Átta ára fangelsi fyrir hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2023 16:48 Málið var til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi yfir fjögurra ára tímabil. Hann þarf að greiða eiginkonu sinni fyrrverandi sjö milljónir króna í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í héraði í dag. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi en dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólsins enn sem komið er. Ákæran á hendur manninum var í þrettán liðum og var hann sakfelldur í þeim öllum. Hann var meðal annars sakaður um að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, þar af eitt skipti á brúðkaupsnótt þeirra, og annað skipti yfir landsleik í handbolta. Þá var hann í nokkrum tilvikum sakaður um hafa nauðgað henni og í flestum tilvikum veist að henni svo harkalega að hún hlaut líkamlega áverka. Einnig var hann sakaður um að hafa ítrekað reynt að stinga flöskum í leggöng og endaþarm konu sinnar, svívirt hana og haft samræði við hana gegn vilja. Í einu tilviki var sagt frá því að maðurinn hefði slegið eiginkonu sína ítrekað, kastað innanstokksmun í höfuð hennar, lamið á kynfærasvæði hennar og traðkað á líkama hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut lífshættulega áverka. Karlmaðurinn var handtekinn þann 25. febrúar þegar tilkynnt var um heimilisofbeldi á sameiginlegu heimili hans og eiginkonu. Um var að ræða atvikið þar sem konan hlaut lífshættulega áverka. Hann hefur síðan þá sætt gæsluvarðhaldi. Hann neitaði að stærstum hluta sök í skýrslutöku hjá lögreglu og sagði að konan hefði ráðist á sig og hann ýtt henni frá sér í sjálfsvörn. Hann væri fórnarlambið, ekki konan. Dómurinn sakfelldi manninn í öllum ákæruliðum og dæmdi í átta ára fangelsi. Dómsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Ógeðfellt kynferðisbrotamál: Ofbeldi á brúðkaupsnótt og yfir landsleik í handbolta Karlmaður sem sakaður er um nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir ítrekuð brot gagnvart eiginkonu sinni á fjögurra ára tímabili. Brot mannsins gætu varðað allt að sextán ára fangelsi. Miskabótakrafa konunnar hljóðar upp á níu milljónir króna. 21. júlí 2023 11:51 Grunaður um tilraun til manndráps í nánu sambandi Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar síðastliðnum. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp. 23. mars 2023 10:37 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í héraði í dag. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi en dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólsins enn sem komið er. Ákæran á hendur manninum var í þrettán liðum og var hann sakfelldur í þeim öllum. Hann var meðal annars sakaður um að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, þar af eitt skipti á brúðkaupsnótt þeirra, og annað skipti yfir landsleik í handbolta. Þá var hann í nokkrum tilvikum sakaður um hafa nauðgað henni og í flestum tilvikum veist að henni svo harkalega að hún hlaut líkamlega áverka. Einnig var hann sakaður um að hafa ítrekað reynt að stinga flöskum í leggöng og endaþarm konu sinnar, svívirt hana og haft samræði við hana gegn vilja. Í einu tilviki var sagt frá því að maðurinn hefði slegið eiginkonu sína ítrekað, kastað innanstokksmun í höfuð hennar, lamið á kynfærasvæði hennar og traðkað á líkama hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut lífshættulega áverka. Karlmaðurinn var handtekinn þann 25. febrúar þegar tilkynnt var um heimilisofbeldi á sameiginlegu heimili hans og eiginkonu. Um var að ræða atvikið þar sem konan hlaut lífshættulega áverka. Hann hefur síðan þá sætt gæsluvarðhaldi. Hann neitaði að stærstum hluta sök í skýrslutöku hjá lögreglu og sagði að konan hefði ráðist á sig og hann ýtt henni frá sér í sjálfsvörn. Hann væri fórnarlambið, ekki konan. Dómurinn sakfelldi manninn í öllum ákæruliðum og dæmdi í átta ára fangelsi.
Dómsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Ógeðfellt kynferðisbrotamál: Ofbeldi á brúðkaupsnótt og yfir landsleik í handbolta Karlmaður sem sakaður er um nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir ítrekuð brot gagnvart eiginkonu sinni á fjögurra ára tímabili. Brot mannsins gætu varðað allt að sextán ára fangelsi. Miskabótakrafa konunnar hljóðar upp á níu milljónir króna. 21. júlí 2023 11:51 Grunaður um tilraun til manndráps í nánu sambandi Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar síðastliðnum. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp. 23. mars 2023 10:37 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Ógeðfellt kynferðisbrotamál: Ofbeldi á brúðkaupsnótt og yfir landsleik í handbolta Karlmaður sem sakaður er um nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir ítrekuð brot gagnvart eiginkonu sinni á fjögurra ára tímabili. Brot mannsins gætu varðað allt að sextán ára fangelsi. Miskabótakrafa konunnar hljóðar upp á níu milljónir króna. 21. júlí 2023 11:51
Grunaður um tilraun til manndráps í nánu sambandi Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar síðastliðnum. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp. 23. mars 2023 10:37