Töfrandi listakona, dauð gaupa og undarlegt samband systra, meðal mynda á RIFF Íris Hauksdóttir skrifar 28. ágúst 2023 17:19 Dagskráin á Kvikmyndahátíðinni RIFF er fjölbreytt í ár. Kvikmyndahátíðin Reykjavík film festival, eða RIFF, verður haldin í tuttugasta skiptið í ár og fer fram dagana 28. september til 8. október. Hátíðin hefur fyrir löngu skipað sér sess sem ein eftirsóttasta kvikmyndahátíð Norðurlanda og því spennandi að sjá úrvalið í ár. Það er óhætt að segja fjölbreytt úrval prýði listann yfir þær heimildarmyndir sem verða til sýninga á hátíðinni en samkvæmt Ragnari Jóni Hrólfssyni upplýsingafulltrúa RIFF ættu áhugamenn ekki að láta hátíðina framhjá sér fara. „Myndirnar endurspegla það besta í heimildarmyndagerð víðsvegar um heiminn. Meginhlutverk RIFF er að tryggja víðtækt úrval af hágæða, óháðri kvikmyndaframleiðslu með áherslu á unga kvikmyndagerðarmenn. Að mínu mati tekst það vel til eins og undanfarin ár.“ Margverðlaunaðar heimildarmyndir Spurður hvaða myndir séu í persónulegu uppáhaldi nefnir Ragnar Jón heimildarmyndina Apolonia, Apolonia, eftir dönsku kvikmyndagerðarkonuna Lea Glob. „Þessi mynd hlaut aðalverðlaunin á heimildarmyndahátíðinni IDFA sem eru ein virtustu verðlaun sem heimildarmyndir geta hlotið. Myndin hefur hlotið fjöldamörg önnur verðlaun og verið lofuð af gagnrýnendum. Hún segir töfrandi sögu listakonunnar Apolonia Sokol sem fótar sig í heimi nútímalista.“ Hér má sjá stiklu úr myndinni. „Þá hlaut kvikmyndin And the King Said, What a Fantastic Machine, sérstök dómnefndar verðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni,“ segir Ragnar Jón og heldur áfram. „Í henni snúa kvikmyndagerðarmennirnir Axel Danielson og Maximilien Van Aertryck myndavélum sínum að samfélaginu til þess að athuga kvikmyndaþráhyggju mannsins og þau áhrif sem kvikmyndir hafa haft á okkur í gegnum tíðina.“ Stiklu úr myndinni má sjá hér. Einnig nefnir Ragnar Jón myndina The Gullspång Miracle eftir Mariu Fredriksson. „Hún hlaut verðlaun á Tribeca kvikmyndahátíðinni en hún tekst á við undarlegt samband tveggja systra við konu með sem líkist systur þeirra sem lést þrjátíu árum áður.“ Hér má sjá stiklu. Ragnar Jón minnist líka á myndina Lynx Man eða Gaupumaðurinn sem segir frá Hannu sem býr einn á bóndabæ í Vestur-Finnlandi. „Þegar Hannu finnur dauða gaupu við vegkantinn áttar hann sig á því að villikötturinn, sem var talinn nánast útdauður, er snúinn aftur. Fullur af endurnýjuðum lífskrafti setur Hannu upp myndavélar um allt svæðið og byrjar að kynnast gaupunum persónulega.“ Sjá stiklu. Að lokum nefnir Ragnar Jón myndina The Castle en hann ítrekar að listinn sé alls ekki tæmandi og að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Eftir að hafa starfað sem ráðskona allt sitt líf, erfir Justina höfðingjasetur í miðju argentínsku gresjunnar frá fyrrverandi vinnuveitanda sínum. Það er aðeins eitt skilyrði: hún má aldrei yfirgefa húsið. Í þessu nútímaævintýri standa Justina og dóttir hennar frammi fyrir þeirri áskorun að halda það loforð.“ Stiklu úr myndinni má sjá hér. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér fjölbreytta dagskrá RIFF hér. RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Það er óhætt að segja fjölbreytt úrval prýði listann yfir þær heimildarmyndir sem verða til sýninga á hátíðinni en samkvæmt Ragnari Jóni Hrólfssyni upplýsingafulltrúa RIFF ættu áhugamenn ekki að láta hátíðina framhjá sér fara. „Myndirnar endurspegla það besta í heimildarmyndagerð víðsvegar um heiminn. Meginhlutverk RIFF er að tryggja víðtækt úrval af hágæða, óháðri kvikmyndaframleiðslu með áherslu á unga kvikmyndagerðarmenn. Að mínu mati tekst það vel til eins og undanfarin ár.“ Margverðlaunaðar heimildarmyndir Spurður hvaða myndir séu í persónulegu uppáhaldi nefnir Ragnar Jón heimildarmyndina Apolonia, Apolonia, eftir dönsku kvikmyndagerðarkonuna Lea Glob. „Þessi mynd hlaut aðalverðlaunin á heimildarmyndahátíðinni IDFA sem eru ein virtustu verðlaun sem heimildarmyndir geta hlotið. Myndin hefur hlotið fjöldamörg önnur verðlaun og verið lofuð af gagnrýnendum. Hún segir töfrandi sögu listakonunnar Apolonia Sokol sem fótar sig í heimi nútímalista.“ Hér má sjá stiklu úr myndinni. „Þá hlaut kvikmyndin And the King Said, What a Fantastic Machine, sérstök dómnefndar verðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni,“ segir Ragnar Jón og heldur áfram. „Í henni snúa kvikmyndagerðarmennirnir Axel Danielson og Maximilien Van Aertryck myndavélum sínum að samfélaginu til þess að athuga kvikmyndaþráhyggju mannsins og þau áhrif sem kvikmyndir hafa haft á okkur í gegnum tíðina.“ Stiklu úr myndinni má sjá hér. Einnig nefnir Ragnar Jón myndina The Gullspång Miracle eftir Mariu Fredriksson. „Hún hlaut verðlaun á Tribeca kvikmyndahátíðinni en hún tekst á við undarlegt samband tveggja systra við konu með sem líkist systur þeirra sem lést þrjátíu árum áður.“ Hér má sjá stiklu. Ragnar Jón minnist líka á myndina Lynx Man eða Gaupumaðurinn sem segir frá Hannu sem býr einn á bóndabæ í Vestur-Finnlandi. „Þegar Hannu finnur dauða gaupu við vegkantinn áttar hann sig á því að villikötturinn, sem var talinn nánast útdauður, er snúinn aftur. Fullur af endurnýjuðum lífskrafti setur Hannu upp myndavélar um allt svæðið og byrjar að kynnast gaupunum persónulega.“ Sjá stiklu. Að lokum nefnir Ragnar Jón myndina The Castle en hann ítrekar að listinn sé alls ekki tæmandi og að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Eftir að hafa starfað sem ráðskona allt sitt líf, erfir Justina höfðingjasetur í miðju argentínsku gresjunnar frá fyrrverandi vinnuveitanda sínum. Það er aðeins eitt skilyrði: hún má aldrei yfirgefa húsið. Í þessu nútímaævintýri standa Justina og dóttir hennar frammi fyrir þeirri áskorun að halda það loforð.“ Stiklu úr myndinni má sjá hér. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér fjölbreytta dagskrá RIFF hér.
RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira