Gerði 30 þúsund armbeygjur og hnébeygjur í júlí Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2023 20:04 Kristgeir Kristinsson, armbeygju- og hnébeygju kóngur, sem býr á Hellissandi og kennir m.a. Crossfit á Rifi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristgeir Kristinsson á Hellissandi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að gera armbeygjur og hnébeygjur því hann gerði þrjátíu þúsund slíkar í síðasta mánuði. Á Rifi í Snæfellsbæ er glæsileg Crossfit stöð, sem Kristfríður Rós Stefánsdóttir og maður hennar Jón Steinar Ólafsson reka af miklum myndarskap. Starfsemin gengur vel og alltaf fullt af fólki frá Ólafsvík, Rifi og Hellissandi að æfa sig undir leiðsögn kennara. Einn af þeim er Kristgeir Kristinsson, 45 ára, sem á heima á Hellissandi en hann er sennilega armbeygju- og hnébeygju kóngur Íslands miðað við það sem hann gerði allan júlímánuð. „Þá tók ég 500 armbeygjur á dag og það voru einhverjar 15 þúsund armbeygjur og svo tók ég hnébeygjur líka, 15 þúsund í júlí,“ segir Kristgeir. En af hverju er hann að þessu? „Mig langaði bara að setja áskorun á mig og gerði samning við mig um að klára þetta og þegar samningurinn var kominn þá var ekki hægt að bakka út úr því. Ég ætlaði að gera þetta og ég gerði þetta,“ segir hann stoltur og ánægður með að hafa náð markmiði sínu. Kristgeir gerði 500 armbeygjur á hverjum degi í júlí og 500 hnébeygjur líka. Ótrúlegt en dagsatt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristgeir tók 50 armbeygjur í einni beit nokkrum sinnum á dag og eins með hnébeygjurnar og endaði svo alltaf daginn á að vera búin að gera 500 af báðu. En hver er tæknin við að gera armbeygjur almennilega? „Fyrir mér er þetta bara að vera spenntur, taka hérna og snúa hérna, læsa, spenna rasskinnar og svo bara dúa upp og niður. Það sem hentar mér hentar kannski ekkert endilega þér,“ segir Kristgeir og bætir við. „Aðal markmiðið mitt er að vera vel settur með barnabörnum og barnabarnabörnum þegar að því kemur og börnum mínum og geta gert það sem þau eru að gera. Ég hvet fólk allan daginn að gera svona æfingar eða einhverja allt aðrar æfingar, númer 1, 2 og 3 er að hreyfa sig“, segir Kristgeir. Snæfellsbær CrossFit Heilsa Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjá meira
Á Rifi í Snæfellsbæ er glæsileg Crossfit stöð, sem Kristfríður Rós Stefánsdóttir og maður hennar Jón Steinar Ólafsson reka af miklum myndarskap. Starfsemin gengur vel og alltaf fullt af fólki frá Ólafsvík, Rifi og Hellissandi að æfa sig undir leiðsögn kennara. Einn af þeim er Kristgeir Kristinsson, 45 ára, sem á heima á Hellissandi en hann er sennilega armbeygju- og hnébeygju kóngur Íslands miðað við það sem hann gerði allan júlímánuð. „Þá tók ég 500 armbeygjur á dag og það voru einhverjar 15 þúsund armbeygjur og svo tók ég hnébeygjur líka, 15 þúsund í júlí,“ segir Kristgeir. En af hverju er hann að þessu? „Mig langaði bara að setja áskorun á mig og gerði samning við mig um að klára þetta og þegar samningurinn var kominn þá var ekki hægt að bakka út úr því. Ég ætlaði að gera þetta og ég gerði þetta,“ segir hann stoltur og ánægður með að hafa náð markmiði sínu. Kristgeir gerði 500 armbeygjur á hverjum degi í júlí og 500 hnébeygjur líka. Ótrúlegt en dagsatt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristgeir tók 50 armbeygjur í einni beit nokkrum sinnum á dag og eins með hnébeygjurnar og endaði svo alltaf daginn á að vera búin að gera 500 af báðu. En hver er tæknin við að gera armbeygjur almennilega? „Fyrir mér er þetta bara að vera spenntur, taka hérna og snúa hérna, læsa, spenna rasskinnar og svo bara dúa upp og niður. Það sem hentar mér hentar kannski ekkert endilega þér,“ segir Kristgeir og bætir við. „Aðal markmiðið mitt er að vera vel settur með barnabörnum og barnabarnabörnum þegar að því kemur og börnum mínum og geta gert það sem þau eru að gera. Ég hvet fólk allan daginn að gera svona æfingar eða einhverja allt aðrar æfingar, númer 1, 2 og 3 er að hreyfa sig“, segir Kristgeir.
Snæfellsbær CrossFit Heilsa Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjá meira