Vísar gagnrýni á bug Magnús Jochum Pálsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 26. ágúst 2023 21:13 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, vísaði allri gagnrýni á ríkisfjármálin á bug. Hann segir að tölurnar tali sínu máli. Vísir/Steingrímur Dúi Fjármálaráðherra vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar um hans ábyrgð á verðbólgunni á bug og segir tölur í ríkisfjármálum tala sínu máli. Ríkisstjórnin hafi staðið sig vel í að torvelda ekki bankanum að ná verðbólgumarkmiðum. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn héldu flokksráðsfundi sína í dag. Á fundi Vinstri grænna sagði forsætisráðherra að í síðustu kosningum hefði ríkisstjórnin fengið afgerandi stuðning og því haldið samstarfi sínu áfram. „Það hefur hins vegar verið, eins og varaformaður okkar kom hér inn á í sinni ræðu, verið titringur í samstarfinu. Og í dag heldur samstarfsflokkur okkur, Sjálfstæðisflokkurinn, líka sinn flokksráðsfund og ætlar að ræða stöðu sína í ríkisstjórnarsamstarfinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í ræðu sinni. Og það var það sem Sjálfstæðismenn gerðu á sínum fundi á Hilton í dag. „Við ræðum stjórnarsamstarfið svo sannarlega og göngumst við því að það er krefjandi að vera í þriggja flokka ríkisstjórn og ýmsar áskoranir því samfylgjandi,“ sagði Bjarni Benediktsson við fréttastofu. Pólitískur stöðugleiki skipti máli og segir Bjarni nauðsynlegt að finna lausnir. „Nú ef þær aðstæður koma upp að það er ekki mögulegt þá bregðumst við við í samræmi við tilefnið,“ sagði hann einnig. Bjarni Benediktsson kynnir aðhald í ríkisrekstriVísir/Vilhelm Ríkisfjármálin ekkert að þvælast fyrir Seðlabankanum Fjármálaráðherra tilkynnti í gær um aðgerðir í hagræðingar í rekstri ríkisins til að draga úr verðbólguþrýstingi. Hann sagði jafnframt að það væri ekki hlutverk ríkisfjármálanna að vinna bug á verðbólgunni heldur Seðlabankans. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir undrun sinni á yfirlýsingu ráðherra og telja hann bera mikla ábyrgð á verðbólgunni. Bjarni segir þó tölurnar tala sínu máli. „Ríkisfjármálin eru ekki að gera seðlabankanum erfitt að ná sínum markmiðum. Það er mín skoðun og þeim er frjálst að hafa sína skoðun á því. Svo er það einfaldlega þannig að það er skrifað í lög hvert meginhlutverk seðlabankans er. Þannig ef menn vilja gera ágreining við um það veit ég ekki alveg hvert menn eru komnir,“ sagði hann. Aðalatriðið sé að ríkisfjármálin séu að þróast á réttan veg, langt fram úr áætlunum. „Þess vegna segi ég bara fullum fetum að ríkisfjármálin eru ekkert að þvælast fyrir Seðlabankanum í að ná markmiðum sem þau þurfa að gera. Ég hafna því þess vegna allri orðræðu um það að orsakir fyrir verðbólgu sé að finna í ríkisfjármálum,“ sagði Bjarni. En berð þú einhverja ábyrgð á því sem fjármálaráðherra að ná þessari verðbólgu niður? „Það er auðvitað lykilatriði að ríkisfjármálin torveldi ekki bankanum að ná markmiðum sem við höfum falið honum að ná og ég tel að við séum að standa okkur vel í því hlutverki,“ sagði Bjarni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Tengdar fréttir „Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn héldu flokksráðsfundi sína í dag. Á fundi Vinstri grænna sagði forsætisráðherra að í síðustu kosningum hefði ríkisstjórnin fengið afgerandi stuðning og því haldið samstarfi sínu áfram. „Það hefur hins vegar verið, eins og varaformaður okkar kom hér inn á í sinni ræðu, verið titringur í samstarfinu. Og í dag heldur samstarfsflokkur okkur, Sjálfstæðisflokkurinn, líka sinn flokksráðsfund og ætlar að ræða stöðu sína í ríkisstjórnarsamstarfinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í ræðu sinni. Og það var það sem Sjálfstæðismenn gerðu á sínum fundi á Hilton í dag. „Við ræðum stjórnarsamstarfið svo sannarlega og göngumst við því að það er krefjandi að vera í þriggja flokka ríkisstjórn og ýmsar áskoranir því samfylgjandi,“ sagði Bjarni Benediktsson við fréttastofu. Pólitískur stöðugleiki skipti máli og segir Bjarni nauðsynlegt að finna lausnir. „Nú ef þær aðstæður koma upp að það er ekki mögulegt þá bregðumst við við í samræmi við tilefnið,“ sagði hann einnig. Bjarni Benediktsson kynnir aðhald í ríkisrekstriVísir/Vilhelm Ríkisfjármálin ekkert að þvælast fyrir Seðlabankanum Fjármálaráðherra tilkynnti í gær um aðgerðir í hagræðingar í rekstri ríkisins til að draga úr verðbólguþrýstingi. Hann sagði jafnframt að það væri ekki hlutverk ríkisfjármálanna að vinna bug á verðbólgunni heldur Seðlabankans. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir undrun sinni á yfirlýsingu ráðherra og telja hann bera mikla ábyrgð á verðbólgunni. Bjarni segir þó tölurnar tala sínu máli. „Ríkisfjármálin eru ekki að gera seðlabankanum erfitt að ná sínum markmiðum. Það er mín skoðun og þeim er frjálst að hafa sína skoðun á því. Svo er það einfaldlega þannig að það er skrifað í lög hvert meginhlutverk seðlabankans er. Þannig ef menn vilja gera ágreining við um það veit ég ekki alveg hvert menn eru komnir,“ sagði hann. Aðalatriðið sé að ríkisfjármálin séu að þróast á réttan veg, langt fram úr áætlunum. „Þess vegna segi ég bara fullum fetum að ríkisfjármálin eru ekkert að þvælast fyrir Seðlabankanum í að ná markmiðum sem þau þurfa að gera. Ég hafna því þess vegna allri orðræðu um það að orsakir fyrir verðbólgu sé að finna í ríkisfjármálum,“ sagði Bjarni. En berð þú einhverja ábyrgð á því sem fjármálaráðherra að ná þessari verðbólgu niður? „Það er auðvitað lykilatriði að ríkisfjármálin torveldi ekki bankanum að ná markmiðum sem við höfum falið honum að ná og ég tel að við séum að standa okkur vel í því hlutverki,“ sagði Bjarni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Tengdar fréttir „Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
„Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent