Þriðju gullverðlaun Lyles og Duplantis vann örugglega Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2023 19:59 Noah Lyles gefur merki um gullin þrjú um leið og hann kemur í mark í boðhlaupinu. Vísir/Getty Svíinn Armand Duplantis vann öruggan sigur í stangarstökki karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í dag. Bandaríkin unnu tvöfalt í boðhlaupum kvöldsins. Duplantis hefur haft mikla yfirburði í stangarstökki karla síðustu misserin og setti einmitt heimsmet á heimsmeistaramótinu í fyrra þegar hann stökk 6,21 metra. Hann stökk 6,22 metra innanhúss í vetur og átti sigurinn vísan í kvöld. Gullið var líka aldrei í hættu. Þegar Duplantis komst einn yfir 6,10 metra ákvað hann að reyna við 6,23 metra og reyna að slá heimsmet. Það tókst ekki og hann var aldrei neitt sérstaklega nálægt því að fara yfir. Ernest Obeina frá Filipseyjum stökk hæst 6 metra slétta og náði silfri og Kurtis Marschall náði bronsinu með sínu besta stökki á ferlinum upp á 5,95 metra. Armand Duplantis fagnar hér gullinu ásamt unnustu sinni.Vísir/Getty Bandaríkin hrósuðu sigri í kúluvarpi kvenna en Chase Ealey kastaði lengst allra með kasti upp á 20,43 metra sem er það besta á tímabilinu hjá henni. Sarah Mitton kastaði 20,08 metra og náði silfrinu og hin margreynda Lijiao Gong frá Kína rétt svo náði bronsinu en bæði hún og Auriol Dongmo frá Portúgal köstuðu 19,69 metra. Gong átti hins vegar betra næstlengsta kast og fær því bronsið. Kanadamaðurinn Marco Arop kom fyrstur í mark í 800 metra hlaupi karla á tímanum 1.44,24 mínútur. Emmanuel Wanyonyi frá Kenýa fékk silfrið og Ben Pattison frá Bretlandi bronsið. Sifan Hassan og Faith Kipygon komu fyrstar í mark í 5000 metra hlaupi kvenna.Vísir/Getty Í 5000 metra hlaupi kvenna vann heimsmetshafinn Faith Kipyegon nokkuð öruggan sigur. Hún leiddi nær allan tímann og kom í mark á undan Sifan Hassan frá Hollandi og Betrice Chebet frá Kenýa. Þær voru þrjár fyrstar og lítil barátta um verðlaunapeningana þrjá. Síðasta greinar kvöldsins voru síðan 4x100 metra hlaup karla og kvenna, greinar sem oft er beðið með mikilli eftirvæntingu. Í hlaupi karlasveitanna var það Noah Lyles sem tryggði sigurinn fyrir Bandaríkjamenn og náði þar með í þriðju gullverðlaun sín á mótinu. Noah Lyles is a triple threat! #WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/fKe6E2GGhX— NBC Olympics & Paralympics (@NBCOlympics) August 26, 2023 Ítalir náðu silfrinu með frábærum lokaspretti Filippo Tortu og Jamaíka rétt náði bronsinu á undan Bretum sem sátu eftir með sárt ennið aðeins fjórum hundraðshlutum á eftir. Hjá konunum kom bandaríska sveitin fyrst í mark á nýju meistaramótsmeti en athygli vakti að Elaine Thompson-Herah hljóp ekki úrslitahlaupið fyrir Jamáika eftir að hafa hlaupið vel í undankeppninni. Bandaríska sveitin gerði allt rétt og þær Tamari Davis, Twanisha Terry, Gabrielle Thomas og Sha´Carri Richardsson tryggðu því Bandaríkjunum tvöfaldan sigur í boðhlaupum kvöldsins. Jamaíka fékk silfrið og Bretland var í þriðja sæti. Frjálsar íþróttir Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Sjá meira
Duplantis hefur haft mikla yfirburði í stangarstökki karla síðustu misserin og setti einmitt heimsmet á heimsmeistaramótinu í fyrra þegar hann stökk 6,21 metra. Hann stökk 6,22 metra innanhúss í vetur og átti sigurinn vísan í kvöld. Gullið var líka aldrei í hættu. Þegar Duplantis komst einn yfir 6,10 metra ákvað hann að reyna við 6,23 metra og reyna að slá heimsmet. Það tókst ekki og hann var aldrei neitt sérstaklega nálægt því að fara yfir. Ernest Obeina frá Filipseyjum stökk hæst 6 metra slétta og náði silfri og Kurtis Marschall náði bronsinu með sínu besta stökki á ferlinum upp á 5,95 metra. Armand Duplantis fagnar hér gullinu ásamt unnustu sinni.Vísir/Getty Bandaríkin hrósuðu sigri í kúluvarpi kvenna en Chase Ealey kastaði lengst allra með kasti upp á 20,43 metra sem er það besta á tímabilinu hjá henni. Sarah Mitton kastaði 20,08 metra og náði silfrinu og hin margreynda Lijiao Gong frá Kína rétt svo náði bronsinu en bæði hún og Auriol Dongmo frá Portúgal köstuðu 19,69 metra. Gong átti hins vegar betra næstlengsta kast og fær því bronsið. Kanadamaðurinn Marco Arop kom fyrstur í mark í 800 metra hlaupi karla á tímanum 1.44,24 mínútur. Emmanuel Wanyonyi frá Kenýa fékk silfrið og Ben Pattison frá Bretlandi bronsið. Sifan Hassan og Faith Kipygon komu fyrstar í mark í 5000 metra hlaupi kvenna.Vísir/Getty Í 5000 metra hlaupi kvenna vann heimsmetshafinn Faith Kipyegon nokkuð öruggan sigur. Hún leiddi nær allan tímann og kom í mark á undan Sifan Hassan frá Hollandi og Betrice Chebet frá Kenýa. Þær voru þrjár fyrstar og lítil barátta um verðlaunapeningana þrjá. Síðasta greinar kvöldsins voru síðan 4x100 metra hlaup karla og kvenna, greinar sem oft er beðið með mikilli eftirvæntingu. Í hlaupi karlasveitanna var það Noah Lyles sem tryggði sigurinn fyrir Bandaríkjamenn og náði þar með í þriðju gullverðlaun sín á mótinu. Noah Lyles is a triple threat! #WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/fKe6E2GGhX— NBC Olympics & Paralympics (@NBCOlympics) August 26, 2023 Ítalir náðu silfrinu með frábærum lokaspretti Filippo Tortu og Jamaíka rétt náði bronsinu á undan Bretum sem sátu eftir með sárt ennið aðeins fjórum hundraðshlutum á eftir. Hjá konunum kom bandaríska sveitin fyrst í mark á nýju meistaramótsmeti en athygli vakti að Elaine Thompson-Herah hljóp ekki úrslitahlaupið fyrir Jamáika eftir að hafa hlaupið vel í undankeppninni. Bandaríska sveitin gerði allt rétt og þær Tamari Davis, Twanisha Terry, Gabrielle Thomas og Sha´Carri Richardsson tryggðu því Bandaríkjunum tvöfaldan sigur í boðhlaupum kvöldsins. Jamaíka fékk silfrið og Bretland var í þriðja sæti.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Sjá meira