„Ég er heppin að vera á lífi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2023 20:00 Birna Baldursdóttir er afar aktív í útivist en verður að taka því rólega á næstunni. Hún er þó farin að fara í göngutúra viku eftir slysið. Birna Bald Framhaldsskólakennari á Akureyri höfuðkúpu-, kinnbeins- og kjálkabrotnaði þegar hún féll af rafhlaupahjóli á dögunum undir áhrifum áfengis. Hún segist sannarlega ætla að læra af asnaskap sínum. Birna Baldursdóttir sagði frá slysinu í pistli á Facebook á dögunum. Hún ræddi það nánar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segist skammast sín niður í tær fyrir að hafa notað Hopphjól undir áhrifum. Hún hafi verið í gleðskap á Akureyri um Verslunarmannahelgina og hjálpað vinkonu sinni að taka til. Svo hafi hún haldið heim á leið. Hún man lítið eftir því sem gerðist í framhaldinu. „Ég hef aldrei tekið svona Hopphjól í glasi en hef greinilega gert það þarna. Ég finnst á gangstétt rétt hjá,“ segir Birna. Hún hafi líklega legið í fjórar til fimm mínútur meðvitundarlaus þar til fólk á göngu fann hana. Svo hafi hún verið meðvitundarlaus í fjórar til fimm mínútur í viðbót áður en hún var flutt á bráðamóttöku. Blæddi úr eyrum og nefi „Þar fæ ég flogakast og það fer að blæða úr eyrum og nefi,“ segir Birna. Læknar hafi því áttað sig á því að eitthvað væri að. Í ljós kom höfuðkúpubrot, kinnbeinsbrot auk þess sem kjálkinn var brotinn við gagnaugað. Birna telur líklegast að hún hafi steypst fram fyrir sig. Hún sé með litla áverka á hnúunum en annars engin eymsli á höndum eða fótum. Þá sjái ekki á fötunum hennar. Hún segist hafa vonast til að atvikið væri til á upptöku enda eftirlitsmyndavél nærri hjá Lögreglunni á Akureyri. Þær nemi hins vegar hreyfingu og hafi ekki farið í gang fyrr en vegfarendur komu að henni. Ómögulegt er að segja til um hve lengi Birna verði að jafna sig. Velti fyrir sér hvað hún ætti að segja sonum sínum „Læknirinn segir ekkert hægt að segja hvort ég verði tvær vikur eða átta mánuði að jafna mig. En höfuðkúpubrot á að lagast og þessir verkir minnka smá saman. Svo þarf ég að vera á flogalyfi í einhvern ákveðinn tíma af því ég fékk þetta flog. Það kemur vonandi aldrei aftur enda bara tengt þessu slysi.“ Þáttastjórnendur Bítisins hrósuðu Birnu fyrir að segja sögu sína og verða öðrum víti til varnaðar. Birna segist hafa velt því fyrir sér eftir slysið hvað hún ætti eiginlega að segja við syni sína. „Ég hugsaði strax að ég yrði að segja satt og rétt frá. Einhvern veginn reyna að hjálpa öðrum að taka ekki þessa ákvörðun.“ hún að hennar frásögn verði til þess að enginn geri þau mistök að stíga undir áhrifum á rafhlaupahjól. Þá sé mikilvægt að nota hjálm þegar maður noti rafhlaupahjólin. Fram undan er svo hittingur síðar í vikunni þegar Birna ætlar að faðma konuna sem kom að henni liggjandi á götunni. Hún segist eiga henni lífið að þakka enda enga leið að vita hvað hefði gerst hefði hún ekki komið að henni meðvitundarlausri. Akureyri Samgönguslys Rafhlaupahjól Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Fær engar bætur eftir árekstur við barn Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða. 13. júlí 2023 10:49 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Birna Baldursdóttir sagði frá slysinu í pistli á Facebook á dögunum. Hún ræddi það nánar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segist skammast sín niður í tær fyrir að hafa notað Hopphjól undir áhrifum. Hún hafi verið í gleðskap á Akureyri um Verslunarmannahelgina og hjálpað vinkonu sinni að taka til. Svo hafi hún haldið heim á leið. Hún man lítið eftir því sem gerðist í framhaldinu. „Ég hef aldrei tekið svona Hopphjól í glasi en hef greinilega gert það þarna. Ég finnst á gangstétt rétt hjá,“ segir Birna. Hún hafi líklega legið í fjórar til fimm mínútur meðvitundarlaus þar til fólk á göngu fann hana. Svo hafi hún verið meðvitundarlaus í fjórar til fimm mínútur í viðbót áður en hún var flutt á bráðamóttöku. Blæddi úr eyrum og nefi „Þar fæ ég flogakast og það fer að blæða úr eyrum og nefi,“ segir Birna. Læknar hafi því áttað sig á því að eitthvað væri að. Í ljós kom höfuðkúpubrot, kinnbeinsbrot auk þess sem kjálkinn var brotinn við gagnaugað. Birna telur líklegast að hún hafi steypst fram fyrir sig. Hún sé með litla áverka á hnúunum en annars engin eymsli á höndum eða fótum. Þá sjái ekki á fötunum hennar. Hún segist hafa vonast til að atvikið væri til á upptöku enda eftirlitsmyndavél nærri hjá Lögreglunni á Akureyri. Þær nemi hins vegar hreyfingu og hafi ekki farið í gang fyrr en vegfarendur komu að henni. Ómögulegt er að segja til um hve lengi Birna verði að jafna sig. Velti fyrir sér hvað hún ætti að segja sonum sínum „Læknirinn segir ekkert hægt að segja hvort ég verði tvær vikur eða átta mánuði að jafna mig. En höfuðkúpubrot á að lagast og þessir verkir minnka smá saman. Svo þarf ég að vera á flogalyfi í einhvern ákveðinn tíma af því ég fékk þetta flog. Það kemur vonandi aldrei aftur enda bara tengt þessu slysi.“ Þáttastjórnendur Bítisins hrósuðu Birnu fyrir að segja sögu sína og verða öðrum víti til varnaðar. Birna segist hafa velt því fyrir sér eftir slysið hvað hún ætti eiginlega að segja við syni sína. „Ég hugsaði strax að ég yrði að segja satt og rétt frá. Einhvern veginn reyna að hjálpa öðrum að taka ekki þessa ákvörðun.“ hún að hennar frásögn verði til þess að enginn geri þau mistök að stíga undir áhrifum á rafhlaupahjól. Þá sé mikilvægt að nota hjálm þegar maður noti rafhlaupahjólin. Fram undan er svo hittingur síðar í vikunni þegar Birna ætlar að faðma konuna sem kom að henni liggjandi á götunni. Hún segist eiga henni lífið að þakka enda enga leið að vita hvað hefði gerst hefði hún ekki komið að henni meðvitundarlausri.
Akureyri Samgönguslys Rafhlaupahjól Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Fær engar bætur eftir árekstur við barn Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða. 13. júlí 2023 10:49 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Fær engar bætur eftir árekstur við barn Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða. 13. júlí 2023 10:49