Víða bjartviðri en von á rigningu um helgina Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2023 07:17 Spáð er áframhaldandi hlýindum, og megi búast við tuttugu stigum á stöku stað inn til landsins. Vísir/Vilhelm Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri eða breytilegri átt, þremur til tíu metrum á sekúndu, og víða bjartviðri. Austanlands verður skýjað en þurrt að kalla. Á vef Veðurstofunnar segir að sums staðar verði þokubakkar við ströndina. Spáð er áframhaldandi hlýindum, og megi búast við tuttugu stigum á stöku stað inn til landsins. „Á morgun hlýnar enn frekar og gæti hiti farið yfir 22 stig inn til landsins norðaustantil. Síðdegis á morgun snýst í sunnan strekking vestantil á landinu og þykknar upp með rigningu um kvöldið. Suðlægar áttir verða enn ríkjandi á laugardag og líkur eru á jafnvel talsverðri rigningu sunnan og vestantil, og því er ráð að huga að niðurföllum. Um kvöldið fer að rigna austanlands. Á sunnudag styttir upp, fyrst vestantil. Áfram er útlit fyrir hlýindum um landið norðaustanvert um helgina, en kólnar aðeins í veðri fyrir sunnan og vestan,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri. Gengur í sunnan 5-13 m/s vestantil síðdegis og fer að rigna þar um kvöldið. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands. Á laugardag: Suðlæg átt 3-10, hvassast vestast, með rigningu eða súld, jafnvel talsverðri sunnan- og vestantil, en þurrt að kalla fram á kvöld austanlands. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Vestlæg átt 5-10 og rigning eða súld, en dregur úr úrkomu síðdegis, fyrst vestantil. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast sunnanlands. Á mánudag og þriðjudag: Hæg vestlæg eða breytileg átt og lítilsháttar væta. Hiti breytist lítið. Á miðvikudag: Útlit fyrir suðvestlæga átt og stöku síðdegisskúrir. Áfram milt veður. Veður Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar segir að sums staðar verði þokubakkar við ströndina. Spáð er áframhaldandi hlýindum, og megi búast við tuttugu stigum á stöku stað inn til landsins. „Á morgun hlýnar enn frekar og gæti hiti farið yfir 22 stig inn til landsins norðaustantil. Síðdegis á morgun snýst í sunnan strekking vestantil á landinu og þykknar upp með rigningu um kvöldið. Suðlægar áttir verða enn ríkjandi á laugardag og líkur eru á jafnvel talsverðri rigningu sunnan og vestantil, og því er ráð að huga að niðurföllum. Um kvöldið fer að rigna austanlands. Á sunnudag styttir upp, fyrst vestantil. Áfram er útlit fyrir hlýindum um landið norðaustanvert um helgina, en kólnar aðeins í veðri fyrir sunnan og vestan,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri. Gengur í sunnan 5-13 m/s vestantil síðdegis og fer að rigna þar um kvöldið. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands. Á laugardag: Suðlæg átt 3-10, hvassast vestast, með rigningu eða súld, jafnvel talsverðri sunnan- og vestantil, en þurrt að kalla fram á kvöld austanlands. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Vestlæg átt 5-10 og rigning eða súld, en dregur úr úrkomu síðdegis, fyrst vestantil. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast sunnanlands. Á mánudag og þriðjudag: Hæg vestlæg eða breytileg átt og lítilsháttar væta. Hiti breytist lítið. Á miðvikudag: Útlit fyrir suðvestlæga átt og stöku síðdegisskúrir. Áfram milt veður.
Veður Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Sjá meira