Býr sig undir að geta skákað Verstappen þegar tímapunkturinn kemur Aron Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2023 17:32 Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes Vísir/Getty Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes og sjöfaldur heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 segist vera að undirbúa sig á þá leið að þegar hann er með rétta bílinn í höndunum, muni hann geta skákað ríkjandi heimsmeistaranum Max Verstappen, ökumanni Red Bull Racing. Það fær Max Verstappen fátt stöðvað á yfirstandandi tímabili. Hollendingurinn er bókstaflega fljúgandi með 125 stiga forskot á toppi stigakeppni ökumanna nú þegar að seinni helmingur tímabilsins hefst í Hollandi um helgina. Ekkert lið hefur getað skákað Red Bull Racing hingað til á tímabilinu en Mercedes virðist geta komist næst því, liðið situr í 2.sæti í stigakeppni bílasmiða. „Markmiðið er að reyna finna út úr því hvernig ég get átt mínar tíu bestu keppnir á seinni hluta tímabils,“ segir Hamilton, annar ökumanna Mercedes. „Frammistöðulega séð vitum við að við erum ekki með bílinn til þess að rústa þessum keppnum. Við munum hins vegar reyna að hámarka stigasöfnun okkar á öllum þessum keppnishelgum, halda í 2.sæti í stigakeppni bílasmiða og minnka bilið upp í Sergio Perez.“ Perez, liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull Racing er sem stendur í 2.sæti í stigakeppni ökumanna. Svo virtist Hamilton, sem er að renna út á samningi Mercedes, vilja líta lengra fram á við. „Ég er að reyna undirbúa mig í þá átt að þegar að bíllinn er klár muni ég geta barist um sigur og haft betur í keppninni við Max Verstappen.“ | Lewis: I'm trying to prepare myself for when the car is ready to be able to challenge and beat Max #DutchGP pic.twitter.com/JJQrO1hiHt— Hamilton Insights (@LH44_insights) August 24, 2023 Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Það fær Max Verstappen fátt stöðvað á yfirstandandi tímabili. Hollendingurinn er bókstaflega fljúgandi með 125 stiga forskot á toppi stigakeppni ökumanna nú þegar að seinni helmingur tímabilsins hefst í Hollandi um helgina. Ekkert lið hefur getað skákað Red Bull Racing hingað til á tímabilinu en Mercedes virðist geta komist næst því, liðið situr í 2.sæti í stigakeppni bílasmiða. „Markmiðið er að reyna finna út úr því hvernig ég get átt mínar tíu bestu keppnir á seinni hluta tímabils,“ segir Hamilton, annar ökumanna Mercedes. „Frammistöðulega séð vitum við að við erum ekki með bílinn til þess að rústa þessum keppnum. Við munum hins vegar reyna að hámarka stigasöfnun okkar á öllum þessum keppnishelgum, halda í 2.sæti í stigakeppni bílasmiða og minnka bilið upp í Sergio Perez.“ Perez, liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull Racing er sem stendur í 2.sæti í stigakeppni ökumanna. Svo virtist Hamilton, sem er að renna út á samningi Mercedes, vilja líta lengra fram á við. „Ég er að reyna undirbúa mig í þá átt að þegar að bíllinn er klár muni ég geta barist um sigur og haft betur í keppninni við Max Verstappen.“ | Lewis: I'm trying to prepare myself for when the car is ready to be able to challenge and beat Max #DutchGP pic.twitter.com/JJQrO1hiHt— Hamilton Insights (@LH44_insights) August 24, 2023
Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira