Alonso segir fólk vanmeta afrek Verstappens Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2023 09:00 Fernando Alonso segir afrek Verstappen vanmetin. Mario Renzi - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen jafnaði í gær met Þjóðverjans Sebastians Vettel er hann vann sinn níunda kappakstur í röð í Formúlu 1 í gær. Hinn margreyndi Fernando Alonso segir fólk vanmeta afrek og yfirburði Hollendingsins undanfarna mánuði. Alonso kom annar í mark í hollenska kappakstrinum á Zandvoort-brautinni í gær, um 3,7 sekúndum á eftir Verstappen eftir kaótíska keppni þar sem rigningaskúrir settu sinn svip á daginn. Eins og áður segir jafnaði Verstappen með sigrinum met Sebastians Vettel og hefur nú unnið níu Formuúlu 1 keppnir í röð. Að kappakstrinum loknum var Alonso spurður út í það hvort Hollendingurinn væri heilum flokk ofar en aðrir ökumenn, eða hvort Alonso sjálfur eða Lewis Hamilton gætu veitt honum samkeppni. „Það sem Max er að afreka er stundum vanmetið. Það að vinna með svona miklum yfirburðum í hvaða íþrótt sem er er mjög flókið,“ sagði Alonso. „Að keyra á sama „leveli“ og hann er eitthvað sem ég trúi að ég geti gert. Við ökumenn höfum yfirleitt mikla trú á okkur sjálfum. Ég veit ekki með Lewis, en ég trúi að ég geti það. Og Lewis líka,“ bætti Spánverjinn við. „Þú þarft að koma inn í keppnina og líða eins og þú sért tengdur bílnum. Í dag leið mér eins og ég væri að keyra eins vel og mögulegt var og ég væri að gefa mig allan í þetta. En í keppnunum á Spa eða í Austurríki var ég kannski ekki á sama stað.“ „Þannig að þér líður alltaf eins og þú getir gert eitthvað betur og þú ert ekki alltaf hundrað prósent ánægður með þig eins og ég er núna í dag. Ég held að Max sé að ná þessum hundrað prósentum mun oftar en við í augnablikinu og það er þess vegna sem hann hefur svona mikla yfirburði.“ Akstursíþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Alonso kom annar í mark í hollenska kappakstrinum á Zandvoort-brautinni í gær, um 3,7 sekúndum á eftir Verstappen eftir kaótíska keppni þar sem rigningaskúrir settu sinn svip á daginn. Eins og áður segir jafnaði Verstappen með sigrinum met Sebastians Vettel og hefur nú unnið níu Formuúlu 1 keppnir í röð. Að kappakstrinum loknum var Alonso spurður út í það hvort Hollendingurinn væri heilum flokk ofar en aðrir ökumenn, eða hvort Alonso sjálfur eða Lewis Hamilton gætu veitt honum samkeppni. „Það sem Max er að afreka er stundum vanmetið. Það að vinna með svona miklum yfirburðum í hvaða íþrótt sem er er mjög flókið,“ sagði Alonso. „Að keyra á sama „leveli“ og hann er eitthvað sem ég trúi að ég geti gert. Við ökumenn höfum yfirleitt mikla trú á okkur sjálfum. Ég veit ekki með Lewis, en ég trúi að ég geti það. Og Lewis líka,“ bætti Spánverjinn við. „Þú þarft að koma inn í keppnina og líða eins og þú sért tengdur bílnum. Í dag leið mér eins og ég væri að keyra eins vel og mögulegt var og ég væri að gefa mig allan í þetta. En í keppnunum á Spa eða í Austurríki var ég kannski ekki á sama stað.“ „Þannig að þér líður alltaf eins og þú getir gert eitthvað betur og þú ert ekki alltaf hundrað prósent ánægður með þig eins og ég er núna í dag. Ég held að Max sé að ná þessum hundrað prósentum mun oftar en við í augnablikinu og það er þess vegna sem hann hefur svona mikla yfirburði.“
Akstursíþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira