Forsetinn tjáir sig um kossinn: „Hálfvitar alls staðar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. ágúst 2023 16:00 Luis Rubiales fagnar heimsmeistaratitli Spánverja. getty/Alex Pantling Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur tjáð sig um rembingskossinn sem hann rak Jennifer Hermoso eftir að Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna. Þegar spænsku leikmennirnir tóku á móti gullmedalíunum eftir 1-0 sigurinn á Englendingum í úrslitaleik HM í gær kyssi Rubiales Hermoso beint á munninn. Kossinn hefur vakið mikla athygli. Fyrst sagðist Hermoso vera ósátt við hann en dró síðan í land og bar blak af Rubiales. „Þetta gerðist bara í hita augnabliksins sökum þeirrrar gríðarlegu ánægju sem fylgir því að vinna heimsmeistaratitilinn,“ segir Hermoso í yfirlýsingu sem AFP fréttaveitunni barst frá spænska knattspyrnusambandinu. „Við forsetinn eigum í góðu sambandi. Hegðun hans, gagnvart okkur öllum, hefur verið framúrskarandi. Þetta var bara hans leið til þess að sýna ástúð og þakklæti.“ Sjálfur segist Rubiales ekki hafa gert neitt rangt og fór mikinn í viðtali við Radio Marca þar sem hann baunaði á þá sem hafa gagnrýnt hann fyrir kossinn alræmda. „Kossinn með Jenni? Það eru hálfvitar alls staðar. Þegar fólk sýnir smá ástúð er ekki hægt að hlusta á hálfvitana. Við erum heimsmeistarar. Ég held mig við það,“ sagði Rubiales. Við sama tón kvað í viðtali við El Partidazo. „Við gefum kjaftæðinu ekki gaum. Eftir allt sem ég hef gengið í gegnum nenni ég ekki meira kjaftæði og fleiri hálfvitum. Hunsum þetta og njótum okkar. Ekki segja mér frá hálfvitum sem sjá ekkert jákvætt. Það var ekkert illt í þessu. Leyfum hálfvitunum að bulla áfram. Það eru til fleiri hálfvitar en gluggar. Einbeitum okkur að þeim sem eru ekki fífl.“ Hermoso klúðraði vítaspyrnu í úrslitaleiknum en það kom ekki að sök. Mark Olgu Carmona tryggði Spánverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil í kvennaflokki. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Þegar spænsku leikmennirnir tóku á móti gullmedalíunum eftir 1-0 sigurinn á Englendingum í úrslitaleik HM í gær kyssi Rubiales Hermoso beint á munninn. Kossinn hefur vakið mikla athygli. Fyrst sagðist Hermoso vera ósátt við hann en dró síðan í land og bar blak af Rubiales. „Þetta gerðist bara í hita augnabliksins sökum þeirrrar gríðarlegu ánægju sem fylgir því að vinna heimsmeistaratitilinn,“ segir Hermoso í yfirlýsingu sem AFP fréttaveitunni barst frá spænska knattspyrnusambandinu. „Við forsetinn eigum í góðu sambandi. Hegðun hans, gagnvart okkur öllum, hefur verið framúrskarandi. Þetta var bara hans leið til þess að sýna ástúð og þakklæti.“ Sjálfur segist Rubiales ekki hafa gert neitt rangt og fór mikinn í viðtali við Radio Marca þar sem hann baunaði á þá sem hafa gagnrýnt hann fyrir kossinn alræmda. „Kossinn með Jenni? Það eru hálfvitar alls staðar. Þegar fólk sýnir smá ástúð er ekki hægt að hlusta á hálfvitana. Við erum heimsmeistarar. Ég held mig við það,“ sagði Rubiales. Við sama tón kvað í viðtali við El Partidazo. „Við gefum kjaftæðinu ekki gaum. Eftir allt sem ég hef gengið í gegnum nenni ég ekki meira kjaftæði og fleiri hálfvitum. Hunsum þetta og njótum okkar. Ekki segja mér frá hálfvitum sem sjá ekkert jákvætt. Það var ekkert illt í þessu. Leyfum hálfvitunum að bulla áfram. Það eru til fleiri hálfvitar en gluggar. Einbeitum okkur að þeim sem eru ekki fífl.“ Hermoso klúðraði vítaspyrnu í úrslitaleiknum en það kom ekki að sök. Mark Olgu Carmona tryggði Spánverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil í kvennaflokki.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira