Borgarstjóri spáir frábærri stemningu á Menningarnótt Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. ágúst 2023 12:00 Dagur segir mikilvægt að fjölskyldur séu saman á hátíðinni. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur Menningarnótt í hádeginu og spáir frábærri stemningu á hátíðinni. Hann segir mikilvægt að fjölskyldur séu saman á hátíðinni og að fólk láti koma sér á óvart. Dagur segir að allir geti fundið eitthvað að sjá, heyra, smakka og njóta fram á nótt á Menningarnótt í ár. Hann setur hátíðina á Kjarvalsstöðum í hádeginu og henni lýkur með stórglæsilegri flugeldasýningu klukkan 23:00 að vanda.„Ég fann það í morgun þegar ég var að starta Reykjavíkurmaraþoninu. Það er svo mikil blíða og gott veður og bros á hverju andliti. Það plús fjögur hundruð viðburðir og atriði út um allt bókstaflega,“ segir Dagur sem var að pússa vöfflujárnið þegar fréttamaður náði af honum tali í morgun. En í ár verður endurvakinn sá siður að íbúar Þingholtanna bjóði gestum og gangandi heim í vöfflur. Eyjamenn heiðursgestir Eyjamenn eru heiðursgestir á Menningarnótt en það er vegna 50 ára goslokaafmælisins í ár. „Ég fékk þá hugmynd að það færi gríðarlega vel á þessu,“ segir Dagur. „Þetta er alveg ótrúleg saga, bæði gosið og að tæplega fimm þúsund manna bæjarfélag fluttist yfir nótt með 76 skipum. Síðan voru opnuð hér skólar og heimili til að taka á móti öllum hópnum.“ Vestmannaeyjar séu mikill vinabær Reykjavíkur og að borgarbúar vilji sína gestrisni á Menningarnótt. Fjölskyldur séu saman Dagur segir einnig mikilvægt að fjölskyldur séu saman á hátíðinni.„Við viljum ekki að unglingar verði eftir þegar mamma og pabbi eru farin heim heldur að fólk fylgist að og muni að láta koma sér á óvart. Fari og skoði Reykjavík og umbreytingarnar sem hafa orðið í borginni. Þessa spennandi uppbyggingu sem margir hafa heyrt um en kannski ekki séð,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Menningarnótt Reykjavík Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Dagur segir að allir geti fundið eitthvað að sjá, heyra, smakka og njóta fram á nótt á Menningarnótt í ár. Hann setur hátíðina á Kjarvalsstöðum í hádeginu og henni lýkur með stórglæsilegri flugeldasýningu klukkan 23:00 að vanda.„Ég fann það í morgun þegar ég var að starta Reykjavíkurmaraþoninu. Það er svo mikil blíða og gott veður og bros á hverju andliti. Það plús fjögur hundruð viðburðir og atriði út um allt bókstaflega,“ segir Dagur sem var að pússa vöfflujárnið þegar fréttamaður náði af honum tali í morgun. En í ár verður endurvakinn sá siður að íbúar Þingholtanna bjóði gestum og gangandi heim í vöfflur. Eyjamenn heiðursgestir Eyjamenn eru heiðursgestir á Menningarnótt en það er vegna 50 ára goslokaafmælisins í ár. „Ég fékk þá hugmynd að það færi gríðarlega vel á þessu,“ segir Dagur. „Þetta er alveg ótrúleg saga, bæði gosið og að tæplega fimm þúsund manna bæjarfélag fluttist yfir nótt með 76 skipum. Síðan voru opnuð hér skólar og heimili til að taka á móti öllum hópnum.“ Vestmannaeyjar séu mikill vinabær Reykjavíkur og að borgarbúar vilji sína gestrisni á Menningarnótt. Fjölskyldur séu saman Dagur segir einnig mikilvægt að fjölskyldur séu saman á hátíðinni.„Við viljum ekki að unglingar verði eftir þegar mamma og pabbi eru farin heim heldur að fólk fylgist að og muni að láta koma sér á óvart. Fari og skoði Reykjavík og umbreytingarnar sem hafa orðið í borginni. Þessa spennandi uppbyggingu sem margir hafa heyrt um en kannski ekki séð,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Menningarnótt Reykjavík Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira