Rafskutlur með sætum slá í gegn í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. ágúst 2023 20:31 Rafskutlurnar með sætunum hafa slegið í gegn hjá Hreiðari og Ingibjörgu í Vestmannaeyjum í sumar en þau eru með fyrirtækið „Eyjascooter”. Magnús Hlynur Hreiðarsson Rafskutlur með sætum hafa slegið í gegn í Vestmannaeyjum í sumar þar sem farið er með ferðamenn á hjólunum í söguferðir um eyjuna. Hér erum við að tala um nýtt fyrirtæki í Vestmannaeyjum, „Eyjascooter”, sem þau Hreiðar Örn Svansson og Ingibjörg Bryngeirsdóttir, sem er fædd og uppalinn í Vestmannaeyjum eiga. Þau bjóða upp á fjölbreyttar og skemmtilegar ferðir um Vestmannaeyjar á skutlunum en það, sem er svo frábært við þær er að þú situr og stýrir skutlunni þannig. „Við hjá „Eyjascooter” förum í ferðir með leiðsögn á stórum rafskutlum með sætum, sem ég hannaði sjálfur á hjólin. Þetta er alveg ofboðslega skemmtilegt og er að slá í gegn hjá okkur,” segir Hreiðar. Hvers konar ferðir eruð þið að bjóða upp á? „Það er allt frá klukkutíma ferðum og upp í þriggja tíma sérhannaðar ferðir fyrir fólk, bara hvað viltu sjá, við sýnum þér það,” segir Hreiðar og hlær. Hreiðar og Ingibjörg segir að það séu aðallega erlendir ferðamenn, sem eru að skoða sig um í Vestmannaeyjum, sem panta ferðir hjá þeim og að Bandaríkjamenn hafi verið stærsti viðskiptahópurinn í sumar. „Þeim finnst þetta æðislegt. Ég hef ekki lent í neinum enn þá sem hefur sagt eitthvað neikvætt um þetta. Það fara allir brosandi í burtu,” segir Ingibjörg. Sætin á skutlurnar hannaði Hreiðar sjálfur og setti á þær allar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í haust verður boðið upp á norðurljósaferðir á rafskutlunum en þegar hálka og veturinn kemur þá verður lokað og byrjað aftur með ferðirnar næsta vor. Og þetta er náttúrulega mjög umhverfisvænt? “Já, þetta er grænt eins og við segjum af því að þetta er rafmagn. Þú heyrir ekkert hljóð og engan hávaða þannig að þú bara keyrir í náttúrunni og nýtur hljóðsins og nýtur þess bara að vera í umhverfinu. Þið viljið ekki missa af þessu, komið með okkur í ferð, þetta er æðislegt,” bætir Ingibjörg við. Heimasíða fyrirtækisins Rafskutlurnar eru mjög vandaðar og flottar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Hér erum við að tala um nýtt fyrirtæki í Vestmannaeyjum, „Eyjascooter”, sem þau Hreiðar Örn Svansson og Ingibjörg Bryngeirsdóttir, sem er fædd og uppalinn í Vestmannaeyjum eiga. Þau bjóða upp á fjölbreyttar og skemmtilegar ferðir um Vestmannaeyjar á skutlunum en það, sem er svo frábært við þær er að þú situr og stýrir skutlunni þannig. „Við hjá „Eyjascooter” förum í ferðir með leiðsögn á stórum rafskutlum með sætum, sem ég hannaði sjálfur á hjólin. Þetta er alveg ofboðslega skemmtilegt og er að slá í gegn hjá okkur,” segir Hreiðar. Hvers konar ferðir eruð þið að bjóða upp á? „Það er allt frá klukkutíma ferðum og upp í þriggja tíma sérhannaðar ferðir fyrir fólk, bara hvað viltu sjá, við sýnum þér það,” segir Hreiðar og hlær. Hreiðar og Ingibjörg segir að það séu aðallega erlendir ferðamenn, sem eru að skoða sig um í Vestmannaeyjum, sem panta ferðir hjá þeim og að Bandaríkjamenn hafi verið stærsti viðskiptahópurinn í sumar. „Þeim finnst þetta æðislegt. Ég hef ekki lent í neinum enn þá sem hefur sagt eitthvað neikvætt um þetta. Það fara allir brosandi í burtu,” segir Ingibjörg. Sætin á skutlurnar hannaði Hreiðar sjálfur og setti á þær allar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í haust verður boðið upp á norðurljósaferðir á rafskutlunum en þegar hálka og veturinn kemur þá verður lokað og byrjað aftur með ferðirnar næsta vor. Og þetta er náttúrulega mjög umhverfisvænt? “Já, þetta er grænt eins og við segjum af því að þetta er rafmagn. Þú heyrir ekkert hljóð og engan hávaða þannig að þú bara keyrir í náttúrunni og nýtur hljóðsins og nýtur þess bara að vera í umhverfinu. Þið viljið ekki missa af þessu, komið með okkur í ferð, þetta er æðislegt,” bætir Ingibjörg við. Heimasíða fyrirtækisins Rafskutlurnar eru mjög vandaðar og flottar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira