Hinn grunaði á Selfossi laus úr gæsluvarðhaldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2023 20:22 Lögregla hefur borið fyrir sig að brýnir rannsóknarhagsmunir hafi verið í húfi. Vísir Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í lok apríl er laus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið dæmdur í farbann til 1. desember næstkomandi. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Maðurinn neitar sök í málinu og segir konuna hafa látist úr ofneyslu fíkniefna en rannsókn málsins stendur enn yfir. „Það er búið að sleppa honum og þó fyrr hefði verið,“ segir Vilhjálmur. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í átján vikur en lög kveða á um að ekki megi halda manni í slíku haldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. „Ég er ánægður með það að lögreglustjórinn á Suðurlandi hafi fyrir rest áttað sig á því að það var ekki lagaskilyrði fyrir því að halda umbjóðenda mínum lengur.“ Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi, sem send var á fjölmiðla að morgni fimmtudagsins 31. ágúst, segir að lögreglustjóri hafi gert kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að karlmaðurinn yrði úrskurðaður í farbann í stað frekara gæsluvarðhalds. Byggði sú ákvörðun á því mati lögreglu að ekki stæði lengur skilyrði til gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Tilkynning in frá lögreglunni á Suðurlandi: Karlmaður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi látinn laus en sætir farbanni Lögreglan á Suðurlandi hefur frá 27. apríl sl. haft til rannsóknar andlát ungrar konu sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi þann dag. Karlmaður sem handtekinn var á vettvangi var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald, sem hefur verið framlengt endurtekið síðan, nú síðast með úrskurði sem gilti til 31. ágúst. Karlmaðurinn er grunaður um að hafa orðið valdur að bana konunnar, en rannsóknin hefur verið mjög umfangsmikil. Í gær gerði lögreglustjóri kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að karlmaðurinn yrði úrskurðaður í farbann í stað frekara gæsluvarðhalds. Sú ákvörðun byggir á því mati lögreglu að ekki standi lengur skilyrði til gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Héraðsdómur Suðurlands féllst í gærkvöldi á kröfu lögreglustjóra og úrskurðaði karlmanninn í farbann til 1. desember nk. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 10, 31. ágúst 2023. Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Maðurinn neitar sök í málinu og segir konuna hafa látist úr ofneyslu fíkniefna en rannsókn málsins stendur enn yfir. „Það er búið að sleppa honum og þó fyrr hefði verið,“ segir Vilhjálmur. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í átján vikur en lög kveða á um að ekki megi halda manni í slíku haldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. „Ég er ánægður með það að lögreglustjórinn á Suðurlandi hafi fyrir rest áttað sig á því að það var ekki lagaskilyrði fyrir því að halda umbjóðenda mínum lengur.“ Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi, sem send var á fjölmiðla að morgni fimmtudagsins 31. ágúst, segir að lögreglustjóri hafi gert kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að karlmaðurinn yrði úrskurðaður í farbann í stað frekara gæsluvarðhalds. Byggði sú ákvörðun á því mati lögreglu að ekki stæði lengur skilyrði til gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Tilkynning in frá lögreglunni á Suðurlandi: Karlmaður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi látinn laus en sætir farbanni Lögreglan á Suðurlandi hefur frá 27. apríl sl. haft til rannsóknar andlát ungrar konu sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi þann dag. Karlmaður sem handtekinn var á vettvangi var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald, sem hefur verið framlengt endurtekið síðan, nú síðast með úrskurði sem gilti til 31. ágúst. Karlmaðurinn er grunaður um að hafa orðið valdur að bana konunnar, en rannsóknin hefur verið mjög umfangsmikil. Í gær gerði lögreglustjóri kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að karlmaðurinn yrði úrskurðaður í farbann í stað frekara gæsluvarðhalds. Sú ákvörðun byggir á því mati lögreglu að ekki standi lengur skilyrði til gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Héraðsdómur Suðurlands féllst í gærkvöldi á kröfu lögreglustjóra og úrskurðaði karlmanninn í farbann til 1. desember nk. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 10, 31. ágúst 2023.
Tilkynning in frá lögreglunni á Suðurlandi: Karlmaður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi látinn laus en sætir farbanni Lögreglan á Suðurlandi hefur frá 27. apríl sl. haft til rannsóknar andlát ungrar konu sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi þann dag. Karlmaður sem handtekinn var á vettvangi var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald, sem hefur verið framlengt endurtekið síðan, nú síðast með úrskurði sem gilti til 31. ágúst. Karlmaðurinn er grunaður um að hafa orðið valdur að bana konunnar, en rannsóknin hefur verið mjög umfangsmikil. Í gær gerði lögreglustjóri kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að karlmaðurinn yrði úrskurðaður í farbann í stað frekara gæsluvarðhalds. Sú ákvörðun byggir á því mati lögreglu að ekki standi lengur skilyrði til gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Héraðsdómur Suðurlands féllst í gærkvöldi á kröfu lögreglustjóra og úrskurðaði karlmanninn í farbann til 1. desember nk. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi.
Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira