Fljúgandi trampólín og hefðbundin fokverkefni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. september 2023 09:57 Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir hafa verið vel undirbúnar fyrir fyrstu haustlægð landsins sem gekk yfir í gærkvöldi. Landsbjörg Verkefnum björgunarsveita fækkaði eftir því sem leið á gærkvöldið. Upplýsingafulltrúa Landsbjargar er ekki kunnugt um að nein stórtjón hafi orðið í hefðbundnum skilningi. Á meðal verkefna voru fljúgandi trampólín og ferðavagnar sem fóru á hliðina. „Verkefnin voru fyrst og fremst veðurtengd fram eftir kvöldi. Veðrið gekk inn á landið og við urðum fyrst vör við þetta á Suðurnesjunum. Og síðan gekk þetta hérna yfir Höfuðborgarsvæðið og inn á Vesturland, Akranes, Borgarnes og svo framvegis,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar aðspurður um helstu verkefni björgunarsveita þegar fyrsta haustlægð landsins gekk yfir í gærkvöldi. „Á öllum þessum þéttbýlisstöðum þurfti okkar fólk að fást við foktjón og fokverkefni af einhverju tagi, fljúgandi trampólín, ferðavagna sem fóru að færast til eða leggjast á hliðina og svo framvegis.“ Honum er ekki kunnugt um neitt stórtjón enn sem komið er. „En auðvitað er það í augum hvers og eins. Það féllu gömul tré í Vesturbænum, í hugum einhverra er það væntanlega stórtjón. En þessi hefðbundna skilgreining kannski ekki.“ Þegar farið hafi að lægja hafi ekki þótt ástæða til að björgunarsveitir væru áfram með viðveru og fólk farið heim. Núna er bara leiðindaveður. Fréttir bárust af því að tívolítæki hefði tekist á loft á Suðurnesjum á hátíð í tengslum við Ljósanótt. Jón Þór hafði ekki frekari upplýsingar um það atvik en segir að björgunarsveitir hafi farið á svæðið og tryggt að ekki yrði meira tjón en þegar var orðið. Verkefnum fór að fækka eftir því sem leið á kvöldið nema hjá hálendishóp sem sinnti útkalli vegna örmagna göngumanns í Jökultungum. Maðurinn, sem er á stjötugsaldri, var hluti af gönguhóp sem hafði verið á nokkurra daga göngu. Sveitir á Suðurlandi voru boðaðar út til aðstoðar og var sá liðsauki kominn á vettvang skömmu fyrir klukkan 2 í nótt og þá var hafist handa við að koma manninum niður. Björgunarsveitir Slysavarnir Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Verkefnin voru fyrst og fremst veðurtengd fram eftir kvöldi. Veðrið gekk inn á landið og við urðum fyrst vör við þetta á Suðurnesjunum. Og síðan gekk þetta hérna yfir Höfuðborgarsvæðið og inn á Vesturland, Akranes, Borgarnes og svo framvegis,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar aðspurður um helstu verkefni björgunarsveita þegar fyrsta haustlægð landsins gekk yfir í gærkvöldi. „Á öllum þessum þéttbýlisstöðum þurfti okkar fólk að fást við foktjón og fokverkefni af einhverju tagi, fljúgandi trampólín, ferðavagna sem fóru að færast til eða leggjast á hliðina og svo framvegis.“ Honum er ekki kunnugt um neitt stórtjón enn sem komið er. „En auðvitað er það í augum hvers og eins. Það féllu gömul tré í Vesturbænum, í hugum einhverra er það væntanlega stórtjón. En þessi hefðbundna skilgreining kannski ekki.“ Þegar farið hafi að lægja hafi ekki þótt ástæða til að björgunarsveitir væru áfram með viðveru og fólk farið heim. Núna er bara leiðindaveður. Fréttir bárust af því að tívolítæki hefði tekist á loft á Suðurnesjum á hátíð í tengslum við Ljósanótt. Jón Þór hafði ekki frekari upplýsingar um það atvik en segir að björgunarsveitir hafi farið á svæðið og tryggt að ekki yrði meira tjón en þegar var orðið. Verkefnum fór að fækka eftir því sem leið á kvöldið nema hjá hálendishóp sem sinnti útkalli vegna örmagna göngumanns í Jökultungum. Maðurinn, sem er á stjötugsaldri, var hluti af gönguhóp sem hafði verið á nokkurra daga göngu. Sveitir á Suðurlandi voru boðaðar út til aðstoðar og var sá liðsauki kominn á vettvang skömmu fyrir klukkan 2 í nótt og þá var hafist handa við að koma manninum niður.
Björgunarsveitir Slysavarnir Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira