Fékk ekkert nema jákvæð viðbrögð þegar hún kynnti ákvörðunina Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. september 2023 13:41 Vísir/Arnar Halldórsson Matvælaráðherra segist ekki hafa fengið neitt annað en jákvæð viðbrögð og stuðning frá öðrum ráðherrum þegar hún kynnti ákvörðun sína að aflétta veiðibanni á langreyðum. Ákvörðunin hafði ekki verið rædd innan ríkisstjórnarinnar áður en Svandís kynnti hana. Hún segir ríkisstjórnina hafa skýrt erindi og eðlilegt sé að stuðningur dragist saman eftir því sem árin líða. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún um ákvarðanir sínar í hvalveiðimálinu, áform um breytingar á fiskveiðistefnunni og samstarfið við ríkisstjórnarborðið eftir að bæði Framsóknar- og Sjálfstæðismenn höfðu fordæmt ákvörðun hennar um frestun hvalveiða og krafist afturköllunar. „Þegar ég stend frammi fyrir þessari stöðu í júní, að fagráð og Matvælastofnun segja að veiðar á langreyðum geti ekki farið fram í samræmi við kröfur um hvalveiðar um kröfur um velferð dýra. Þá er ég í þeirri stöðu að þurfa að fresta upphafi veiðanna, en þannig gæfist tími til að rannsaka hvort unnt væri að gera úrbætur. En í áliti fagráðs var sagt að vandséð um að slíkt væri hægt,“ segir Svandís, aðspurð um hvað það væri sem hefði breyst sem orsakaði það að hún leyfi nú það sem hún bannaði fyrir nokkrum vikum. Hvert frávik skráð og greint Ekki sé hægt að fullvissa sig um að þær úrbætur sem nú hafi verið gerðar muni duga til. „En við getum hins vegar sagt að þessi starfshópur fullyrði að það sé mögulegt. Þannig að með tilliti til hagsmuna veiðileyfishafans sem í raun og veru er með heimild til þess að veiða langreiðar til næstu áramóta, þá snerist þetta um að setja þennan tímaramma nægilega víðan til að hægt væri að fara í þessa rannsókn en eins þröngan og hægt væri með hagsmuni hans í huga. Að leita leiða til að minnka frávik við veiðarnar. Við gerum það sem við getum, og setjum ítarlega reglugerð.“ Í reglugerðinni er ráð fyrir að hvert einasta tilvik og frávik sé skráð og greint. „Hún felur í sér ítarlegri og hertari kröfur, varðandi veiðibúnað, veiðarfæri, veiðiaðferðir og eftirlit, þjálfun, fræðslu og svo framvegis. Þetta er í raun framkvæmd leyfis sem forveri minn gaf út. Mitt leiðarljós í gegnum þetta allt hefur verið að afla frekari gagna,“ segir Svandís. „Það er í raun ekki fyrr en með reglugerðinni sem ég setti í fyrrasumar að við vitum nákvæmlega hvað er þarna á seiði. Fram að því var fólk kannski meira að skiptast á skoðunum.“ Umræðan fyrst og fremst á grundvelli dýravelferðarsjónamiða Svandís segir umræðuna um hvalveiðar sennilega aldrei hafa verið jafn mikla og nú. „Sú umræða er fyrst og fremst á grundvelli dýravelferðarsjónamiða. Og það sem eru kannski tíðindi í þessu er það að þarna hafa 10 prósent þjóðarinnar, tekið upp, eins og ég orða það, þann óþjóðlega sið að skipta um skoðun. Þannig að það voru 10 prósent sem færðust yfir frá því að vera stuðningsmenn hvalveiða yfir í að hafa efasemdir um það.“ Svandís tekur fram að það liggi ljóst fyrir að hún sé í stjórnmálahreyfingu sem sé andsnúin hvalveiðum. En þrátt fyrir það byggi ég mínar ákvarðanir sem ráðherra á faglegum sjónarmiðum, góðri stjórnsýslu. Það eiga góðir stjórnmálamenn og ekki síst ráðherrar að gera. Telur að Sjálfstæðismenn ættu að tala meira saman Framsóknar- og Sjálfstæðismenn höfðu fordæmt ákvörðun hennar um frestun hvalveiða og krafist afturköllunar. Svandís segist ekki munu tjá sig um innanflokksálit annarra flokka. „Ég held það væri ráð fyrir Sjálfstæðismenn að tala meira saman. Við áttum fyrna góðan sumarfund, við ríkisstjórnin, þar sem var mikill einhugur um að halda okkar striki. Við erum með gríðarlega mikilvæg verkefni fyrir samfélagið allt sem eru fram undan. Þau lúta fyrst og fremst að baráttu gegn verðbólgu og vaxtahækkunum og stóru kjaramálin.“ Fékk ekkert nema jákvæð viðbrögð þegar hún kynnti ákvörðunina Hún hafi ekki orðið vör við að samstarfið í ríkisstjórninni væri í hættu vegna ákvarðana hennar varðandi hvalveiðar. „Ég kynnti fyrir ríkisstjórn þessa ákvörðun á Egilsstöðum og umræður um hana höfðu ekki átt sér stað við ríkisstjórnarborðið fyrir það í millitíðinni. Ég fékk ekkert annað en jákvæð orð og stuðning.“ Auðvitað er ríkisstjórnin samsett af forystufólki í stjórnmálum og eins og gefur að skilja er það oft vettvangur pólitískra umræðna, skárra væri það nú. En í þessu tilfelli var það frekar skýrt. Mörg stór mál séu fraumundan. „Til dæmis eru stórar breytingar til dæmis á örorku- og lífeyriskerfinu, sem Guðmundur Ingi hefur forgöngu um. Ég er að undurbúa stórt frumvarp sem snýr að sjávarútvegi og nýtingu nytjastofna hafsins. Þetta eru hvort tveggja mjög stór mál. Það eru stór mál sem lúta að loftlagsmálum, orkuskiptum, mannréttindamálum, og svo framvegis, þannig ég held að það sé ekki ofsögum sagt að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru með stór mál á sínu borði.“ Varðandi minnkandi stuðning við ríkisstjórn og lágt fylgi í skoðanakönnunum segir Svandís það eðlilegt þegar ríkisstjórn hafi setið lengi. „Við sjáum það bara í löndum í kringum okkar að það er alltaf áskorun. Það dregur að jafnaði út stuðningi eftir því sem árin líða, það er ekkert sértakt fyrir Ísland. Svo maður þarf að hugsa út í það, fríska upp á erindið og tala við grasrótina, stilla saman strengi og svo framvegis,“ segir Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31. ágúst 2023 14:45 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir RÚV muni óskar eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún um ákvarðanir sínar í hvalveiðimálinu, áform um breytingar á fiskveiðistefnunni og samstarfið við ríkisstjórnarborðið eftir að bæði Framsóknar- og Sjálfstæðismenn höfðu fordæmt ákvörðun hennar um frestun hvalveiða og krafist afturköllunar. „Þegar ég stend frammi fyrir þessari stöðu í júní, að fagráð og Matvælastofnun segja að veiðar á langreyðum geti ekki farið fram í samræmi við kröfur um hvalveiðar um kröfur um velferð dýra. Þá er ég í þeirri stöðu að þurfa að fresta upphafi veiðanna, en þannig gæfist tími til að rannsaka hvort unnt væri að gera úrbætur. En í áliti fagráðs var sagt að vandséð um að slíkt væri hægt,“ segir Svandís, aðspurð um hvað það væri sem hefði breyst sem orsakaði það að hún leyfi nú það sem hún bannaði fyrir nokkrum vikum. Hvert frávik skráð og greint Ekki sé hægt að fullvissa sig um að þær úrbætur sem nú hafi verið gerðar muni duga til. „En við getum hins vegar sagt að þessi starfshópur fullyrði að það sé mögulegt. Þannig að með tilliti til hagsmuna veiðileyfishafans sem í raun og veru er með heimild til þess að veiða langreiðar til næstu áramóta, þá snerist þetta um að setja þennan tímaramma nægilega víðan til að hægt væri að fara í þessa rannsókn en eins þröngan og hægt væri með hagsmuni hans í huga. Að leita leiða til að minnka frávik við veiðarnar. Við gerum það sem við getum, og setjum ítarlega reglugerð.“ Í reglugerðinni er ráð fyrir að hvert einasta tilvik og frávik sé skráð og greint. „Hún felur í sér ítarlegri og hertari kröfur, varðandi veiðibúnað, veiðarfæri, veiðiaðferðir og eftirlit, þjálfun, fræðslu og svo framvegis. Þetta er í raun framkvæmd leyfis sem forveri minn gaf út. Mitt leiðarljós í gegnum þetta allt hefur verið að afla frekari gagna,“ segir Svandís. „Það er í raun ekki fyrr en með reglugerðinni sem ég setti í fyrrasumar að við vitum nákvæmlega hvað er þarna á seiði. Fram að því var fólk kannski meira að skiptast á skoðunum.“ Umræðan fyrst og fremst á grundvelli dýravelferðarsjónamiða Svandís segir umræðuna um hvalveiðar sennilega aldrei hafa verið jafn mikla og nú. „Sú umræða er fyrst og fremst á grundvelli dýravelferðarsjónamiða. Og það sem eru kannski tíðindi í þessu er það að þarna hafa 10 prósent þjóðarinnar, tekið upp, eins og ég orða það, þann óþjóðlega sið að skipta um skoðun. Þannig að það voru 10 prósent sem færðust yfir frá því að vera stuðningsmenn hvalveiða yfir í að hafa efasemdir um það.“ Svandís tekur fram að það liggi ljóst fyrir að hún sé í stjórnmálahreyfingu sem sé andsnúin hvalveiðum. En þrátt fyrir það byggi ég mínar ákvarðanir sem ráðherra á faglegum sjónarmiðum, góðri stjórnsýslu. Það eiga góðir stjórnmálamenn og ekki síst ráðherrar að gera. Telur að Sjálfstæðismenn ættu að tala meira saman Framsóknar- og Sjálfstæðismenn höfðu fordæmt ákvörðun hennar um frestun hvalveiða og krafist afturköllunar. Svandís segist ekki munu tjá sig um innanflokksálit annarra flokka. „Ég held það væri ráð fyrir Sjálfstæðismenn að tala meira saman. Við áttum fyrna góðan sumarfund, við ríkisstjórnin, þar sem var mikill einhugur um að halda okkar striki. Við erum með gríðarlega mikilvæg verkefni fyrir samfélagið allt sem eru fram undan. Þau lúta fyrst og fremst að baráttu gegn verðbólgu og vaxtahækkunum og stóru kjaramálin.“ Fékk ekkert nema jákvæð viðbrögð þegar hún kynnti ákvörðunina Hún hafi ekki orðið vör við að samstarfið í ríkisstjórninni væri í hættu vegna ákvarðana hennar varðandi hvalveiðar. „Ég kynnti fyrir ríkisstjórn þessa ákvörðun á Egilsstöðum og umræður um hana höfðu ekki átt sér stað við ríkisstjórnarborðið fyrir það í millitíðinni. Ég fékk ekkert annað en jákvæð orð og stuðning.“ Auðvitað er ríkisstjórnin samsett af forystufólki í stjórnmálum og eins og gefur að skilja er það oft vettvangur pólitískra umræðna, skárra væri það nú. En í þessu tilfelli var það frekar skýrt. Mörg stór mál séu fraumundan. „Til dæmis eru stórar breytingar til dæmis á örorku- og lífeyriskerfinu, sem Guðmundur Ingi hefur forgöngu um. Ég er að undurbúa stórt frumvarp sem snýr að sjávarútvegi og nýtingu nytjastofna hafsins. Þetta eru hvort tveggja mjög stór mál. Það eru stór mál sem lúta að loftlagsmálum, orkuskiptum, mannréttindamálum, og svo framvegis, þannig ég held að það sé ekki ofsögum sagt að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru með stór mál á sínu borði.“ Varðandi minnkandi stuðning við ríkisstjórn og lágt fylgi í skoðanakönnunum segir Svandís það eðlilegt þegar ríkisstjórn hafi setið lengi. „Við sjáum það bara í löndum í kringum okkar að það er alltaf áskorun. Það dregur að jafnaði út stuðningi eftir því sem árin líða, það er ekkert sértakt fyrir Ísland. Svo maður þarf að hugsa út í það, fríska upp á erindið og tala við grasrótina, stilla saman strengi og svo framvegis,“ segir Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31. ágúst 2023 14:45 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir RÚV muni óskar eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Sjá meira
Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31. ágúst 2023 14:45