Ráðherra Málaflokksins hafður fyrir rangri sök Mörður Áslaugarson skrifar 1. september 2023 08:01 Í fyrra var ég var beðinn um að sitja í samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu fyrir hönd Pírata. Ráðherra Málaflokksins vildi stefna sem nemur heilu þorpi á landsbyggðinni til reglulegrar kaffidrykkju svo hægt væri að ræða sjávarútvegsmál að spýjustokkum. Ég var mjög efins um hvort ég ætti að fallast á að taka þátt í þessu samsæti þrátt fyrir að ég hafi verið á togurum hér á árum áður og að sjávarútvegsmál séu mitt aðaláhugamál í stjórnmálum. Ég hef áður setið í nefnd með svipað markmið undir forystu Þorsteins Pálssonar sem reyndist alger tímasóun og var eiginlega handviss um að samsæti þetta yrði álíka árangurslítið, bara fleiri í kaffinu og því enn erfiðara að taka skref til framfara. Borgaraleg skyldurækni varð þó ofan á og ég féllst á að sitja í nefndinni. Hið eiginlega starf var unnið í fjórum starfshópum um „samfélag, aðgengi, umgengni og tækifæri“ í sjávarútvegi. Við í samráðsnefndinni fengum að fylgjast með starfinu, varpa fram spurningum og ljá máls á skoðunum okkar. Það var ekki óáþekkt því að kasta flöskuskeyti í grængolandi hafið á Halamiðum og vonast eftir að Ráðherra Málaflokksins fyndi flöskuna í fjöru. En við sem mættum þarna létum okkur hafa það. Kaffi var drukkið. Yfirstéttarlobbýistar stormuðu á dyr með hælasmellum þegar sauðsvartur almúginn gerðist of uppivöðslusamur og fulltrúar sjálfstæðis- og framsóknarflokka skreyttu herlegheitin með fjarveru sinni. Allt eins og í fögrum draumi. Svo var þetta allt í einu búið. Þverhandarþykkur doðrantur, sá fyrsti af þremur, var orðinn að prentuðum veruleika og á síðu 86 gat eftirfarandi að líta: „Tilraun með leigu aflahlutdeildar á markaði“, og neðar á sömu síðu: „Látið yrði reyna á uppboð með litlum hluta aflaheimilda í upphafi.“ Við sjálft lá að mér svelgdist á snittunni sem boðið var upp á í rapp-partíinu sem haldið var með lúðrablæstri og ræðuhöldum á fínu hóteli til að slá botninn í kaffisamsætin. Engu var líkara en að Ráðherra Málaflokksins hefði tekið upp flösku í fjöruborði og lesið sér til gagns það sem í henni stóð. Og ekki nóg með það. Stefnt skyldi að því að taka skref til aukins gagnsæis í eignarhaldi sjávarútvegsfyrirtækja, kortleggja eigna- og stjórnunartengsl í sjávarútvegi og auka gagnsæi um viðskipti með aflaheimildir. Ég neyðist til að játa að ég hef haft Ráðherra Málaflokksins fyrir rangri sök. Langvarandi trompetblástur í nærumhverfi hennar virðist enn ekki hafa gert hana með öllu heyrnarlausa og hún hefur skrifað í doðrantinn nokkur atriði sem við hrópendur í eyðimörk atvinnulobbýismans vildum gjarna sjá í honum. Guð láti á gott vita. Mér er þó stórlega til efs að fulltrúar sjálfstæðis- og framsóknarflokka verði fjarverandi fyrir hönd umbjóðenda sinna þegar til kasta Alþingis kemur. Þeirra hlutverk er að brenna eldi þá sprota sem upp af starfi þessu kunna að spretta og salta í svörðinn svo ekkert fái þar þrifist framar. En hver veit? Kannski tekst að bjarga fáeinum nástráum vonarinnar um að þessi guðsvolaða þjóð hætti að leggja til ókeypis framleiðsluþætti til atvinnustarfsemi auðugustu Íslendinga sögunnar. Höfundur er Pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrra var ég var beðinn um að sitja í samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu fyrir hönd Pírata. Ráðherra Málaflokksins vildi stefna sem nemur heilu þorpi á landsbyggðinni til reglulegrar kaffidrykkju svo hægt væri að ræða sjávarútvegsmál að spýjustokkum. Ég var mjög efins um hvort ég ætti að fallast á að taka þátt í þessu samsæti þrátt fyrir að ég hafi verið á togurum hér á árum áður og að sjávarútvegsmál séu mitt aðaláhugamál í stjórnmálum. Ég hef áður setið í nefnd með svipað markmið undir forystu Þorsteins Pálssonar sem reyndist alger tímasóun og var eiginlega handviss um að samsæti þetta yrði álíka árangurslítið, bara fleiri í kaffinu og því enn erfiðara að taka skref til framfara. Borgaraleg skyldurækni varð þó ofan á og ég féllst á að sitja í nefndinni. Hið eiginlega starf var unnið í fjórum starfshópum um „samfélag, aðgengi, umgengni og tækifæri“ í sjávarútvegi. Við í samráðsnefndinni fengum að fylgjast með starfinu, varpa fram spurningum og ljá máls á skoðunum okkar. Það var ekki óáþekkt því að kasta flöskuskeyti í grængolandi hafið á Halamiðum og vonast eftir að Ráðherra Málaflokksins fyndi flöskuna í fjöru. En við sem mættum þarna létum okkur hafa það. Kaffi var drukkið. Yfirstéttarlobbýistar stormuðu á dyr með hælasmellum þegar sauðsvartur almúginn gerðist of uppivöðslusamur og fulltrúar sjálfstæðis- og framsóknarflokka skreyttu herlegheitin með fjarveru sinni. Allt eins og í fögrum draumi. Svo var þetta allt í einu búið. Þverhandarþykkur doðrantur, sá fyrsti af þremur, var orðinn að prentuðum veruleika og á síðu 86 gat eftirfarandi að líta: „Tilraun með leigu aflahlutdeildar á markaði“, og neðar á sömu síðu: „Látið yrði reyna á uppboð með litlum hluta aflaheimilda í upphafi.“ Við sjálft lá að mér svelgdist á snittunni sem boðið var upp á í rapp-partíinu sem haldið var með lúðrablæstri og ræðuhöldum á fínu hóteli til að slá botninn í kaffisamsætin. Engu var líkara en að Ráðherra Málaflokksins hefði tekið upp flösku í fjöruborði og lesið sér til gagns það sem í henni stóð. Og ekki nóg með það. Stefnt skyldi að því að taka skref til aukins gagnsæis í eignarhaldi sjávarútvegsfyrirtækja, kortleggja eigna- og stjórnunartengsl í sjávarútvegi og auka gagnsæi um viðskipti með aflaheimildir. Ég neyðist til að játa að ég hef haft Ráðherra Málaflokksins fyrir rangri sök. Langvarandi trompetblástur í nærumhverfi hennar virðist enn ekki hafa gert hana með öllu heyrnarlausa og hún hefur skrifað í doðrantinn nokkur atriði sem við hrópendur í eyðimörk atvinnulobbýismans vildum gjarna sjá í honum. Guð láti á gott vita. Mér er þó stórlega til efs að fulltrúar sjálfstæðis- og framsóknarflokka verði fjarverandi fyrir hönd umbjóðenda sinna þegar til kasta Alþingis kemur. Þeirra hlutverk er að brenna eldi þá sprota sem upp af starfi þessu kunna að spretta og salta í svörðinn svo ekkert fái þar þrifist framar. En hver veit? Kannski tekst að bjarga fáeinum nástráum vonarinnar um að þessi guðsvolaða þjóð hætti að leggja til ókeypis framleiðsluþætti til atvinnustarfsemi auðugustu Íslendinga sögunnar. Höfundur er Pírati.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar