Ráðherra Málaflokksins hafður fyrir rangri sök Mörður Áslaugarson skrifar 1. september 2023 08:01 Í fyrra var ég var beðinn um að sitja í samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu fyrir hönd Pírata. Ráðherra Málaflokksins vildi stefna sem nemur heilu þorpi á landsbyggðinni til reglulegrar kaffidrykkju svo hægt væri að ræða sjávarútvegsmál að spýjustokkum. Ég var mjög efins um hvort ég ætti að fallast á að taka þátt í þessu samsæti þrátt fyrir að ég hafi verið á togurum hér á árum áður og að sjávarútvegsmál séu mitt aðaláhugamál í stjórnmálum. Ég hef áður setið í nefnd með svipað markmið undir forystu Þorsteins Pálssonar sem reyndist alger tímasóun og var eiginlega handviss um að samsæti þetta yrði álíka árangurslítið, bara fleiri í kaffinu og því enn erfiðara að taka skref til framfara. Borgaraleg skyldurækni varð þó ofan á og ég féllst á að sitja í nefndinni. Hið eiginlega starf var unnið í fjórum starfshópum um „samfélag, aðgengi, umgengni og tækifæri“ í sjávarútvegi. Við í samráðsnefndinni fengum að fylgjast með starfinu, varpa fram spurningum og ljá máls á skoðunum okkar. Það var ekki óáþekkt því að kasta flöskuskeyti í grængolandi hafið á Halamiðum og vonast eftir að Ráðherra Málaflokksins fyndi flöskuna í fjöru. En við sem mættum þarna létum okkur hafa það. Kaffi var drukkið. Yfirstéttarlobbýistar stormuðu á dyr með hælasmellum þegar sauðsvartur almúginn gerðist of uppivöðslusamur og fulltrúar sjálfstæðis- og framsóknarflokka skreyttu herlegheitin með fjarveru sinni. Allt eins og í fögrum draumi. Svo var þetta allt í einu búið. Þverhandarþykkur doðrantur, sá fyrsti af þremur, var orðinn að prentuðum veruleika og á síðu 86 gat eftirfarandi að líta: „Tilraun með leigu aflahlutdeildar á markaði“, og neðar á sömu síðu: „Látið yrði reyna á uppboð með litlum hluta aflaheimilda í upphafi.“ Við sjálft lá að mér svelgdist á snittunni sem boðið var upp á í rapp-partíinu sem haldið var með lúðrablæstri og ræðuhöldum á fínu hóteli til að slá botninn í kaffisamsætin. Engu var líkara en að Ráðherra Málaflokksins hefði tekið upp flösku í fjöruborði og lesið sér til gagns það sem í henni stóð. Og ekki nóg með það. Stefnt skyldi að því að taka skref til aukins gagnsæis í eignarhaldi sjávarútvegsfyrirtækja, kortleggja eigna- og stjórnunartengsl í sjávarútvegi og auka gagnsæi um viðskipti með aflaheimildir. Ég neyðist til að játa að ég hef haft Ráðherra Málaflokksins fyrir rangri sök. Langvarandi trompetblástur í nærumhverfi hennar virðist enn ekki hafa gert hana með öllu heyrnarlausa og hún hefur skrifað í doðrantinn nokkur atriði sem við hrópendur í eyðimörk atvinnulobbýismans vildum gjarna sjá í honum. Guð láti á gott vita. Mér er þó stórlega til efs að fulltrúar sjálfstæðis- og framsóknarflokka verði fjarverandi fyrir hönd umbjóðenda sinna þegar til kasta Alþingis kemur. Þeirra hlutverk er að brenna eldi þá sprota sem upp af starfi þessu kunna að spretta og salta í svörðinn svo ekkert fái þar þrifist framar. En hver veit? Kannski tekst að bjarga fáeinum nástráum vonarinnar um að þessi guðsvolaða þjóð hætti að leggja til ókeypis framleiðsluþætti til atvinnustarfsemi auðugustu Íslendinga sögunnar. Höfundur er Pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Í fyrra var ég var beðinn um að sitja í samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu fyrir hönd Pírata. Ráðherra Málaflokksins vildi stefna sem nemur heilu þorpi á landsbyggðinni til reglulegrar kaffidrykkju svo hægt væri að ræða sjávarútvegsmál að spýjustokkum. Ég var mjög efins um hvort ég ætti að fallast á að taka þátt í þessu samsæti þrátt fyrir að ég hafi verið á togurum hér á árum áður og að sjávarútvegsmál séu mitt aðaláhugamál í stjórnmálum. Ég hef áður setið í nefnd með svipað markmið undir forystu Þorsteins Pálssonar sem reyndist alger tímasóun og var eiginlega handviss um að samsæti þetta yrði álíka árangurslítið, bara fleiri í kaffinu og því enn erfiðara að taka skref til framfara. Borgaraleg skyldurækni varð þó ofan á og ég féllst á að sitja í nefndinni. Hið eiginlega starf var unnið í fjórum starfshópum um „samfélag, aðgengi, umgengni og tækifæri“ í sjávarútvegi. Við í samráðsnefndinni fengum að fylgjast með starfinu, varpa fram spurningum og ljá máls á skoðunum okkar. Það var ekki óáþekkt því að kasta flöskuskeyti í grængolandi hafið á Halamiðum og vonast eftir að Ráðherra Málaflokksins fyndi flöskuna í fjöru. En við sem mættum þarna létum okkur hafa það. Kaffi var drukkið. Yfirstéttarlobbýistar stormuðu á dyr með hælasmellum þegar sauðsvartur almúginn gerðist of uppivöðslusamur og fulltrúar sjálfstæðis- og framsóknarflokka skreyttu herlegheitin með fjarveru sinni. Allt eins og í fögrum draumi. Svo var þetta allt í einu búið. Þverhandarþykkur doðrantur, sá fyrsti af þremur, var orðinn að prentuðum veruleika og á síðu 86 gat eftirfarandi að líta: „Tilraun með leigu aflahlutdeildar á markaði“, og neðar á sömu síðu: „Látið yrði reyna á uppboð með litlum hluta aflaheimilda í upphafi.“ Við sjálft lá að mér svelgdist á snittunni sem boðið var upp á í rapp-partíinu sem haldið var með lúðrablæstri og ræðuhöldum á fínu hóteli til að slá botninn í kaffisamsætin. Engu var líkara en að Ráðherra Málaflokksins hefði tekið upp flösku í fjöruborði og lesið sér til gagns það sem í henni stóð. Og ekki nóg með það. Stefnt skyldi að því að taka skref til aukins gagnsæis í eignarhaldi sjávarútvegsfyrirtækja, kortleggja eigna- og stjórnunartengsl í sjávarútvegi og auka gagnsæi um viðskipti með aflaheimildir. Ég neyðist til að játa að ég hef haft Ráðherra Málaflokksins fyrir rangri sök. Langvarandi trompetblástur í nærumhverfi hennar virðist enn ekki hafa gert hana með öllu heyrnarlausa og hún hefur skrifað í doðrantinn nokkur atriði sem við hrópendur í eyðimörk atvinnulobbýismans vildum gjarna sjá í honum. Guð láti á gott vita. Mér er þó stórlega til efs að fulltrúar sjálfstæðis- og framsóknarflokka verði fjarverandi fyrir hönd umbjóðenda sinna þegar til kasta Alþingis kemur. Þeirra hlutverk er að brenna eldi þá sprota sem upp af starfi þessu kunna að spretta og salta í svörðinn svo ekkert fái þar þrifist framar. En hver veit? Kannski tekst að bjarga fáeinum nástráum vonarinnar um að þessi guðsvolaða þjóð hætti að leggja til ókeypis framleiðsluþætti til atvinnustarfsemi auðugustu Íslendinga sögunnar. Höfundur er Pírati.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun