„Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2023 12:35 Katrín Oddsdóttir er lögmaður Náttúruverndarsamtakanna. Hún segir leitt að Svandís hafi ekki staðið betur með fyrri ákvörðun sinni. Stöð 2 „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. Katrín segist þó ekki vera á því að þetta verði endilega niðurstaðan. „Ég held að það séu nú ýmsir sem séu að reyna að gera það sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að við lendum í þeim augljósa orðsporshnekki sem yfirvofandi er ef við höldum þessum veiðum áfram.“ Svandís tilkynnti í hádeginu að hún ætli að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað sé að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni verði brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. Hefði átt að standa betur með fyrri ákvörðun Katrín segir að sér þyki leitt að Svandís hafi ekki staðið betur með fyrri ákvörðun sinni, en fyrr í sumar frestaði veiðum til loka ágústmánaðar. „Ég hef skoðað þessa skýrslu starfshóps lítillega og í raun finnst mér að þar sé bara verið að fjalla um það sem Hvalur segist ætla að gera og segist geta gert án þess að sannleiksgildið sé rannsakað sérstaklega. Við erum bara að horfa fram á það að Kristján Loftsson sé að fara að senda langreyðum raflost ofan á allt annað. Ég held að við séum að missa svakalega sjónar af stóru myndinni, bæði hvað varðar náttúruna – að við séum hluti af vistkerfi jarðar – og líka hvað varðar orðsporsáættuna sem við erum að taka sem samfélag.“ Sjálfmiðaður fókus Katrín segist sömuleiðis hrygg og það vera sorglegt að heyra fólk segja að hér sé hvort eð er nóg af ferðamönnum eða að einhverjir útlendingar eigi ekki að segja okkur fyrir verkum. „Þetta snýst um að skilja að við séum hluti af heildarsamhenginu og að þær ákvarðanir sem eru teknar hér hafa áhrif á vistkerfi alls staðar og þar með mannfólk alls staðar. Við þurfum kannski svolítið að taka þennan sjálfmiðaða fókus niður um nokkrar tommur,“ segir Katrín. Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum Hvalveiðar geta hafist á morgun en með hertum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. 31. ágúst 2023 11:54 Vaktin: Hvalveiðar hefjast að nýju Hvalveiðar hefjast á ný á morgun. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um hvalveiðar sem verða með strangara eftirlit en áður. 31. ágúst 2023 09:52 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Katrín segist þó ekki vera á því að þetta verði endilega niðurstaðan. „Ég held að það séu nú ýmsir sem séu að reyna að gera það sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að við lendum í þeim augljósa orðsporshnekki sem yfirvofandi er ef við höldum þessum veiðum áfram.“ Svandís tilkynnti í hádeginu að hún ætli að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað sé að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni verði brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. Hefði átt að standa betur með fyrri ákvörðun Katrín segir að sér þyki leitt að Svandís hafi ekki staðið betur með fyrri ákvörðun sinni, en fyrr í sumar frestaði veiðum til loka ágústmánaðar. „Ég hef skoðað þessa skýrslu starfshóps lítillega og í raun finnst mér að þar sé bara verið að fjalla um það sem Hvalur segist ætla að gera og segist geta gert án þess að sannleiksgildið sé rannsakað sérstaklega. Við erum bara að horfa fram á það að Kristján Loftsson sé að fara að senda langreyðum raflost ofan á allt annað. Ég held að við séum að missa svakalega sjónar af stóru myndinni, bæði hvað varðar náttúruna – að við séum hluti af vistkerfi jarðar – og líka hvað varðar orðsporsáættuna sem við erum að taka sem samfélag.“ Sjálfmiðaður fókus Katrín segist sömuleiðis hrygg og það vera sorglegt að heyra fólk segja að hér sé hvort eð er nóg af ferðamönnum eða að einhverjir útlendingar eigi ekki að segja okkur fyrir verkum. „Þetta snýst um að skilja að við séum hluti af heildarsamhenginu og að þær ákvarðanir sem eru teknar hér hafa áhrif á vistkerfi alls staðar og þar með mannfólk alls staðar. Við þurfum kannski svolítið að taka þennan sjálfmiðaða fókus niður um nokkrar tommur,“ segir Katrín.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum Hvalveiðar geta hafist á morgun en með hertum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. 31. ágúst 2023 11:54 Vaktin: Hvalveiðar hefjast að nýju Hvalveiðar hefjast á ný á morgun. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um hvalveiðar sem verða með strangara eftirlit en áður. 31. ágúst 2023 09:52 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum Hvalveiðar geta hafist á morgun en með hertum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. 31. ágúst 2023 11:54
Vaktin: Hvalveiðar hefjast að nýju Hvalveiðar hefjast á ný á morgun. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um hvalveiðar sem verða með strangara eftirlit en áður. 31. ágúst 2023 09:52