Frá þessu segir á vef Veðurstofunnar. Þar kemur fram að áfram verði hlýtt í veðri sunnan- og vestanlands, og gæti hiti þar náð allt að tuttugu stigum við bestu aðstæður. Það verði þó aðeins svalara veður fyrir norðaustan.
„Á morgun og verður áfram rólegt og hlýtt veður, og á föstudag gæti hiti farið yfir 20 stig víða á landinu. Um helgina má búast við vætusömu veðri, einkum sunnan og vestantil,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Hæg breytileg átt. Skýjað austantil en þurrt að kalla, annars víða bjartviðri. Þokubakkar við norður- og austurströndina. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast inn til landsins.
Á föstudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt, en gengur í sunnan 5-13 m/s vestast síðdegis og fer að rigna. Þykknar smám saman upp en lengst af bjart fyrir austan. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á laugardag: Suðlæg átt 3-10, með rigningu eða súld, jafnvel talsverð vestantil um kvöldið, en úrkomuminna norðaustan- og austanlands. Áfram hlýjast norðaustantil, en heldur svalara sunnantil.
Á sunnudag: Vestlæg átt. Rigning eða súld, en dregur úr úrkomu síðdegis. Hiti 8 til 19 stig, hlýjast suðaustanlands.
Á mánudag: Norðlæg átt og víða dálítil væta. Kólnar fyrir norðan en hlýrra sunnantil.
Á þriðjudag: Útlit fyrir hæga breytilega átt og víða bjartviðri. Milt veður.