Gylfi Þór orðinn leikmaður Lyngby Aron Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2023 14:19 Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í atvinnumennskuna Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Lyngby og skrifar hann undir eins árs samning við félagið. Frá þessu greinir Lyngby í færslu á samfélagsmiðlum. Marka þessi skref Gylfa endurkomu hans í knattspyrnu á atvinnumannastigi. Það var í gær sem danskir miðlar fullyrtu að Gylfi Þór myndi skrifa undir samning við Lyngby í dag að lokinni læknisskoðun hjá félaginu en leikmaðurinn hefur undanfarið æft í Danmörku og hefur þar verið undir smásjá þjálfarateymis félagsins sem vildi sjá hver staðan á Gylfa væri. Læs meget mere her: https://t.co/2YWjXUTP0T— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 31, 2023 Gylfi hefur verið án félags síðan samningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Lyngby er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir sex leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Nordsjælland á sunnudaginn og verður fróðlegt að sjá hvort Gylfi Þór verði í leikmannahópi liðsins þá. Hjá Lyngby hittir Gylfi Þór fyrir Frey Alexandersson sem er þjálfari liðsins og þá eru íslensku leikmennirnir Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Finnson og Andri Lucas Guðjohnsen nú þegar á mála hjá Lyngby. Gylfi Þór er einn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi og á, meðal annars, að baki feril sem spannar 318 leiki í ensku úrvalsdeildinni þar sem að hann skoraði 67 mörk og gaf 50 stoðsendingar með liðum á borð við Tottenham, Everton og Swansea City. Gylfi Þór í leik með Everton á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinniVísir/Getty Þá hefur Gylfi Þór einnig leikið 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, skorað í þeim 26 mörk og verið hluti af gullaldarliðinu sem komst á tvo stórmót, EM 2016 og HM 2018. Núverandi landsliðsþjálfari Íslands, Norðamaðurinn Age Hareide, hefur áður lýst yfir áhuga sínum á því að fá Gylfa Þór aftur inn í íslenska landsliðið myndi það fara svo að hann hæfi feril sinn á nýjan leik. Nú þegar staðfest hefur verið að það sé raunin verður áhugavert að sjá hvort Gylfi Þór gefi aftur kost á sér í íslenska landsliðið. Danski boltinn Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjá meira
Það var í gær sem danskir miðlar fullyrtu að Gylfi Þór myndi skrifa undir samning við Lyngby í dag að lokinni læknisskoðun hjá félaginu en leikmaðurinn hefur undanfarið æft í Danmörku og hefur þar verið undir smásjá þjálfarateymis félagsins sem vildi sjá hver staðan á Gylfa væri. Læs meget mere her: https://t.co/2YWjXUTP0T— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 31, 2023 Gylfi hefur verið án félags síðan samningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Lyngby er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir sex leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Nordsjælland á sunnudaginn og verður fróðlegt að sjá hvort Gylfi Þór verði í leikmannahópi liðsins þá. Hjá Lyngby hittir Gylfi Þór fyrir Frey Alexandersson sem er þjálfari liðsins og þá eru íslensku leikmennirnir Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Finnson og Andri Lucas Guðjohnsen nú þegar á mála hjá Lyngby. Gylfi Þór er einn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi og á, meðal annars, að baki feril sem spannar 318 leiki í ensku úrvalsdeildinni þar sem að hann skoraði 67 mörk og gaf 50 stoðsendingar með liðum á borð við Tottenham, Everton og Swansea City. Gylfi Þór í leik með Everton á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinniVísir/Getty Þá hefur Gylfi Þór einnig leikið 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, skorað í þeim 26 mörk og verið hluti af gullaldarliðinu sem komst á tvo stórmót, EM 2016 og HM 2018. Núverandi landsliðsþjálfari Íslands, Norðamaðurinn Age Hareide, hefur áður lýst yfir áhuga sínum á því að fá Gylfa Þór aftur inn í íslenska landsliðið myndi það fara svo að hann hæfi feril sinn á nýjan leik. Nú þegar staðfest hefur verið að það sé raunin verður áhugavert að sjá hvort Gylfi Þór gefi aftur kost á sér í íslenska landsliðið.
Danski boltinn Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjá meira