Hamilton hjá Mercedes út árið 2025 Aron Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2023 12:18 Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 er ekki á förum frá Mercedes né Formúlu 1 Vísir/Getty Sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur skrifað undir nýjan samning við Mercedes út tímabilið 2025. Hamilton er einn sigursælasti ökumaðurinn í sögu Formúlu 1 og eftir margra mánaða vangaveltur um það hvort hann myndi framlengja dvöl sína hjá Mercedes hefur það nú loks verið staðfest að svo sé raunin. Þessi 38 ára gamli Breti hefur að undanförnu verið orðaður við skipti yfir til Ferrari en hann og George Russell munu skipa ökumannsteymi Mercedes út tímabilið 2025. Hamilton hóf Formúlu 1 feril sinn árið 2007 með McLaren en fyrir tímabilið 2013 skipti hann yfir til Mercedes þar sem að sex af hans sjö heimsmeistaratitlum hafa komið. Þá á hann stóran þátt í glæstri velgengni Mercedes árin 2014-2021 þar sem að liðið varð heimsmeistari bílasmiða átta ár í röð. Hamilton mætir hungraður í sigur með þessum nýja samningi við Mercedes en tímabilið 2022 var fyrsta tímabilið sem Hamilton fór í gegnum án þess að vinna kappakstur. Hann og þýska goðsögnin Michael Schumacher tróna ofar öðrum ökumönnum í sögu Formúlu 1 með sjö heimsmeistaratitla hvor, met sem Hamilton sækist nú í að eiga einn. „Við höfum aldrei verið eins hungruð í að vinna,“ segir Hamilton í fréttatilkynningu Mercedes. „Við hölfum áfram að elta okkar drauma, höldum áfram að berjast sama hvað áskorun við fáum í hendurnar og við munum vinna sigra á nýjan leik.“ Still. We. Rise. Lewis will continue his historic relationship with the Team! — Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team (@MercedesAMGF1) August 31, 2023 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Hamilton er einn sigursælasti ökumaðurinn í sögu Formúlu 1 og eftir margra mánaða vangaveltur um það hvort hann myndi framlengja dvöl sína hjá Mercedes hefur það nú loks verið staðfest að svo sé raunin. Þessi 38 ára gamli Breti hefur að undanförnu verið orðaður við skipti yfir til Ferrari en hann og George Russell munu skipa ökumannsteymi Mercedes út tímabilið 2025. Hamilton hóf Formúlu 1 feril sinn árið 2007 með McLaren en fyrir tímabilið 2013 skipti hann yfir til Mercedes þar sem að sex af hans sjö heimsmeistaratitlum hafa komið. Þá á hann stóran þátt í glæstri velgengni Mercedes árin 2014-2021 þar sem að liðið varð heimsmeistari bílasmiða átta ár í röð. Hamilton mætir hungraður í sigur með þessum nýja samningi við Mercedes en tímabilið 2022 var fyrsta tímabilið sem Hamilton fór í gegnum án þess að vinna kappakstur. Hann og þýska goðsögnin Michael Schumacher tróna ofar öðrum ökumönnum í sögu Formúlu 1 með sjö heimsmeistaratitla hvor, met sem Hamilton sækist nú í að eiga einn. „Við höfum aldrei verið eins hungruð í að vinna,“ segir Hamilton í fréttatilkynningu Mercedes. „Við hölfum áfram að elta okkar drauma, höldum áfram að berjast sama hvað áskorun við fáum í hendurnar og við munum vinna sigra á nýjan leik.“ Still. We. Rise. Lewis will continue his historic relationship with the Team! — Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team (@MercedesAMGF1) August 31, 2023
Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira