Hugmyndir að hollu nesti Íris Hauksdóttir skrifar 30. ágúst 2023 13:20 Fjórar frábærar uppskriftir af hollu og gómsætum grautum. aðsend Anna Eiríksdóttir deildarstjóri hjá Hreyfingu er sannkallaður viskubrunnur þegar kemur að hollu matarræði. Það var því auðsótt að leita ráða hjá henni þegar kemur að hollu nesti nú þegar skólarnir hafa hafið göngu sína á ný. Samhliða því að starfa hjá Hreyfingu er Anna eigandi vefsins annaeiriks.is þar sem hún býður upp á fjarþjálfun og deilir heilsusamlegum uppskriftum. „Þetta eru algjörlega mínar go to uppskriftir þegar kemur að hollu og góðu nesti til að taka með sér í vinnuna eða skólann. Bæði taka þær stuttan tíma að undirbúa og svo er hægt að útbúa þær kvöldinu áður. Svo skemmir auðvitað ekki fyrir að þær eru dásamlega góðar.“ Anna mælir með að gera þennan graut kvöldinu áður.aðsend Kanilgrautur Æðislegur næturgrautur með kanil sem gott er að gera um kvöld og gæða sér svo á daginn eftir sem morgunverð eða nesti í vinnuna eða skólann. Einfaldur, hollur og góður grautur sem þið verðið að prófa. 1 dl haframjöl frá Muna 2 dl möndlumjólk 1 msk chiafræ 1/2 bolli grísk jógúrt með vanillu (ég notaði frá Biobu) 1 tsk kanill frá Muna Öllu hrært saman og sett í lokað ílát og geymt í ísskáp yfir nótt eða lágmark tvær klukkustundir. Anna segir alla snickersaðdáendur verða að prófa þessa uppskrift.aðsend Snickersgrautur Ef þið elskið Snickers en viljið eitthvað hollt og gott, þá eigið þið eftir að elska þennan kalda graut. Hann er góður í morgunmat, hádegismat eða sem gott millimál. Þið verðið að prófa. 1 dl haframjöl frá Muna Vanilluprótein frá Now 1 dl möndlumjólk Smá skvetta Agave síróp Krem 1 dl grísk jógúrt 1 msk hnetusmjör Súkkulaðiskel 2 renndur dökkt súkkulaði brætt 1/3 tsk. kókosolía Haframjöl, vanilluprótein, möndlumjólk og Agave síróp hrært saman og hellt í litla skál. Grísk jógúrt og hnetusmjör hrært saman og hellt ofan á hafrablönduna og sett í ísskáp í 2 klst. Súkkulaðið brætt og hrært saman við dreitil af kókosolíu og hellt yfir grautinn og hann settur aftur í ísskáp og kældur þar til súkkulaðið hefur harðnað. Gott er að setja nokkrar kasjúhnetur á toppinn áður en þið gæðið ykkur á grautnum. Hollur hindberjagrautur fullkominn morgunverður.aðsend Hindberjagrautur Dásamlegur hindberjagrautur sem algjör snilld er að útbúa kvöldinu áður en maður gæðir sér á honum. Best er að nota fersk hindber en einnig hægt að nota frosin. Þessi holli grautur er æðislegur sem morgunverður eða jafnvel sem nesti. Öllum mínum fjölskyldumeðlimum þykir hann mjög góður og ég hvet ykkur svo sannarlega til að prófa. 1 dl hafrar frá Muna 1 dl möndlumjólk 2 kúfaðar msk grísk jógúrt (ég notaði með vanillu og kókos frá Örnu) Smá skvetta Agave síróp Fersk hindber Hellið öllu nema hindberjunum í skál og hrærið vel saman. Setjið nokkur hindber út í grautinn og stappið þeim saman við, hellið restinni ofan á grautinn og geymið lágmark tvær klukkustundir í ísskáp. Einfaldur, hollur, fljótlegur og góður grautur.aðsend Kaldur bláberjagrautur Þessi grautur er dásamlegur. Einfaldur, hollur, fljótlegur og góður. Ég geri hann annað hvort um kvöldið og gæði mér á daginn eftir eða skelli í hann um morguninn og tek með mér sem nesti í vinnuna og fæ mér hann þá í hádeginu. Krökkunum finnst hann æðislegur og ef ég er með Brunch þá þrefalda ég uppskriftina og helli í sex litlar skálar. 1 dl hafrar frá Muna 1 dl möndlumjólk eða önnur plöntumjólk 2 kúfaðar msk grísk jógúrt (ég notaði með vanillu og kókos frá Örnu) 1 tsk vanilludropar 1 msk Agave síróp frá Muna 1 dl fersk bláber Hellið öllum hráefnunum nema bláberjunum í skál og hrærið vel saman. Bætið helmingnum af bláberjunum við og blandið saman við grautinn. Hellið honum í ílát sem hægt er að loka, setjið restina af bláberjunum á toppinn og geymið í ísskáp yfir nótt eða lágmark tvær klukkustundir. Áhugasamir geta fylgst með Önnu á Instagram hér. Matur Uppskriftir Heilsa Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Fleiri fréttir Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Sjá meira
Samhliða því að starfa hjá Hreyfingu er Anna eigandi vefsins annaeiriks.is þar sem hún býður upp á fjarþjálfun og deilir heilsusamlegum uppskriftum. „Þetta eru algjörlega mínar go to uppskriftir þegar kemur að hollu og góðu nesti til að taka með sér í vinnuna eða skólann. Bæði taka þær stuttan tíma að undirbúa og svo er hægt að útbúa þær kvöldinu áður. Svo skemmir auðvitað ekki fyrir að þær eru dásamlega góðar.“ Anna mælir með að gera þennan graut kvöldinu áður.aðsend Kanilgrautur Æðislegur næturgrautur með kanil sem gott er að gera um kvöld og gæða sér svo á daginn eftir sem morgunverð eða nesti í vinnuna eða skólann. Einfaldur, hollur og góður grautur sem þið verðið að prófa. 1 dl haframjöl frá Muna 2 dl möndlumjólk 1 msk chiafræ 1/2 bolli grísk jógúrt með vanillu (ég notaði frá Biobu) 1 tsk kanill frá Muna Öllu hrært saman og sett í lokað ílát og geymt í ísskáp yfir nótt eða lágmark tvær klukkustundir. Anna segir alla snickersaðdáendur verða að prófa þessa uppskrift.aðsend Snickersgrautur Ef þið elskið Snickers en viljið eitthvað hollt og gott, þá eigið þið eftir að elska þennan kalda graut. Hann er góður í morgunmat, hádegismat eða sem gott millimál. Þið verðið að prófa. 1 dl haframjöl frá Muna Vanilluprótein frá Now 1 dl möndlumjólk Smá skvetta Agave síróp Krem 1 dl grísk jógúrt 1 msk hnetusmjör Súkkulaðiskel 2 renndur dökkt súkkulaði brætt 1/3 tsk. kókosolía Haframjöl, vanilluprótein, möndlumjólk og Agave síróp hrært saman og hellt í litla skál. Grísk jógúrt og hnetusmjör hrært saman og hellt ofan á hafrablönduna og sett í ísskáp í 2 klst. Súkkulaðið brætt og hrært saman við dreitil af kókosolíu og hellt yfir grautinn og hann settur aftur í ísskáp og kældur þar til súkkulaðið hefur harðnað. Gott er að setja nokkrar kasjúhnetur á toppinn áður en þið gæðið ykkur á grautnum. Hollur hindberjagrautur fullkominn morgunverður.aðsend Hindberjagrautur Dásamlegur hindberjagrautur sem algjör snilld er að útbúa kvöldinu áður en maður gæðir sér á honum. Best er að nota fersk hindber en einnig hægt að nota frosin. Þessi holli grautur er æðislegur sem morgunverður eða jafnvel sem nesti. Öllum mínum fjölskyldumeðlimum þykir hann mjög góður og ég hvet ykkur svo sannarlega til að prófa. 1 dl hafrar frá Muna 1 dl möndlumjólk 2 kúfaðar msk grísk jógúrt (ég notaði með vanillu og kókos frá Örnu) Smá skvetta Agave síróp Fersk hindber Hellið öllu nema hindberjunum í skál og hrærið vel saman. Setjið nokkur hindber út í grautinn og stappið þeim saman við, hellið restinni ofan á grautinn og geymið lágmark tvær klukkustundir í ísskáp. Einfaldur, hollur, fljótlegur og góður grautur.aðsend Kaldur bláberjagrautur Þessi grautur er dásamlegur. Einfaldur, hollur, fljótlegur og góður. Ég geri hann annað hvort um kvöldið og gæði mér á daginn eftir eða skelli í hann um morguninn og tek með mér sem nesti í vinnuna og fæ mér hann þá í hádeginu. Krökkunum finnst hann æðislegur og ef ég er með Brunch þá þrefalda ég uppskriftina og helli í sex litlar skálar. 1 dl hafrar frá Muna 1 dl möndlumjólk eða önnur plöntumjólk 2 kúfaðar msk grísk jógúrt (ég notaði með vanillu og kókos frá Örnu) 1 tsk vanilludropar 1 msk Agave síróp frá Muna 1 dl fersk bláber Hellið öllum hráefnunum nema bláberjunum í skál og hrærið vel saman. Bætið helmingnum af bláberjunum við og blandið saman við grautinn. Hellið honum í ílát sem hægt er að loka, setjið restina af bláberjunum á toppinn og geymið í ísskáp yfir nótt eða lágmark tvær klukkustundir. Áhugasamir geta fylgst með Önnu á Instagram hér.
Matur Uppskriftir Heilsa Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Fleiri fréttir Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Sjá meira