Fólk að bugast vegna aukinnar greiðslubyrði Samúel Karl Ólason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. ágúst 2023 20:30 Kristín Eir Helgadóttir, ráðgjafi hjá Hagsmunasamtökum heimilanna. Vísir/Sigurjón Veruleg fjölgun hefur orðið á því að fólk leitar til Hagsmunasamtaka heimilanna vegna greiðsluerfiðleika og fer þeim enn fjölgandi. Útlit er fyrir að fólk gæti farið að missa heimili sín vegna aukinnar greiðslubyrði. Þetta segir Kristín Eir Helgadóttir, ráðgjafi hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, en hún segir samtökin fordæma nýjustu stýrivaxtahækkun Seðlabankans og að það séu ekki heimilin á Íslandi sem valdi þenslu. Forsvarsmenn Seðlabanka Íslands hækkuðu í dag stýrivesti um hálft prósent og eru þeir nú 9,25 prósent. Stýrivextir hafa hækkað fjórtán sinnum í röð. Sjá einnig: Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu Seðlabankastjóri hefur ráðlagt fólki að tala við fjármálafyrirtæki og lánastofnanir en Kristín segir mjög mismunandi hvernig það hafi reynst. „Hann er í fyrsta lagi að beina fólki að hækka lánin sín að einhverju leyti, sem er ekkert alltaf hægt að gera því fólk stenst ekki alltaf greiðslumat, það er ekki til veðrými og fleira,“ segir Kristín. „Svo er hann í raun að beina fólki beint yfir í verðtryggð lán, sem er heldur ekkert endilega besta lausnin.“ Aðspurð um hvort búast megi við því að fólk eigi á hættu að missa heimili sín segir Kristín svo vera. „Já, það er alveg klárlega það sem við erum að horfa á. Við erum að horfa á það að fólk er ekki að ráða við þessa auknu greiðslubyrði, hún hefur hækkað alveg gríðarlega, gríðarlega mikið. Á einu ári hafa til að mynda fjörutíu milljóna króna íbúðalán hækkað um tvö hundruð þúsund krónur, í greiðslubyrði á mánuði, og fólk er ekkert að ráða við þetta.“ Kristín segir fólk grípa til þess að taka skammtímaskuldbindingar eins og smálán. „Það er að fá einhverjar milljónir þarna upp og rúlla því öllu inn á íbúðalánin sín,“ segir Kristín. Hér að neðan má sjá viðtalið við Kristínu í fréttum Stöðvar 2. Það hefst eftir tvær og hálfa mínútu. Seðlabankinn Fjármál heimilisins Kjaramál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Þetta segir Kristín Eir Helgadóttir, ráðgjafi hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, en hún segir samtökin fordæma nýjustu stýrivaxtahækkun Seðlabankans og að það séu ekki heimilin á Íslandi sem valdi þenslu. Forsvarsmenn Seðlabanka Íslands hækkuðu í dag stýrivesti um hálft prósent og eru þeir nú 9,25 prósent. Stýrivextir hafa hækkað fjórtán sinnum í röð. Sjá einnig: Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu Seðlabankastjóri hefur ráðlagt fólki að tala við fjármálafyrirtæki og lánastofnanir en Kristín segir mjög mismunandi hvernig það hafi reynst. „Hann er í fyrsta lagi að beina fólki að hækka lánin sín að einhverju leyti, sem er ekkert alltaf hægt að gera því fólk stenst ekki alltaf greiðslumat, það er ekki til veðrými og fleira,“ segir Kristín. „Svo er hann í raun að beina fólki beint yfir í verðtryggð lán, sem er heldur ekkert endilega besta lausnin.“ Aðspurð um hvort búast megi við því að fólk eigi á hættu að missa heimili sín segir Kristín svo vera. „Já, það er alveg klárlega það sem við erum að horfa á. Við erum að horfa á það að fólk er ekki að ráða við þessa auknu greiðslubyrði, hún hefur hækkað alveg gríðarlega, gríðarlega mikið. Á einu ári hafa til að mynda fjörutíu milljóna króna íbúðalán hækkað um tvö hundruð þúsund krónur, í greiðslubyrði á mánuði, og fólk er ekkert að ráða við þetta.“ Kristín segir fólk grípa til þess að taka skammtímaskuldbindingar eins og smálán. „Það er að fá einhverjar milljónir þarna upp og rúlla því öllu inn á íbúðalánin sín,“ segir Kristín. Hér að neðan má sjá viðtalið við Kristínu í fréttum Stöðvar 2. Það hefst eftir tvær og hálfa mínútu.
Seðlabankinn Fjármál heimilisins Kjaramál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira