Konur fara í þungunarrof vegna fátæktar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. ágúst 2023 11:42 Guðný Helena segir að ríki, sveitarfélög, atvinnurekendur og Fæðingarorlofssjóður þurfi að koma saman og tryggja að konur geti átt börn sín. Hjálparstarf Kirkjunnar. Borið hefur á umræðu um að konur fari í þungunarrof vegna þess að þær telji sig ekki geta séð fyrir barni, sem þær þó langar í. Formaður EAPN á Íslandi segir þetta ekki nýtt vandamál. „Það hafa alltaf komið upp svona tilfelli,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og formaður EAPN á Íslandi. EAPN eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn fátækt. Guðný Helena segir þetta mjög þungbært skref fyrir konur að taka. „Það er rosalega erfitt að taka þessi skref að þurfa að enda meðgöngu vegna þess að þú hefur fjárhagsáhyggjur. Oft eru börn á heimilinu fyrir og það er til lítill peningur til að sjá fyrir þeim börnum,“ segir hún. Ýmsar ástæður eru fyrir því að konur telji sig þurfa að taka þetta skref. Fyrir utan hátt almennt verðlag og háa húsaleigu eru ýmsir þættir fjandsamlegir barnafólki, hlutir eins og skerðingar á tekjum í fæðingarorlofi. „Ef þú nærð ekki að láta enda ná saman á laununum þá nærðu því sannarlega ekki á 80 prósent af þeim,“ segir Guðný Helena. En það er það hlutfall sem Fæðingarorlofssjóður greiðir að hámarki. Hægt er að lengja fæðingarorlofið en þá skerðast greiðslurnar enn frekar. Annað er dagvistun sem verður dýrari því lengur barnið er í vistun og erfitt getur verið að brúa bilið með orlofsdögum á almennum vinnumarkaði. „Ef þú ert með langveikt barn eða barn sem grípur allar pestir á leikskóla þá eru orlofsdagarnir fljótir að fara,“ segir Guðný Helena. Leigjendur í verstri stöðu Frjósemi fer nú sífellt lækkandi á Íslandi og þjóðarbúið treystir á innflutning fólks til að viðhalda íbúafjöldanum. Aðspurð um hvað sé til ráða fyrir lítt efnaðar konur til þess að þær treysti sér til þess að eiga börnin segir Guðný Helena ekkert eitt svar við því. Margir aðilar þurfi að koma saman, svo sem sveitarfélögin, ríkið, atvinnurekendur og Fæðingarorlofssjóður. „Allir þurfa að taka höndum saman til þess að tryggja að allir geti átt mannsæmandi líf,“ segir hún. Í verstri stöðu séu leigjendur. Mikilvægt sé að húsaleigubætur hækki, ekki aðeins hjá Reykjavíkurborg sem hækkaði sérstakar húsaleigubætur í sumar. Önnur sveitarfélög þurfi að gera þetta líka. „Leiguverð á aldrei vera hærra en það sem fólk fær útborgað,“ segir Guðný Helena. Aðstæður hjá fólki verði að vera þannig að konur geti tekið ákvörðun um að eiga barn sem þær ganga með undir belti. Einnig að fólk geti tekið veikindadaga eða frí án áhyggja. Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Þungunarrof Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Það hafa alltaf komið upp svona tilfelli,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og formaður EAPN á Íslandi. EAPN eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn fátækt. Guðný Helena segir þetta mjög þungbært skref fyrir konur að taka. „Það er rosalega erfitt að taka þessi skref að þurfa að enda meðgöngu vegna þess að þú hefur fjárhagsáhyggjur. Oft eru börn á heimilinu fyrir og það er til lítill peningur til að sjá fyrir þeim börnum,“ segir hún. Ýmsar ástæður eru fyrir því að konur telji sig þurfa að taka þetta skref. Fyrir utan hátt almennt verðlag og háa húsaleigu eru ýmsir þættir fjandsamlegir barnafólki, hlutir eins og skerðingar á tekjum í fæðingarorlofi. „Ef þú nærð ekki að láta enda ná saman á laununum þá nærðu því sannarlega ekki á 80 prósent af þeim,“ segir Guðný Helena. En það er það hlutfall sem Fæðingarorlofssjóður greiðir að hámarki. Hægt er að lengja fæðingarorlofið en þá skerðast greiðslurnar enn frekar. Annað er dagvistun sem verður dýrari því lengur barnið er í vistun og erfitt getur verið að brúa bilið með orlofsdögum á almennum vinnumarkaði. „Ef þú ert með langveikt barn eða barn sem grípur allar pestir á leikskóla þá eru orlofsdagarnir fljótir að fara,“ segir Guðný Helena. Leigjendur í verstri stöðu Frjósemi fer nú sífellt lækkandi á Íslandi og þjóðarbúið treystir á innflutning fólks til að viðhalda íbúafjöldanum. Aðspurð um hvað sé til ráða fyrir lítt efnaðar konur til þess að þær treysti sér til þess að eiga börnin segir Guðný Helena ekkert eitt svar við því. Margir aðilar þurfi að koma saman, svo sem sveitarfélögin, ríkið, atvinnurekendur og Fæðingarorlofssjóður. „Allir þurfa að taka höndum saman til þess að tryggja að allir geti átt mannsæmandi líf,“ segir hún. Í verstri stöðu séu leigjendur. Mikilvægt sé að húsaleigubætur hækki, ekki aðeins hjá Reykjavíkurborg sem hækkaði sérstakar húsaleigubætur í sumar. Önnur sveitarfélög þurfi að gera þetta líka. „Leiguverð á aldrei vera hærra en það sem fólk fær útborgað,“ segir Guðný Helena. Aðstæður hjá fólki verði að vera þannig að konur geti tekið ákvörðun um að eiga barn sem þær ganga með undir belti. Einnig að fólk geti tekið veikindadaga eða frí án áhyggja.
Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Þungunarrof Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira