Valdi að verða sextug í stað þess að flytja til Eþíópíu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2023 16:50 Yrsa Sigurðardóttir við hlið sinnar gömlu metsölubókar Kulda, sem nú er komin út í nýrri útgáfu í tilefni af frumsýningu nýrrar myndar. Vísir/Vilhelm Yrsa Sigurðardóttir, glæpasagnadrottning og margfaldur metsöluhöfundur, fagnar sextugsafmæli í dag. Hún segir ekkert planað í kvöld, annað en að skrifa næstu bók. Hún ætlar að halda upp á stórafmælið með pompi og prakt í febrúar að jólabókaflóði loknu og segist ekki geta beðið eftir að sjá Kulda, samnefnda mynd sem byggir á bók hennar og kemur í kvikmyndahús í næstu viku. „Dagurinn minn er bara búinn að vera krúttlegur. Ég fór í mat til mömmu og pabba í hádeginu og svo var það kaka á eftir,“ segir rithöfundurinn í samtali við Vísi. „Það var tvennt í boði. Að flytja til Eþíópíu, þar sem árið er 2016 ef ég man þetta rétt, og þeir eru af einhverjum ástæðum sjö árum á eftir, eða bara að suck it up,“ segir Yrsa hlæjandi. Í næstu viku kemur út kvikmyndin Kuldi, í leikstjórn Erlings Thoroddsen og byggir hún á samnefndri metsölubók Yrsu sem kom út árið 2012. Yrsa kveðst vera spenntari fyrir myndinni en eigin stórafmæli. „Ég hlakka svo til að sjá hana og það er svo gaman að sjá hvað það eru flottir leikarar í henni. Ég held að Erlingur sé hárréttur maður í þetta. Ég fæ bara að sjá myndina á forsýningunni og get eiginlega ekki beðið.“ Eiginmaður Yrsu, Ólafur Þór Þórhallsson, verður sextugur í febrúar og segist Yrsa ætla að halda upp á sitt eigið stórafmæli með eiginmanninum við það tilefni. Hvað ætlarðu svo að gera í kvöld? „Ég veit það ekki, ætli ég skrifi ekki bara,“ segir Yrsa hlæjandi. „Þetta er algjörlega sjálfri mér að kenna, ég er alltaf í einhverri sjálfheldu á sumrin að skrifa. Að byrja fyrr, það er trikkið, en ég virðist ekki geta náð því. Þetta er einhver greindarskortur.“ Er pressan fyrir jólin farin að segja til sín? „Já, það er venjulega á þessum tíma, svona í ágúst, sem hún fer að segja til sín.“ Bíó og sjónvarp Bókmenntir Tímamót Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: Spennuþrungin stikla úr Kulda Íslenska bíómyndin Kuldi verður frumsýnd 1. september næstkomandi en myndin er byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. 30. júní 2023 11:02 Erlingur leikstýrði Julian Sands í hans síðustu mynd Julian Sands var jarðbundinn, hlýr og rausnarlegur á sinn tíma. Þetta segir Erlingur Thoroddsen leikstjóri sem leikstýrði breska leikaranum í hans síðustu mynd sem ber nafnið The Piper. Leikarinn lést í fjallgöngu í Kaliforníu í janúar en lík hans fannst ekki fyrr en í þar síðustu viku. 8. júlí 2023 20:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
„Dagurinn minn er bara búinn að vera krúttlegur. Ég fór í mat til mömmu og pabba í hádeginu og svo var það kaka á eftir,“ segir rithöfundurinn í samtali við Vísi. „Það var tvennt í boði. Að flytja til Eþíópíu, þar sem árið er 2016 ef ég man þetta rétt, og þeir eru af einhverjum ástæðum sjö árum á eftir, eða bara að suck it up,“ segir Yrsa hlæjandi. Í næstu viku kemur út kvikmyndin Kuldi, í leikstjórn Erlings Thoroddsen og byggir hún á samnefndri metsölubók Yrsu sem kom út árið 2012. Yrsa kveðst vera spenntari fyrir myndinni en eigin stórafmæli. „Ég hlakka svo til að sjá hana og það er svo gaman að sjá hvað það eru flottir leikarar í henni. Ég held að Erlingur sé hárréttur maður í þetta. Ég fæ bara að sjá myndina á forsýningunni og get eiginlega ekki beðið.“ Eiginmaður Yrsu, Ólafur Þór Þórhallsson, verður sextugur í febrúar og segist Yrsa ætla að halda upp á sitt eigið stórafmæli með eiginmanninum við það tilefni. Hvað ætlarðu svo að gera í kvöld? „Ég veit það ekki, ætli ég skrifi ekki bara,“ segir Yrsa hlæjandi. „Þetta er algjörlega sjálfri mér að kenna, ég er alltaf í einhverri sjálfheldu á sumrin að skrifa. Að byrja fyrr, það er trikkið, en ég virðist ekki geta náð því. Þetta er einhver greindarskortur.“ Er pressan fyrir jólin farin að segja til sín? „Já, það er venjulega á þessum tíma, svona í ágúst, sem hún fer að segja til sín.“
Bíó og sjónvarp Bókmenntir Tímamót Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: Spennuþrungin stikla úr Kulda Íslenska bíómyndin Kuldi verður frumsýnd 1. september næstkomandi en myndin er byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. 30. júní 2023 11:02 Erlingur leikstýrði Julian Sands í hans síðustu mynd Julian Sands var jarðbundinn, hlýr og rausnarlegur á sinn tíma. Þetta segir Erlingur Thoroddsen leikstjóri sem leikstýrði breska leikaranum í hans síðustu mynd sem ber nafnið The Piper. Leikarinn lést í fjallgöngu í Kaliforníu í janúar en lík hans fannst ekki fyrr en í þar síðustu viku. 8. júlí 2023 20:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Spennuþrungin stikla úr Kulda Íslenska bíómyndin Kuldi verður frumsýnd 1. september næstkomandi en myndin er byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. 30. júní 2023 11:02
Erlingur leikstýrði Julian Sands í hans síðustu mynd Julian Sands var jarðbundinn, hlýr og rausnarlegur á sinn tíma. Þetta segir Erlingur Thoroddsen leikstjóri sem leikstýrði breska leikaranum í hans síðustu mynd sem ber nafnið The Piper. Leikarinn lést í fjallgöngu í Kaliforníu í janúar en lík hans fannst ekki fyrr en í þar síðustu viku. 8. júlí 2023 20:00