Max Verstappen með níunda sigurinn í röð og jafnaði met Sebastian Vettel Siggeir Ævarsson skrifar 27. ágúst 2023 16:00 Max Verstappen fagnar sínum 9. sigri í röð Vísir/Getty Ekkert lát er á yfirburðum Max Verstappen í Formúlu 1 þetta árið en hann vann sinn 9. sigur í röð þegar hann kom fyrstur í mark á Zandvoort brautinni í Hollandi. Með sigrinum jafnaði hann met Þjóðverjans Sebastian Vettel yfir flesta sigra í röð. Líkt og í tímatökunni setti rigningin svip sinn á keppnina í dag þar sem bílar flugu út og suður og rauða flaggið fór á loft oftar en einu sinni. Öryggisbíllinn kom út þegar aðeins sjö hringir voru eftir af 72. Verstappen kom að lokum fyrstur í mark við erfiðar aðstæður, tæpur þremur sekúndum á undan Fernando Alonso og sjö sekúndum á undan Pierre Gasly sem komst á verðlaunapall í fjórða sinn á ferlinum en þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem Alpine áttu ökumann á palli. Verstappen er eftir keppni dagsins með 339 stig í keppni ökumanna og samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, kemur næstur með 201. Í þriðja sæti er svo Fernando Alonso með 168 stig og Lewis Hamilton er með 156 í fjórða sæti. Í keppni bílasmiða er Red Bull með afgerandi forskot og hafa rakað saman 540 stigum alls en Mercedes koma næstir með 255 stig. Fræga fólkið lætur sig ekki vanta á Formúlu 1 keppnirnar. Steve Carell var meðal gesta í dag.Vísir/Getty Akstursíþróttir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Líkt og í tímatökunni setti rigningin svip sinn á keppnina í dag þar sem bílar flugu út og suður og rauða flaggið fór á loft oftar en einu sinni. Öryggisbíllinn kom út þegar aðeins sjö hringir voru eftir af 72. Verstappen kom að lokum fyrstur í mark við erfiðar aðstæður, tæpur þremur sekúndum á undan Fernando Alonso og sjö sekúndum á undan Pierre Gasly sem komst á verðlaunapall í fjórða sinn á ferlinum en þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem Alpine áttu ökumann á palli. Verstappen er eftir keppni dagsins með 339 stig í keppni ökumanna og samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, kemur næstur með 201. Í þriðja sæti er svo Fernando Alonso með 168 stig og Lewis Hamilton er með 156 í fjórða sæti. Í keppni bílasmiða er Red Bull með afgerandi forskot og hafa rakað saman 540 stigum alls en Mercedes koma næstir með 255 stig. Fræga fólkið lætur sig ekki vanta á Formúlu 1 keppnirnar. Steve Carell var meðal gesta í dag.Vísir/Getty
Akstursíþróttir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira