Fótbolti

Lukaku og Mourinho endurnýja kynnin hjá Roma

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Lukaku lék undir stjórn Mourinho hjá Manchester United.
Lukaku lék undir stjórn Mourinho hjá Manchester United. Císir/Getty

Belgíski framherjinn Romelu Lukaku er genginn til liðs við ítalska félagið Roma að láni frá Chelsea.

Framtíð Lukaku hefur verið í lausu lofti undanfarnar vikur og hefur hann ekki verið inni í myndinni hjá Mauricio Pochettino, nýráðnum knattspyrnustjóra Chelsea.

Lengi vel leit út fyrir að framherjinn væri á leið aftur til Inter þar sem honum leið svo vel, en eftir að fréttir bárust af viðræðum hans við Juventus hætti Inter snarlega við að fá hann í sínar raðir á nýja leik.

Lukaku hefur verið úti í kuldanum hjá Chelsea á tímabilinu og hefur ekki verið í leikmannahópi liðsins í fyrstu þrem umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Hann er nú á leið til Roma á láni þar sem hann hittir fyrir portúgalska þjálfarann José Mourinho.

Verður þetta ekki í fyrsta skipti sem Lukaku og Mourinho vinna saman því framherjinn lék undir stjórn Portúgalans bæði hjá Chelsea og Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×