Enski boltinn

Man United selur Hender­son og fær vinstri bak­vörð frá Totten­ham

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dean Henderson er genginn í raðir Crystal Palace.
Dean Henderson er genginn í raðir Crystal Palace. James Gill/Getty Images

Það hefur verið nóg um að vera á skrifstofu enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United í kvöld en félagið seldi leikmann sem og það virðist hafa fundið vinstri bakvörð.

Markvörðurinn Dean Henderson er loks farinn frá Man United en hann hefur verið orðaður frá félaginu í allt sumar. Hann lék með Nottingham Forest á síðustu leiktíð áður en hann meiddist. Henderson hefur verið fjarri góðu gamni í allt að sjö mánuði en það stöðvaði ekki Crystal Palace sem keypti hann á 15 milljónir punda, tvo og hálfan milljarð íslenskra króna.

Kaupverðið gæti numið 20 milljónum þegar uppi er staðið en fimm milljónir eru tengdar árangri hans hjá Palace.

Vinstri bakvörðurinn Sergio Reguilón mun svo ganga í raðir Man United áður en glugginn lokar en félagið hefur komist að samkomulagi um að fá Spánverjann lánaðan vegna meiðsla Luke Shaw og Tyrell Malacia.

Talið er að það verði klásúla í samningnum sem geri Man Utd kleift að rifta honum í janúar fari svo að Shaw og Malacia verði leikfærir þá. 

Einnig hefur verið staðfest að miðvörðurinn Teden Mengi sé farinn til Luton Town og að viðræður Man Utd við Fiorentina um möguleg vistaskipti miðjumannsins Sofyan Amrabat séu komnar aftur af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×