Eitt af hverjum tíu börnum misnotað kynferðislega Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. september 2023 19:33 Ragný Þóra Guðjónsen faglegur stjórnandi íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna-og fjölskyldustofu og Ásmundur Einar Daðason mennta-og félagsmálaráðherra. Vísir Eitt af hverjum tíu börnum hefur verið misnotað kynferðislega og um helmingur hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Næstum þriðjungur tíundubekkinga glímir reglulega við sjálfsvígshugsanir samkvæmt nýrri rannsókn. Einn af hverjum tíu nemendum í áttunda og tíunda bekk hefur orðið fyrir því að fullorðinn einstaklingur hafi káfað á honum kynferðislega. Næstum tvær af hverjum tíu stelpum í tíunda bekk segjast hafa orðið fyrir því. Þetta kemur fram í nýrri æskulýðiskönnun um farsæld barna sem næstum fimmtán þúsund grunnskólabörn í fjórða, sjötta, áttunda og tíunda bekk grunnskóla svöruðu. Könnunin var kynnt á Farsældarþingi um börn í Hörpu í dag. Alls sögðu 4-6 prósent barna í sömu bekkjum hafa orðið fyrir því að fullorðnir hafi reynt að hafa við þau kynferðismök. Þá segja 2-3 prósent barna í áttunda og tíunda bekk að fullorðinn einstaklingur hafi haft samfarir við sig. Næstum helmingur nemenda í tíunda bekk hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Í efri bekkjum hafa 6-10 prósent barna orðið fyrir því að annar unglingur hefur haft við þau kynferðismök gegn þeirra vilja. Þá hefur um eitt af hverjum tíu börnum orðið vitni eða orðið fyrir heimilisofbeldi. „Þetta er allt of stór hópur barna sem er að verða fyrir áfalli af þessum toga. Það setur velferð barnanna í hættu varðandi farsæld til framtíðar og er áhyggjuefni,“ segir Ragný Þóra Guðjónsen faglegur stjórnandi æskulýðsrannsóknarinnar. Kynferðisbrot hafi margfaldast í faraldrinum Ólöf Ásta Farestsveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir að niðurstöðurnar komi heim og saman við reynslu stofnunarinnar síðustu ár. Mál af þessum toga hafi margfaldast í kórónuveirufaraldrinum. „Skýrslutökur og mál sem kærð voru til Barnahúss meðan á Covid stóð margfölduðust þá bæði heimilisofbeldi og annað ofbeldi gagnvart börnum,“ segir hún. Í rannsókninni kom enn fremur fram að stórum hluta barna líður ekki nógu vel. Einn af hverjum þremur nemendum í tíunda bekk hefur til að mynda glímt við sjálfsvígshugsanir einu sinni eða oftar síðastliðna tólf mánuði. „Við sjáum áframhaldandi þróun á aukningu í kvíða og depurð. Tæpur helmingur barna finnur fyrir depurð á hverjum degi eða í hverri viku. Sex af hverjum tíu stelpum í tíunda bekk segja að það eigi við um sig. Svipað hlutfall glímir við kvíða eða um helmingur en um tvær af hverjum þremur stelpum er kvíðin í tíunda bekk,“ segir Ragný Þóra. Ragný kallar á aukna samvinnu í málefnum barna til að bregðast við vandanum. Undir það tekur Ólöf Ásta Farestsveit forstjóri Barna-og fjölskyldustofu. Auka þurfi samvinnu „Það þarf að vinna saman þvert á kerfi því þannig eru meiri líkur á að hindra að fleiri börn séu í þessari stöðu. Það auðveldar líka fagfólki að finna og ná til viðkvæmustu hópanna,“ segir Ólöf. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra segir að farsældarlöggjöfinni sé einmitt ætlað að grípa þá hópa sem barna sem séu í viðkvæmri stöðu. „Hugsunin hér með þessu þingi er að við tökum samtalið um málefni barna, rýnum í hvar við getum brugðist við, hverjir þurfi að bera ábyrgð og svo stíga stjórnvöld inn í. Það hefur þegar verið ákveðið að farsældarlögunum fylgi um tveir milljarðar á ári. Tilgangurinn með þessari rannsókn eins og kynnt var í dag er að endurskipuleggja öll úrræði og aðlaga þau að þessari nýju löggjöf. Þá kemur einnig í ljós hvað þarf mikla aukafjárfestingu inn verkefnið,“ segir Ásmundur Einar. Börn og uppeldi Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir „Það er hægt að gera miklu, miklu, miklu betur“ Framkvæmdastjóri Barna-og fjölskyldustofu segir hægt að gera miklu, miklu, miklu betur í málefnum barna með fjölþættan vanda. Stýrihópur barnamálaráðherra leggur fram á annan tug tillagna um úrbætur. Verði þær að veruleika er búist við milljarða sparnaði. 14. ágúst 2023 19:00 Ætlar að stórauka barnavernd Miklar breytingar verða gerðar á barnavernd hér á landi gangi framkvæmdaráætlun barnamálaráðherra eftir. Hann leggur áherslu á að ríkið taki fleiri málaflokka til sín með samvinnu við sveitarfélögin. 14. ágúst 2023 13:01 Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna. 30. júní 2023 15:19 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Einn af hverjum tíu nemendum í áttunda og tíunda bekk hefur orðið fyrir því að fullorðinn einstaklingur hafi káfað á honum kynferðislega. Næstum tvær af hverjum tíu stelpum í tíunda bekk segjast hafa orðið fyrir því. Þetta kemur fram í nýrri æskulýðiskönnun um farsæld barna sem næstum fimmtán þúsund grunnskólabörn í fjórða, sjötta, áttunda og tíunda bekk grunnskóla svöruðu. Könnunin var kynnt á Farsældarþingi um börn í Hörpu í dag. Alls sögðu 4-6 prósent barna í sömu bekkjum hafa orðið fyrir því að fullorðnir hafi reynt að hafa við þau kynferðismök. Þá segja 2-3 prósent barna í áttunda og tíunda bekk að fullorðinn einstaklingur hafi haft samfarir við sig. Næstum helmingur nemenda í tíunda bekk hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Í efri bekkjum hafa 6-10 prósent barna orðið fyrir því að annar unglingur hefur haft við þau kynferðismök gegn þeirra vilja. Þá hefur um eitt af hverjum tíu börnum orðið vitni eða orðið fyrir heimilisofbeldi. „Þetta er allt of stór hópur barna sem er að verða fyrir áfalli af þessum toga. Það setur velferð barnanna í hættu varðandi farsæld til framtíðar og er áhyggjuefni,“ segir Ragný Þóra Guðjónsen faglegur stjórnandi æskulýðsrannsóknarinnar. Kynferðisbrot hafi margfaldast í faraldrinum Ólöf Ásta Farestsveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir að niðurstöðurnar komi heim og saman við reynslu stofnunarinnar síðustu ár. Mál af þessum toga hafi margfaldast í kórónuveirufaraldrinum. „Skýrslutökur og mál sem kærð voru til Barnahúss meðan á Covid stóð margfölduðust þá bæði heimilisofbeldi og annað ofbeldi gagnvart börnum,“ segir hún. Í rannsókninni kom enn fremur fram að stórum hluta barna líður ekki nógu vel. Einn af hverjum þremur nemendum í tíunda bekk hefur til að mynda glímt við sjálfsvígshugsanir einu sinni eða oftar síðastliðna tólf mánuði. „Við sjáum áframhaldandi þróun á aukningu í kvíða og depurð. Tæpur helmingur barna finnur fyrir depurð á hverjum degi eða í hverri viku. Sex af hverjum tíu stelpum í tíunda bekk segja að það eigi við um sig. Svipað hlutfall glímir við kvíða eða um helmingur en um tvær af hverjum þremur stelpum er kvíðin í tíunda bekk,“ segir Ragný Þóra. Ragný kallar á aukna samvinnu í málefnum barna til að bregðast við vandanum. Undir það tekur Ólöf Ásta Farestsveit forstjóri Barna-og fjölskyldustofu. Auka þurfi samvinnu „Það þarf að vinna saman þvert á kerfi því þannig eru meiri líkur á að hindra að fleiri börn séu í þessari stöðu. Það auðveldar líka fagfólki að finna og ná til viðkvæmustu hópanna,“ segir Ólöf. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra segir að farsældarlöggjöfinni sé einmitt ætlað að grípa þá hópa sem barna sem séu í viðkvæmri stöðu. „Hugsunin hér með þessu þingi er að við tökum samtalið um málefni barna, rýnum í hvar við getum brugðist við, hverjir þurfi að bera ábyrgð og svo stíga stjórnvöld inn í. Það hefur þegar verið ákveðið að farsældarlögunum fylgi um tveir milljarðar á ári. Tilgangurinn með þessari rannsókn eins og kynnt var í dag er að endurskipuleggja öll úrræði og aðlaga þau að þessari nýju löggjöf. Þá kemur einnig í ljós hvað þarf mikla aukafjárfestingu inn verkefnið,“ segir Ásmundur Einar.
Börn og uppeldi Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir „Það er hægt að gera miklu, miklu, miklu betur“ Framkvæmdastjóri Barna-og fjölskyldustofu segir hægt að gera miklu, miklu, miklu betur í málefnum barna með fjölþættan vanda. Stýrihópur barnamálaráðherra leggur fram á annan tug tillagna um úrbætur. Verði þær að veruleika er búist við milljarða sparnaði. 14. ágúst 2023 19:00 Ætlar að stórauka barnavernd Miklar breytingar verða gerðar á barnavernd hér á landi gangi framkvæmdaráætlun barnamálaráðherra eftir. Hann leggur áherslu á að ríkið taki fleiri málaflokka til sín með samvinnu við sveitarfélögin. 14. ágúst 2023 13:01 Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna. 30. júní 2023 15:19 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
„Það er hægt að gera miklu, miklu, miklu betur“ Framkvæmdastjóri Barna-og fjölskyldustofu segir hægt að gera miklu, miklu, miklu betur í málefnum barna með fjölþættan vanda. Stýrihópur barnamálaráðherra leggur fram á annan tug tillagna um úrbætur. Verði þær að veruleika er búist við milljarða sparnaði. 14. ágúst 2023 19:00
Ætlar að stórauka barnavernd Miklar breytingar verða gerðar á barnavernd hér á landi gangi framkvæmdaráætlun barnamálaráðherra eftir. Hann leggur áherslu á að ríkið taki fleiri málaflokka til sín með samvinnu við sveitarfélögin. 14. ágúst 2023 13:01
Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna. 30. júní 2023 15:19