Ómar Ingi hafði verið frá í þónokkra mánuði vegna meiðsla en kom við sögu í kvöld þegar Magdeburg heimsótti Wetzlar. Það verður seint sagt að leikurinn hafi verið spennandi en Magdeburg vann öruggan 16 marka sigur, lokatölur 15-31.
Ómar Ingi skoraði eitt mark í leiknum en hinn danski Michael Damgaard var markahæstur með sjö mörk.
Þá lék Sveinn Jóhannsson með Minden sem vann sex marka sigur á Hildesheim í þýska bikarnum, lokatölur 29-23 Minden í vil.