Fangar í hungurverkfalli hætt komnir: „Mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. september 2023 19:31 Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir tilfellum þar sem fangar fara í hungurverkfall hafa fjölgað undanfarin ár, auk þess sem tilfellin séu nú alvarlegri. Í sumum tilfellum hafa fangar verið hætt komnir vegna alvarlegs næringarskorts. Vísir/Sigurjón/Vilhelm Hungurverkföllum fanga hér á landi hefur fjölgað undanfarin ár. Fangelsismálastjóri segir tilfellin nú alvarlegri og sláandi en dæmi eru um að menn hafi orðið mjög alvarlega veikir vegna næringarskorts. Hungurverkföll í fangelsum landsins hafa hingað til ekki verið algeng. Að sögn fangelsismálastjóra hafa komið upp eitt og eitt mál á margra ára fresti en fæst þeirra hafa varað lengi. „Þróunin hefur hinsvegar verið sú síðustu ár að þetta eru alvarlegri mál,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. „Þetta eru um það bil tvö tilvik á ári þar sem einstaklingar eru jafnvel mjög langt leiddir og eru alvarlega veikir vegna næringarskorts.“ Sláandi og erfið tilfelli Síðast fór fangi í hungurverkfall fyrr á þessu ári. Að meðaltali hafa komið upp tvö mál á ári síðustu fjögur ár Páll segir sum tilfellanna hafa verið sláandi og erfið viðureignar. „Það er einfaldlega þannig að menn missa mátt, verða þreyttir og að lokum verður meðvitund skert. Það er auðvitað átakanlegt að horfa upp á það án þess að geta brugðist við. En blessunarlega hefur þetta hingað til ekki endað með andláti og vonumst til að það haldi áfram þannig. Þetta er mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma.“ Ekki um einsleitan hóp fólks að ræða Fangaverðir og fangelsismálastofnun hafa ekki heimildir til að neyða fólk til að neyta matar eða drykkjar, sé það metið andlega heilbrigt. Páll segir mjög stíft eftirlit með föngum við slíkar aðstæður. Síðast fór fangi á Hólmsheiði í hungurverkfall fyrr á þessu ári. Vísir/Vilhelm „Við höfum samband við lækna og heilbrigðisstarfsfólk sem vinna ekki hjá okkur en þau sinna þessum málum þegar þau koma upp. Okkar verkefni er að hlúa að viðkomandi og tryggja að fyllsta öryggis sé gætt. Við vitum eftir að hafa ráðfært okkur við ýmsa aðila, hvað við megum og megum ekki.“ En hvort heilbrigðisyfirvöld eiga að fá frekari heimildir til að neyða fólk til að neita matar eða drykkjar, það er kannski ekki mitt að hafa skoðun á því. Samkvæmt heimildum fréttastofu er í sumum tilfellum um að ræða hælisleitendur að mótmæla brottvísun með þessum hætti. Páll segir fanga sem gripið hafa til hungurverkfalla undanfarin ár af ýmsum þjóðernum. Íslendingar séu þar á meðal. Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Hungurverkföll í fangelsum landsins hafa hingað til ekki verið algeng. Að sögn fangelsismálastjóra hafa komið upp eitt og eitt mál á margra ára fresti en fæst þeirra hafa varað lengi. „Þróunin hefur hinsvegar verið sú síðustu ár að þetta eru alvarlegri mál,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. „Þetta eru um það bil tvö tilvik á ári þar sem einstaklingar eru jafnvel mjög langt leiddir og eru alvarlega veikir vegna næringarskorts.“ Sláandi og erfið tilfelli Síðast fór fangi í hungurverkfall fyrr á þessu ári. Að meðaltali hafa komið upp tvö mál á ári síðustu fjögur ár Páll segir sum tilfellanna hafa verið sláandi og erfið viðureignar. „Það er einfaldlega þannig að menn missa mátt, verða þreyttir og að lokum verður meðvitund skert. Það er auðvitað átakanlegt að horfa upp á það án þess að geta brugðist við. En blessunarlega hefur þetta hingað til ekki endað með andláti og vonumst til að það haldi áfram þannig. Þetta er mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma.“ Ekki um einsleitan hóp fólks að ræða Fangaverðir og fangelsismálastofnun hafa ekki heimildir til að neyða fólk til að neyta matar eða drykkjar, sé það metið andlega heilbrigt. Páll segir mjög stíft eftirlit með föngum við slíkar aðstæður. Síðast fór fangi á Hólmsheiði í hungurverkfall fyrr á þessu ári. Vísir/Vilhelm „Við höfum samband við lækna og heilbrigðisstarfsfólk sem vinna ekki hjá okkur en þau sinna þessum málum þegar þau koma upp. Okkar verkefni er að hlúa að viðkomandi og tryggja að fyllsta öryggis sé gætt. Við vitum eftir að hafa ráðfært okkur við ýmsa aðila, hvað við megum og megum ekki.“ En hvort heilbrigðisyfirvöld eiga að fá frekari heimildir til að neyða fólk til að neita matar eða drykkjar, það er kannski ekki mitt að hafa skoðun á því. Samkvæmt heimildum fréttastofu er í sumum tilfellum um að ræða hælisleitendur að mótmæla brottvísun með þessum hætti. Páll segir fanga sem gripið hafa til hungurverkfalla undanfarin ár af ýmsum þjóðernum. Íslendingar séu þar á meðal.
Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira