Gylfi Þór með munnlegt samkomulag við Lyngby Aron Guðmundsson skrifar 25. ágúst 2023 13:05 Íslenski knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er án félags Vísir/Getty Íslenski atvinnumaðurinn í knattspyrnu, Gylfi Þór Sigurðsson, hefur gert munnlegt samkomulag við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby. Frá þessu er greint á heimasíðu danska úrvalsdeildarfélagsins í dag og er þar sagt að ef allt gangi vel muni Gylfi Þór verða leikmaður félagsins í nánustu framtíð. Gylfi er mættur til Danmerkur þar sem að hann æfir nú þessa dagana. „Við höfum átt virkt samtal við Gylfa undanfarnar tvær vikur og í gegnum það samtal höfum við fundið vilja hjá Gylfa til þess að verða leikmaður Lyngby,“ segir Nicklas Kjeldsen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyngby. STATUS PÅ LYNGBY BOLDKLUBS DIALOG MED GYLFI SIGURDSSON Historierne om Lyngby Boldklub og Gylfi Sigurdsson har efterhånden floreret længe i medierne, hvorfor vi her giver en status på hele situationen.Læs mere her https://t.co/MQWfAClFCzFoto: https://t.co/Gp99VaNUMP pic.twitter.com/BWwb2JQdEP— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 25, 2023 Kjeldsen segir óvanalegt fyrir félagið að tjá sig svona um málefni leikmanns þegar félagsskipti hafa ekki gengið í gegn. „En við finnum fyrir miklum jákvæðum áhuga. Bæði frá fjölmiðlum, stuðningsmönnum og styrktaraðilum og erum ánægð með það.“ Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og hann greindi frá því í viðtali á dögunum að það væru helmingslíkur á því að Gylfi myndi semja við félagið. „Ég myndi segja að líkurnar væru 50/50,“ sagði Freyr sem vildi ekki fara nánar út í viðræðurnar. „Ég get ekki farið í nein smáatriði en við höfum sett saman plan og ef það gengur upp er raunhæft að Gylfi Þór verði leikmaður Lyngby.“ Gylfi hefur verið ósamningsbundinn frá því að fimm ára risasamningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Danski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Frá þessu er greint á heimasíðu danska úrvalsdeildarfélagsins í dag og er þar sagt að ef allt gangi vel muni Gylfi Þór verða leikmaður félagsins í nánustu framtíð. Gylfi er mættur til Danmerkur þar sem að hann æfir nú þessa dagana. „Við höfum átt virkt samtal við Gylfa undanfarnar tvær vikur og í gegnum það samtal höfum við fundið vilja hjá Gylfa til þess að verða leikmaður Lyngby,“ segir Nicklas Kjeldsen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyngby. STATUS PÅ LYNGBY BOLDKLUBS DIALOG MED GYLFI SIGURDSSON Historierne om Lyngby Boldklub og Gylfi Sigurdsson har efterhånden floreret længe i medierne, hvorfor vi her giver en status på hele situationen.Læs mere her https://t.co/MQWfAClFCzFoto: https://t.co/Gp99VaNUMP pic.twitter.com/BWwb2JQdEP— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 25, 2023 Kjeldsen segir óvanalegt fyrir félagið að tjá sig svona um málefni leikmanns þegar félagsskipti hafa ekki gengið í gegn. „En við finnum fyrir miklum jákvæðum áhuga. Bæði frá fjölmiðlum, stuðningsmönnum og styrktaraðilum og erum ánægð með það.“ Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og hann greindi frá því í viðtali á dögunum að það væru helmingslíkur á því að Gylfi myndi semja við félagið. „Ég myndi segja að líkurnar væru 50/50,“ sagði Freyr sem vildi ekki fara nánar út í viðræðurnar. „Ég get ekki farið í nein smáatriði en við höfum sett saman plan og ef það gengur upp er raunhæft að Gylfi Þór verði leikmaður Lyngby.“ Gylfi hefur verið ósamningsbundinn frá því að fimm ára risasamningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála.
Danski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira