Eitt af hverjum tíu börnum misnotað kynferðislega Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. september 2023 19:33 Ragný Þóra Guðjónsen faglegur stjórnandi íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna-og fjölskyldustofu og Ásmundur Einar Daðason mennta-og félagsmálaráðherra. Vísir Eitt af hverjum tíu börnum hefur verið misnotað kynferðislega og um helmingur hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Næstum þriðjungur tíundubekkinga glímir reglulega við sjálfsvígshugsanir samkvæmt nýrri rannsókn. Einn af hverjum tíu nemendum í áttunda og tíunda bekk hefur orðið fyrir því að fullorðinn einstaklingur hafi káfað á honum kynferðislega. Næstum tvær af hverjum tíu stelpum í tíunda bekk segjast hafa orðið fyrir því. Þetta kemur fram í nýrri æskulýðiskönnun um farsæld barna sem næstum fimmtán þúsund grunnskólabörn í fjórða, sjötta, áttunda og tíunda bekk grunnskóla svöruðu. Könnunin var kynnt á Farsældarþingi um börn í Hörpu í dag. Alls sögðu 4-6 prósent barna í sömu bekkjum hafa orðið fyrir því að fullorðnir hafi reynt að hafa við þau kynferðismök. Þá segja 2-3 prósent barna í áttunda og tíunda bekk að fullorðinn einstaklingur hafi haft samfarir við sig. Næstum helmingur nemenda í tíunda bekk hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Í efri bekkjum hafa 6-10 prósent barna orðið fyrir því að annar unglingur hefur haft við þau kynferðismök gegn þeirra vilja. Þá hefur um eitt af hverjum tíu börnum orðið vitni eða orðið fyrir heimilisofbeldi. „Þetta er allt of stór hópur barna sem er að verða fyrir áfalli af þessum toga. Það setur velferð barnanna í hættu varðandi farsæld til framtíðar og er áhyggjuefni,“ segir Ragný Þóra Guðjónsen faglegur stjórnandi æskulýðsrannsóknarinnar. Kynferðisbrot hafi margfaldast í faraldrinum Ólöf Ásta Farestsveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir að niðurstöðurnar komi heim og saman við reynslu stofnunarinnar síðustu ár. Mál af þessum toga hafi margfaldast í kórónuveirufaraldrinum. „Skýrslutökur og mál sem kærð voru til Barnahúss meðan á Covid stóð margfölduðust þá bæði heimilisofbeldi og annað ofbeldi gagnvart börnum,“ segir hún. Í rannsókninni kom enn fremur fram að stórum hluta barna líður ekki nógu vel. Einn af hverjum þremur nemendum í tíunda bekk hefur til að mynda glímt við sjálfsvígshugsanir einu sinni eða oftar síðastliðna tólf mánuði. „Við sjáum áframhaldandi þróun á aukningu í kvíða og depurð. Tæpur helmingur barna finnur fyrir depurð á hverjum degi eða í hverri viku. Sex af hverjum tíu stelpum í tíunda bekk segja að það eigi við um sig. Svipað hlutfall glímir við kvíða eða um helmingur en um tvær af hverjum þremur stelpum er kvíðin í tíunda bekk,“ segir Ragný Þóra. Ragný kallar á aukna samvinnu í málefnum barna til að bregðast við vandanum. Undir það tekur Ólöf Ásta Farestsveit forstjóri Barna-og fjölskyldustofu. Auka þurfi samvinnu „Það þarf að vinna saman þvert á kerfi því þannig eru meiri líkur á að hindra að fleiri börn séu í þessari stöðu. Það auðveldar líka fagfólki að finna og ná til viðkvæmustu hópanna,“ segir Ólöf. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra segir að farsældarlöggjöfinni sé einmitt ætlað að grípa þá hópa sem barna sem séu í viðkvæmri stöðu. „Hugsunin hér með þessu þingi er að við tökum samtalið um málefni barna, rýnum í hvar við getum brugðist við, hverjir þurfi að bera ábyrgð og svo stíga stjórnvöld inn í. Það hefur þegar verið ákveðið að farsældarlögunum fylgi um tveir milljarðar á ári. Tilgangurinn með þessari rannsókn eins og kynnt var í dag er að endurskipuleggja öll úrræði og aðlaga þau að þessari nýju löggjöf. Þá kemur einnig í ljós hvað þarf mikla aukafjárfestingu inn verkefnið,“ segir Ásmundur Einar. Börn og uppeldi Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir „Það er hægt að gera miklu, miklu, miklu betur“ Framkvæmdastjóri Barna-og fjölskyldustofu segir hægt að gera miklu, miklu, miklu betur í málefnum barna með fjölþættan vanda. Stýrihópur barnamálaráðherra leggur fram á annan tug tillagna um úrbætur. Verði þær að veruleika er búist við milljarða sparnaði. 14. ágúst 2023 19:00 Ætlar að stórauka barnavernd Miklar breytingar verða gerðar á barnavernd hér á landi gangi framkvæmdaráætlun barnamálaráðherra eftir. Hann leggur áherslu á að ríkið taki fleiri málaflokka til sín með samvinnu við sveitarfélögin. 14. ágúst 2023 13:01 Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna. 30. júní 2023 15:19 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Einn af hverjum tíu nemendum í áttunda og tíunda bekk hefur orðið fyrir því að fullorðinn einstaklingur hafi káfað á honum kynferðislega. Næstum tvær af hverjum tíu stelpum í tíunda bekk segjast hafa orðið fyrir því. Þetta kemur fram í nýrri æskulýðiskönnun um farsæld barna sem næstum fimmtán þúsund grunnskólabörn í fjórða, sjötta, áttunda og tíunda bekk grunnskóla svöruðu. Könnunin var kynnt á Farsældarþingi um börn í Hörpu í dag. Alls sögðu 4-6 prósent barna í sömu bekkjum hafa orðið fyrir því að fullorðnir hafi reynt að hafa við þau kynferðismök. Þá segja 2-3 prósent barna í áttunda og tíunda bekk að fullorðinn einstaklingur hafi haft samfarir við sig. Næstum helmingur nemenda í tíunda bekk hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Í efri bekkjum hafa 6-10 prósent barna orðið fyrir því að annar unglingur hefur haft við þau kynferðismök gegn þeirra vilja. Þá hefur um eitt af hverjum tíu börnum orðið vitni eða orðið fyrir heimilisofbeldi. „Þetta er allt of stór hópur barna sem er að verða fyrir áfalli af þessum toga. Það setur velferð barnanna í hættu varðandi farsæld til framtíðar og er áhyggjuefni,“ segir Ragný Þóra Guðjónsen faglegur stjórnandi æskulýðsrannsóknarinnar. Kynferðisbrot hafi margfaldast í faraldrinum Ólöf Ásta Farestsveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir að niðurstöðurnar komi heim og saman við reynslu stofnunarinnar síðustu ár. Mál af þessum toga hafi margfaldast í kórónuveirufaraldrinum. „Skýrslutökur og mál sem kærð voru til Barnahúss meðan á Covid stóð margfölduðust þá bæði heimilisofbeldi og annað ofbeldi gagnvart börnum,“ segir hún. Í rannsókninni kom enn fremur fram að stórum hluta barna líður ekki nógu vel. Einn af hverjum þremur nemendum í tíunda bekk hefur til að mynda glímt við sjálfsvígshugsanir einu sinni eða oftar síðastliðna tólf mánuði. „Við sjáum áframhaldandi þróun á aukningu í kvíða og depurð. Tæpur helmingur barna finnur fyrir depurð á hverjum degi eða í hverri viku. Sex af hverjum tíu stelpum í tíunda bekk segja að það eigi við um sig. Svipað hlutfall glímir við kvíða eða um helmingur en um tvær af hverjum þremur stelpum er kvíðin í tíunda bekk,“ segir Ragný Þóra. Ragný kallar á aukna samvinnu í málefnum barna til að bregðast við vandanum. Undir það tekur Ólöf Ásta Farestsveit forstjóri Barna-og fjölskyldustofu. Auka þurfi samvinnu „Það þarf að vinna saman þvert á kerfi því þannig eru meiri líkur á að hindra að fleiri börn séu í þessari stöðu. Það auðveldar líka fagfólki að finna og ná til viðkvæmustu hópanna,“ segir Ólöf. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra segir að farsældarlöggjöfinni sé einmitt ætlað að grípa þá hópa sem barna sem séu í viðkvæmri stöðu. „Hugsunin hér með þessu þingi er að við tökum samtalið um málefni barna, rýnum í hvar við getum brugðist við, hverjir þurfi að bera ábyrgð og svo stíga stjórnvöld inn í. Það hefur þegar verið ákveðið að farsældarlögunum fylgi um tveir milljarðar á ári. Tilgangurinn með þessari rannsókn eins og kynnt var í dag er að endurskipuleggja öll úrræði og aðlaga þau að þessari nýju löggjöf. Þá kemur einnig í ljós hvað þarf mikla aukafjárfestingu inn verkefnið,“ segir Ásmundur Einar.
Börn og uppeldi Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir „Það er hægt að gera miklu, miklu, miklu betur“ Framkvæmdastjóri Barna-og fjölskyldustofu segir hægt að gera miklu, miklu, miklu betur í málefnum barna með fjölþættan vanda. Stýrihópur barnamálaráðherra leggur fram á annan tug tillagna um úrbætur. Verði þær að veruleika er búist við milljarða sparnaði. 14. ágúst 2023 19:00 Ætlar að stórauka barnavernd Miklar breytingar verða gerðar á barnavernd hér á landi gangi framkvæmdaráætlun barnamálaráðherra eftir. Hann leggur áherslu á að ríkið taki fleiri málaflokka til sín með samvinnu við sveitarfélögin. 14. ágúst 2023 13:01 Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna. 30. júní 2023 15:19 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
„Það er hægt að gera miklu, miklu, miklu betur“ Framkvæmdastjóri Barna-og fjölskyldustofu segir hægt að gera miklu, miklu, miklu betur í málefnum barna með fjölþættan vanda. Stýrihópur barnamálaráðherra leggur fram á annan tug tillagna um úrbætur. Verði þær að veruleika er búist við milljarða sparnaði. 14. ágúst 2023 19:00
Ætlar að stórauka barnavernd Miklar breytingar verða gerðar á barnavernd hér á landi gangi framkvæmdaráætlun barnamálaráðherra eftir. Hann leggur áherslu á að ríkið taki fleiri málaflokka til sín með samvinnu við sveitarfélögin. 14. ágúst 2023 13:01
Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna. 30. júní 2023 15:19