Segir hátt settum stjórnanda United að íhuga stöðu sína: „Þetta er svívirðilegt“ Aron Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2023 23:31 Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United og Rachel Riley, sjónvarpsstjarna og stuðningsmaður Manchester United Getty/Samsett Breska sjónvarpsstjarnan Rachel Riley hvetur Richard Arnold, framkvæmdastjóra Manchester United til þess að íhuga stöðu sína. Félagið hafi farið kolrangt að í máli Greenwood og umturnað meintum ofbeldismanni í fórnarlamb. Það vakti gríðarlega mikla athygli á dögunum þegar að Riley steig fram og sagðist ætla að hætta styðja Manchester United ef félagið myndi leyfa Mason Greenwood að spila aftur með liðinu. Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn á máli leikmannsins. Nú hefur sú ákvörðun verið tekin að Greenwood yfirgefi Manchester United, hann mun ekki spila annan leik fyrir félagið, en í nýjasta útspili sínu segir Riley að Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, ætti að íhuga stöðu sína. Það þykir nokkuð ljóst að forráðamenn Manhester United ætluðu sér að koma Greenwood aftur inn í aðallið félagsins. Þær hugmyndir voru viðraðar við starfsfólk hjá Manchester United og lekið til fjölmiðla. Mótbárurnar við þeirri væntanlegu ákvörðun voru hins vegar það miklar að algjör kúvending varð á niðurstöðu félagsins. Aldrei skammast sín eins mikið Í samtali við The News Agents segir Riley að forráðamenn Manchester United hafi misst alla stjórn á máli Greenwood og farið kolrangt að hlutunum. Stuðningur félagsins við Greenwood, meðal annars í opnu bréfi sem téður Arnold birti á heimasíðu félagsins, hafi umturnað meintum ofbeldismanni í fórnarlamb. „Ég sé ekki hvernig framkvæmdastjóri Manchester United, sem er með milljónir punda í húfi, á að vera í stöðu til þess að taka ákvörðun í þessu máli Hún skammast mín fyrir að vera stuðningsmaður félagsins. „Þetta er algjör óstjórn. Ég hef verið stuðningsmaður Manchester United síðan áður en ég fæddist. Faðir minn hefur farið á leiki félagsins í fleiri áratugi. Ég hef aldrei skammast mín eins mikið fyrir félagið. Þetta er svívirðilegt.“ Mál Mason Greenwood Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Það vakti gríðarlega mikla athygli á dögunum þegar að Riley steig fram og sagðist ætla að hætta styðja Manchester United ef félagið myndi leyfa Mason Greenwood að spila aftur með liðinu. Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn á máli leikmannsins. Nú hefur sú ákvörðun verið tekin að Greenwood yfirgefi Manchester United, hann mun ekki spila annan leik fyrir félagið, en í nýjasta útspili sínu segir Riley að Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, ætti að íhuga stöðu sína. Það þykir nokkuð ljóst að forráðamenn Manhester United ætluðu sér að koma Greenwood aftur inn í aðallið félagsins. Þær hugmyndir voru viðraðar við starfsfólk hjá Manchester United og lekið til fjölmiðla. Mótbárurnar við þeirri væntanlegu ákvörðun voru hins vegar það miklar að algjör kúvending varð á niðurstöðu félagsins. Aldrei skammast sín eins mikið Í samtali við The News Agents segir Riley að forráðamenn Manchester United hafi misst alla stjórn á máli Greenwood og farið kolrangt að hlutunum. Stuðningur félagsins við Greenwood, meðal annars í opnu bréfi sem téður Arnold birti á heimasíðu félagsins, hafi umturnað meintum ofbeldismanni í fórnarlamb. „Ég sé ekki hvernig framkvæmdastjóri Manchester United, sem er með milljónir punda í húfi, á að vera í stöðu til þess að taka ákvörðun í þessu máli Hún skammast mín fyrir að vera stuðningsmaður félagsins. „Þetta er algjör óstjórn. Ég hef verið stuðningsmaður Manchester United síðan áður en ég fæddist. Faðir minn hefur farið á leiki félagsins í fleiri áratugi. Ég hef aldrei skammast mín eins mikið fyrir félagið. Þetta er svívirðilegt.“
Mál Mason Greenwood Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira