Hermoso og FIFPRO vilja að hegðun ágenga forsetans hafi afleiðingar Aron Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2023 07:38 Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins og Hermoso, leikmaður spænska landsliðsins Vísir/Getty Jenni Hermoso, ásamt leikmannasamtökunum FIFPRO kalla eftir því að tekið verði á hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, eftir úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta. Frá þessu er greint á vef Sky Sports núna í morgun en Rubiales gerði allt brjálað þegar hann rak Hermoso rembingskoss eftir að Spánn varð heimsmeistari á sunnudaginn. Spánverjar unnu Englendinga, 1-0, í úrslitaleiknum í Sydney. Upphaflega sagðist Hermoso ekki hafa líkað við þessa hegðun forsetans en í í yfirlýsingu af hennar hálfu, í gegnum spænska knattspyrnusambandið, degi seinna sagði hún hegðun Rubiales hafa verið drifna áfram af hvatvísi þar sem að hann vildi koma ástúð sinni og þakklæti á framfæri við liðið. Gagnrýnin á hendur Rubiales hefur komið úr mörgum áttum undanfarna daga en nýjustu vendingar eru nú þær að Hermoso, FIFPRO og umboðsskrifstofa Hermoso, TMJ hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu. „Við viljum sjá til þess að svona hegðun hafi í för með sér afleiðingar. Að ráðstafanir séu gerðar til að vernda fótboltakonur fyrir svona hegðun, sem við teljum óásættanlega,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. FIFPRO leikmannasamtökin vilja að Alþjóðaknattspyrnusambandið hefji rannsókn á Rubiales. „Það er mjög grátlega að svona sérstök stund fyrir leikmenn spænska landsliðsins, sem átti sér stað fyrir augum alls heimsins, skuli hafa verið svert vegna óviðeigandi framkomu einstaklings í ábyrgðarmikilli stöðu.“ Rubiales hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir kossinn. Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sánchez, sagði framkomu hans meðal annars óásættanlega og að afsökunarbeiðni hans dygði skammt. Þá hefur fyrrum samstarfskona Rubiales stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni á vinnustað. Atvikið átti sér stað fyrir framan stórstjörnurnar Gerard Pique, Iker Casillas og Sergio Busquets. Í sjónvarpsviðtali segir Tamara Ramos Cruz að Rubiales hafi niðurlægt sig ítrekað. Þá bárust af því fréttir í gær að Rubiales sé sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spænski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Fleiri fréttir Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Sky Sports núna í morgun en Rubiales gerði allt brjálað þegar hann rak Hermoso rembingskoss eftir að Spánn varð heimsmeistari á sunnudaginn. Spánverjar unnu Englendinga, 1-0, í úrslitaleiknum í Sydney. Upphaflega sagðist Hermoso ekki hafa líkað við þessa hegðun forsetans en í í yfirlýsingu af hennar hálfu, í gegnum spænska knattspyrnusambandið, degi seinna sagði hún hegðun Rubiales hafa verið drifna áfram af hvatvísi þar sem að hann vildi koma ástúð sinni og þakklæti á framfæri við liðið. Gagnrýnin á hendur Rubiales hefur komið úr mörgum áttum undanfarna daga en nýjustu vendingar eru nú þær að Hermoso, FIFPRO og umboðsskrifstofa Hermoso, TMJ hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu. „Við viljum sjá til þess að svona hegðun hafi í för með sér afleiðingar. Að ráðstafanir séu gerðar til að vernda fótboltakonur fyrir svona hegðun, sem við teljum óásættanlega,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. FIFPRO leikmannasamtökin vilja að Alþjóðaknattspyrnusambandið hefji rannsókn á Rubiales. „Það er mjög grátlega að svona sérstök stund fyrir leikmenn spænska landsliðsins, sem átti sér stað fyrir augum alls heimsins, skuli hafa verið svert vegna óviðeigandi framkomu einstaklings í ábyrgðarmikilli stöðu.“ Rubiales hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir kossinn. Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sánchez, sagði framkomu hans meðal annars óásættanlega og að afsökunarbeiðni hans dygði skammt. Þá hefur fyrrum samstarfskona Rubiales stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni á vinnustað. Atvikið átti sér stað fyrir framan stórstjörnurnar Gerard Pique, Iker Casillas og Sergio Busquets. Í sjónvarpsviðtali segir Tamara Ramos Cruz að Rubiales hafi niðurlægt sig ítrekað. Þá bárust af því fréttir í gær að Rubiales sé sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru.
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spænski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Fleiri fréttir Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn