„Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. september 2023 22:16 Nemendur MA eru þreyttir á því að rútur leggi þvert fyrir bíla á bílastæði skólans. Rútubílstjóri hleypti úr tveimur dekkjum nemenda sem svaraði í sömu mynt. skjáskot Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu. Annar þeirra er Trausti Freyr Sigurðsson sem ræddi málið í samtali við Gústa B í útvarpsviðtali á FM957: Hleyptu úr dekkjum „Þetta byrjar núna í upphafi skólaárs, þá koma allir nemendur á stæði MA en túristarúturnar eru enn að leggja í sömu stæði. Þá gerist það að rúturnar leggja þvert fyrir alla nemendur og þá myndast auðvitað vandamál,“ segir Trausti Freyr. „Krakkar eru kannski að skreppa í hádegismat eða eitthvert í frímínútum og þá er rúta lögð þvert fyrir þau þannig að þau komast ekki úr stæðunum.“ Trausti og vinur hans vildu því gjalda rútubílstjórunum í sömu mynt. „Við ákváðum bara að leggja í stæðin fyrir framan rútuna og aftan og gefa þeim það sem þeir hafa gefið okkur.“ Og hvernig tóku rútubílstjórarnir í það? „Þeir tóku ekki vel í það, það var til dæmis hleypt úr tveimur dekkjum á bílnum mínum,“ segir Trausti. Honum var í framhaldinu sagt að færa bílinn. „Það er kannski smá erfitt fyrir mig að færa bílinn þegar það er búið að hleypa úr dekkjunum. Þetta var aðeins í þversögn við það sem þeir báðu mig um. Þetta er allt í vinnslu, það er óvíst hvernig dekkin eru núna.“ Rútubílstjórar og nemendur MA hafa undanfarna viku deilt um notkun á bílastæðinu. Upp úr sauð síðasta mánudag.aðsend Bola þurfi rútunum burt. „Það eru allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið,“ segir Trausti Freyr sem heldur að rútubílstjórarnir verði til friðs framvegis. Miðillinn Hrímfaxi hefur birt myndband sem sýnir nemendur og bílstjóra rífast á stæðinu eftir að einn rútubílstjóranna hleypti úr tveimur dekkjum nemenda. Krista Sól Guðjónsdóttir formaður skólafélagsins segir að skólastjórnendur hafi haft samband við rútufyrirtækið SBA Norðurleið til að fá rútubílstjóra til að leggja rútunum aftast á stæðinu. „Það endist í fjóra daga max,“ segir Krista í samtali við Vísi. „Eigandi SBA vísaði þessu öllu á bug og sagði að það eina sem hægt væri að gera væri að sjá til þess að þetta kæmi ekki fyrir aftur. Eigandi bílsins sem kom að loftlausum dekkjum fékk ekki einu sinni afsökunarbeiðni.“ Akureyri Skóla - og menntamál Ferðamennska á Íslandi Framhaldsskólar Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Annar þeirra er Trausti Freyr Sigurðsson sem ræddi málið í samtali við Gústa B í útvarpsviðtali á FM957: Hleyptu úr dekkjum „Þetta byrjar núna í upphafi skólaárs, þá koma allir nemendur á stæði MA en túristarúturnar eru enn að leggja í sömu stæði. Þá gerist það að rúturnar leggja þvert fyrir alla nemendur og þá myndast auðvitað vandamál,“ segir Trausti Freyr. „Krakkar eru kannski að skreppa í hádegismat eða eitthvert í frímínútum og þá er rúta lögð þvert fyrir þau þannig að þau komast ekki úr stæðunum.“ Trausti og vinur hans vildu því gjalda rútubílstjórunum í sömu mynt. „Við ákváðum bara að leggja í stæðin fyrir framan rútuna og aftan og gefa þeim það sem þeir hafa gefið okkur.“ Og hvernig tóku rútubílstjórarnir í það? „Þeir tóku ekki vel í það, það var til dæmis hleypt úr tveimur dekkjum á bílnum mínum,“ segir Trausti. Honum var í framhaldinu sagt að færa bílinn. „Það er kannski smá erfitt fyrir mig að færa bílinn þegar það er búið að hleypa úr dekkjunum. Þetta var aðeins í þversögn við það sem þeir báðu mig um. Þetta er allt í vinnslu, það er óvíst hvernig dekkin eru núna.“ Rútubílstjórar og nemendur MA hafa undanfarna viku deilt um notkun á bílastæðinu. Upp úr sauð síðasta mánudag.aðsend Bola þurfi rútunum burt. „Það eru allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið,“ segir Trausti Freyr sem heldur að rútubílstjórarnir verði til friðs framvegis. Miðillinn Hrímfaxi hefur birt myndband sem sýnir nemendur og bílstjóra rífast á stæðinu eftir að einn rútubílstjóranna hleypti úr tveimur dekkjum nemenda. Krista Sól Guðjónsdóttir formaður skólafélagsins segir að skólastjórnendur hafi haft samband við rútufyrirtækið SBA Norðurleið til að fá rútubílstjóra til að leggja rútunum aftast á stæðinu. „Það endist í fjóra daga max,“ segir Krista í samtali við Vísi. „Eigandi SBA vísaði þessu öllu á bug og sagði að það eina sem hægt væri að gera væri að sjá til þess að þetta kæmi ekki fyrir aftur. Eigandi bílsins sem kom að loftlausum dekkjum fékk ekki einu sinni afsökunarbeiðni.“
Akureyri Skóla - og menntamál Ferðamennska á Íslandi Framhaldsskólar Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira