Septemberspá Siggu Kling: Haltu aftur af hvatvísi þinni Sigga Kling skrifar 1. september 2023 06:00 Elsku ljónið mitt. Þú ert að mörgu leyti kominn á betri stað en þú varst fyrir mánuði. Þú veist hvernig þú getur unnið með sjálfan þig á þessum punkti og þú hefur meiri sjálfstraust og sjálfsstjórn en áður. Þú nærð að finna þessa uppljómun sem er í þér og það er líka í þér kraftur til að magna upp þessa uppljómun. Ljónið er frá 23. júlí til 22. ágúst. Það eru komin til þín þau verkfæri sem að þú þarft, til að klára það sem þú vilt. Haltu aftur af hvatvísi þinni að þurfa að segja frá öllu eða að skrifa þínar innstu tilfinningar, það getur verið það sem að þú munt sjá eftir. Þetta er í raun og veru það sem að þú þarft að vara þig á. Annars get ég með sanni sagt að þú ert að fara í miklu ljúfara tímabil þar sem að þú sættist við þá sem hafa stigið á tánna á þér eða skapað þér hindranir. Ef að þú gerir það ekki, þá munu þeir einstaklingar hafa útibú í heilanum á þér, sjónvarp og síma. En um leið og þú sættist í huga eða gjörðum við þá, þá er eins og að allir erfiðleikar fjúki úr höfði þínu með haustgolunni. Þú ert barn náttúrunnar og elskar allt sem henni tengist. Taktu mikið af myndum og búðu til minningarnar sjálfur. Því ef þú skoðar betur, þá ert þú mátturinn og dýrðin og skipstjórinn í þessu lífi. Það er líka sterkt í þessu tímabili að þú færð það sjálfstæði sem þú vilt til að rækta hamingjuna. Að vera hamingjusamur er ákvörðun sem þú þarft að taka um leið og þú vaknar, sama hvaða aðstæður eru í kringum þig. Það er yfir þér orka heppninnar og talan átta, sem er tákn eilífðarinnar og hugrekkis, og með því fylgir þessi heppni. Ef þú ert ekki í föstu sambandi, gefðu þig þá ekki að skyndikynnum, því einnar nætur gaman mun aldrei verða þér til gleði. Ástin er sterk yfir konunum i ljónsmerkinu á þessu tímabili, en mennirnir þurfa að vera aðeins þolinmóðari og bíða eftir því að þeir séu veiddir. Til þess að það gerist þá þurfa þeir bara að hafa allt fallegt í kringum sig og gera það sem þarf til þess að þeir glói eins og sólin. Ný föt, betri ilmur, læra eitthvað nýtt eins og að elda, eitthvað sem að dregur ástina að. Þannig gefur þú frá þér merki til þeirrar persónu sem að passar við þig. Sumir af ykkur hafa engan áhuga á að velja sér lífsförunaut og eru fullkomlega ánægðir að vera með sjálfum sér. Krossgáta lífsins, sem þú hefur verið að eiga við, er að ljúka. Það eru kaflaskil og kaflinn sem þú ert að fara inn í er fallegur. Knús og kossar Sigga Kling Daniel Radcliffe, leikari, 23. júlí Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona, 24. júlí Sandra Bullock, leikkona, 26. júlí Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir, söngkona, 28. júlí Meghan Markle, leikkona, 4. ágúst Joe Rogan, hlaðvarpsstjórnandi, 11. ágúst Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, 12. ágúst Madonna, söngkona, 16. ágúst Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
Ljónið er frá 23. júlí til 22. ágúst. Það eru komin til þín þau verkfæri sem að þú þarft, til að klára það sem þú vilt. Haltu aftur af hvatvísi þinni að þurfa að segja frá öllu eða að skrifa þínar innstu tilfinningar, það getur verið það sem að þú munt sjá eftir. Þetta er í raun og veru það sem að þú þarft að vara þig á. Annars get ég með sanni sagt að þú ert að fara í miklu ljúfara tímabil þar sem að þú sættist við þá sem hafa stigið á tánna á þér eða skapað þér hindranir. Ef að þú gerir það ekki, þá munu þeir einstaklingar hafa útibú í heilanum á þér, sjónvarp og síma. En um leið og þú sættist í huga eða gjörðum við þá, þá er eins og að allir erfiðleikar fjúki úr höfði þínu með haustgolunni. Þú ert barn náttúrunnar og elskar allt sem henni tengist. Taktu mikið af myndum og búðu til minningarnar sjálfur. Því ef þú skoðar betur, þá ert þú mátturinn og dýrðin og skipstjórinn í þessu lífi. Það er líka sterkt í þessu tímabili að þú færð það sjálfstæði sem þú vilt til að rækta hamingjuna. Að vera hamingjusamur er ákvörðun sem þú þarft að taka um leið og þú vaknar, sama hvaða aðstæður eru í kringum þig. Það er yfir þér orka heppninnar og talan átta, sem er tákn eilífðarinnar og hugrekkis, og með því fylgir þessi heppni. Ef þú ert ekki í föstu sambandi, gefðu þig þá ekki að skyndikynnum, því einnar nætur gaman mun aldrei verða þér til gleði. Ástin er sterk yfir konunum i ljónsmerkinu á þessu tímabili, en mennirnir þurfa að vera aðeins þolinmóðari og bíða eftir því að þeir séu veiddir. Til þess að það gerist þá þurfa þeir bara að hafa allt fallegt í kringum sig og gera það sem þarf til þess að þeir glói eins og sólin. Ný föt, betri ilmur, læra eitthvað nýtt eins og að elda, eitthvað sem að dregur ástina að. Þannig gefur þú frá þér merki til þeirrar persónu sem að passar við þig. Sumir af ykkur hafa engan áhuga á að velja sér lífsförunaut og eru fullkomlega ánægðir að vera með sjálfum sér. Krossgáta lífsins, sem þú hefur verið að eiga við, er að ljúka. Það eru kaflaskil og kaflinn sem þú ert að fara inn í er fallegur. Knús og kossar Sigga Kling Daniel Radcliffe, leikari, 23. júlí Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona, 24. júlí Sandra Bullock, leikkona, 26. júlí Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir, söngkona, 28. júlí Meghan Markle, leikkona, 4. ágúst Joe Rogan, hlaðvarpsstjórnandi, 11. ágúst Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, 12. ágúst Madonna, söngkona, 16. ágúst
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira