinni síðan ég keppti á mínu fyrsta móti fyrir 6 árum og hef keppt á stórmótum víðs vegar um heim. Ásamt því að æfa ólympískar lyftingar þjálfa ég og sé um allt starf í Boot Camp í Sporthúsinu. Allur minn grunnur fyrir lyftingarnar koma úr Boot Camp en ég stundaði Boot Camp af fullum krafti fyrir þær,” segir Amalía. Flýgur út 5. september „Ég er á leiðinni á mitt annað heimsmeistaramót í ólympískum lyftingum. Mótið er haldið í borginni Riyadh í Saudi Arabíu og flýg ég út 5.september. Þetta er lang stærsta mótið en það eru rúmlega 800 skráðir þátttakendur úr nánast öllum löndum í heiminum. Þú þarft að ná ákveðnum lágmörkum til þess að mega keppa á mótinu svo allir keppendur eru háklassa. Við erum þrjár stelpur frá Íslandi að keppa á mótinu og fáum flott teymi með okkur út,” segir Amalía. Áætlaður heildarkostnaður fyrir ferðina er á bilinu 600-700 þúsund, sem Amalía þarf að greiða meira og minna sjálf.Aðsend Mest lyft 103 kílóum í jafnhendingu Amalía Ósk hefur mest lyft 103 kg í jafnhendingu og 84 kg í snörun. „Það er keppt í þyngdarflokkum í ólympískum lyftingum og hef ég alltaf keppt í undir 64 kg flokknum. Ég er fyrst og fremst að keppa á þessu móti til að koma mér aftur á pallinn og er markmiðið mitt að ná lyftunum mínum, hafa gaman og njóta þess að keppa aftur eftir erfitt tímabil, finna eldmóðinn minn aftur.” Þarf að greiða allan kostnað sjálf Íslensku keppendurnir á mótinu þurfa að greiða allan sinn kostnað sjálfir við mótið. „Já eins og eflaust margir vita er illa búið að afreksíþróttafólki á Íslandi og þarf ég að greiða allan kostnað sjálf fyrir ferðina, bæði fyrir mig og þjálfarann minn sem ég vil hafa með mér úti. Ég hef reynt að hafa samband við mörg fyrirtæki á Íslandi í von um að fá styrki en það gengið illa, það er lítið um svör. En samt sem áður óendanlega þakklát fyrir þau fyrirtæki sem hafa styrkt mig. Svo á morgun, sunnudaginn 20. ágúst ætla ég að halda Boot Camp styrktaræfingu fyrir mig þar sem fólk borgar 2.000 kr fyrir æfinguna, fær að svitna og hafa gaman í klukkutíma og styrkja mig í leiðinni. Ferðin er dýr og mun það hjálpa mér mikið,” segir Amalía. Amalia Ósk er mjög virk á instagram og kemur til með að sýna frá öllum undirbúning og ferðalaginu sjálfu ef fólk hefur áhuga á að fylgjast með henni Sunnudaginn 20. ágúst ætlar Amalía Ósk að halda Boot Camp styrktaræfingu í Sporthúsinu þar sem fólk borgar 2.000 kr fyrir æfinguna og fær að svitna og hafa gaman í klukkutíma eða frá 10:00 til 11:00.Aðsend Lyftingar Sádi-Arabía Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira
Amalía Ósk Sigurðardóttir, sem er 26 ára gömul er ein af konunum. „Ég er ein af þeim bestu á landinu, hef slegið mörg Íslandsmetin í íþróttinni síðan ég keppti á mínu fyrsta móti fyrir 6 árum og hef keppt á stórmótum víðs vegar um heim. Ásamt því að æfa ólympískar lyftingar þjálfa ég og sé um allt starf í Boot Camp í Sporthúsinu. Allur minn grunnur fyrir lyftingarnar koma úr Boot Camp en ég stundaði Boot Camp af fullum krafti fyrir þær,” segir Amalía. Flýgur út 5. september „Ég er á leiðinni á mitt annað heimsmeistaramót í ólympískum lyftingum. Mótið er haldið í borginni Riyadh í Saudi Arabíu og flýg ég út 5.september. Þetta er lang stærsta mótið en það eru rúmlega 800 skráðir þátttakendur úr nánast öllum löndum í heiminum. Þú þarft að ná ákveðnum lágmörkum til þess að mega keppa á mótinu svo allir keppendur eru háklassa. Við erum þrjár stelpur frá Íslandi að keppa á mótinu og fáum flott teymi með okkur út,” segir Amalía. Áætlaður heildarkostnaður fyrir ferðina er á bilinu 600-700 þúsund, sem Amalía þarf að greiða meira og minna sjálf.Aðsend Mest lyft 103 kílóum í jafnhendingu Amalía Ósk hefur mest lyft 103 kg í jafnhendingu og 84 kg í snörun. „Það er keppt í þyngdarflokkum í ólympískum lyftingum og hef ég alltaf keppt í undir 64 kg flokknum. Ég er fyrst og fremst að keppa á þessu móti til að koma mér aftur á pallinn og er markmiðið mitt að ná lyftunum mínum, hafa gaman og njóta þess að keppa aftur eftir erfitt tímabil, finna eldmóðinn minn aftur.” Þarf að greiða allan kostnað sjálf Íslensku keppendurnir á mótinu þurfa að greiða allan sinn kostnað sjálfir við mótið. „Já eins og eflaust margir vita er illa búið að afreksíþróttafólki á Íslandi og þarf ég að greiða allan kostnað sjálf fyrir ferðina, bæði fyrir mig og þjálfarann minn sem ég vil hafa með mér úti. Ég hef reynt að hafa samband við mörg fyrirtæki á Íslandi í von um að fá styrki en það gengið illa, það er lítið um svör. En samt sem áður óendanlega þakklát fyrir þau fyrirtæki sem hafa styrkt mig. Svo á morgun, sunnudaginn 20. ágúst ætla ég að halda Boot Camp styrktaræfingu fyrir mig þar sem fólk borgar 2.000 kr fyrir æfinguna, fær að svitna og hafa gaman í klukkutíma og styrkja mig í leiðinni. Ferðin er dýr og mun það hjálpa mér mikið,” segir Amalía. Amalia Ósk er mjög virk á instagram og kemur til með að sýna frá öllum undirbúning og ferðalaginu sjálfu ef fólk hefur áhuga á að fylgjast með henni Sunnudaginn 20. ágúst ætlar Amalía Ósk að halda Boot Camp styrktaræfingu í Sporthúsinu þar sem fólk borgar 2.000 kr fyrir æfinguna og fær að svitna og hafa gaman í klukkutíma eða frá 10:00 til 11:00.Aðsend
Lyftingar Sádi-Arabía Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira