Fótbolti

Fór í klippingu eftir að stjóranum fannst hann fikta of mikið í hárinu á sér

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kenan Yildiz fyrir og eftir heimsókn til rakarans.
Kenan Yildiz fyrir og eftir heimsókn til rakarans. vísir/getty

Ungur leikmaður Juventus hlýddi knattspyrnustjóra liðsins sem bað hann um að fara í klippingu eftir að hafa fundist hann einbeita sér full mikið af hárinu á sér.

Hinn átján ára Kenan Yildiz lék sinn fyrsta leik fyrir Juventus þegar liðið sigraði Udinese, 0-3, í 1. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar um helgina. 

Yildiz er fæddur og uppalinn í Þýskalandi en leikur fyrir yngri landslið Tyrklands. Hann kom til Juventus frá Bayern München í fyrra.

Hann kom inn á sem varamaður fyrir Dusan Vlahovic þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum á sunnudaginn. Er Max Allegri, stjóri Juventus, var spurður út í Yildiz eftir leikinn byrjaði hann að tala um allt annað en fótbolta.

„Hann verður að fara í klippingu því hann snerti hárið á sér um hundrað sinnum. Fyrir utan það er hann hæfileikaríkur piltur,“ sagði Allegri.

Yildiz tók ummælin til sín, hlýddi stjóranum sínum og fór í klippingu. Hann mætir því nýklipptur og flottur í leik Juventus og Bologna á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×