„Þetta er það ljótasta sem einhver gæti sagt um mig“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. september 2023 07:00 Tilfinningarnar báru Birgittu Líf ofurliði eins og sjá má í fyrsta þættinum af LXS. Stöð 2 Birgitta Líf Björnsdóttir tók gagnrýni á fyrstu seríu raunveruleikaþáttanna LXS, í útvarpsþættinum Lestinni í Ríkisútvarpinu, afar nærri sér. Þetta má sjá í broti úr fyrsta þætti annarrar seríu þáttanna sem frumsýnd er í kvöld á Stöð 2 og Stöð 2+. „Ég held ég hafi bara verið brothætt akkúrat á þessum tímapunkti,“ segir Birgitta um gagnrýnina í brotinu sem horfa má á hér fyrir neðan. Gagnrýnin vakti töluverða athygli. Stelpurnar í LXS hafa áður gert stólpagrín að gagnrýninni í eigin klippu þegar tilkynnt var að sería tvö væri í bígerð. Hefði viljað sjá stelpurnar missa stjórn á sér Í gagnrýninni, sem bar yfirskriftina „Raunveruleiki leiðinlegasta folks sem þú þekkir,“ voru þættirnir gagnrýndir fyrir að hafa ekki náð því að vera meira en einhvers konar heimildarmynd um frekar þurran vinahóp. „Ég hefði notið þáttanna betur ef Birgitta Líf hefði farið í reiðikast og sparkað í litla hundinn sinn þegar hún komst að því að lúxusþyrlan sem hún pantaði kæmist ekki upp í fjall til skvísuhópsins í fyrsta þætti. Hún hefði öskrað: „Veistu ekki hver ég er?” á einhvern undirlaunaðan aðstoðarmann um leið og hún hefði ýtt myndavélinni frá sér og strunsað í burtu,“ var meðal annars sagt um þættina. Brotið úr þættinum má sjá í spilaranum neðst í greininni. Eins og snjóbolti Birgitta Líf lýsir því í klippunni að frumsýning fyrri seríunnar hafi tekist vel til. Síðan hafi hins vegar strákarnir í Æði óvænt skotið á stelpurnar og gagnrýnin í Lestinni birst á sama tíma. Fólk megi hafa sínar skoðanir á stelpunum en þetta hafi verið of mikið á þessum tíma. „Síðan varð þetta ótrúlega persónulegt á mig og nokkrar af okkur og þá fékk maður bara svona, ég brotnaði bara niður. En það er líka bara eðlilegt, það var ekkert endilega bara út af þessu, þetta var snjóbolti og allt kom á sama tíma, þar til að maður sprakk.“ Birgitta var miður sín vegna ummælanna og hágrét í hópskilaboðum sem hún sendi vinkonum sínum í LXS. Hún segist ekki hafa getað meir á þessum tímapunkti og furðaði sig í skilaboðunum til vinkvenna sinna að einhver gæti sagt eitthvað svona ljótt um sig. „Af hverju er verið að tala svona um mig eða segja þetta eða hitt? Ég get ekki séð að ég sé að gera slæma hluti gagnvart neinum og þó ég segi sjálf frá er ég bara rosalega góð manneskja og ég kom heim og hágrét og leyfði mér að líða illa í smá tíma.“ Fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 klukkan 19:10 í kvöld. Þátturinn verður svo aðgengilegur á Stöð 2+ strax í kjölfarið. Klippa: Birgitta Líf brotnar saman í fyrsta þætti af LXS LXS Bíó og sjónvarp Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Sjá meira
„Ég held ég hafi bara verið brothætt akkúrat á þessum tímapunkti,“ segir Birgitta um gagnrýnina í brotinu sem horfa má á hér fyrir neðan. Gagnrýnin vakti töluverða athygli. Stelpurnar í LXS hafa áður gert stólpagrín að gagnrýninni í eigin klippu þegar tilkynnt var að sería tvö væri í bígerð. Hefði viljað sjá stelpurnar missa stjórn á sér Í gagnrýninni, sem bar yfirskriftina „Raunveruleiki leiðinlegasta folks sem þú þekkir,“ voru þættirnir gagnrýndir fyrir að hafa ekki náð því að vera meira en einhvers konar heimildarmynd um frekar þurran vinahóp. „Ég hefði notið þáttanna betur ef Birgitta Líf hefði farið í reiðikast og sparkað í litla hundinn sinn þegar hún komst að því að lúxusþyrlan sem hún pantaði kæmist ekki upp í fjall til skvísuhópsins í fyrsta þætti. Hún hefði öskrað: „Veistu ekki hver ég er?” á einhvern undirlaunaðan aðstoðarmann um leið og hún hefði ýtt myndavélinni frá sér og strunsað í burtu,“ var meðal annars sagt um þættina. Brotið úr þættinum má sjá í spilaranum neðst í greininni. Eins og snjóbolti Birgitta Líf lýsir því í klippunni að frumsýning fyrri seríunnar hafi tekist vel til. Síðan hafi hins vegar strákarnir í Æði óvænt skotið á stelpurnar og gagnrýnin í Lestinni birst á sama tíma. Fólk megi hafa sínar skoðanir á stelpunum en þetta hafi verið of mikið á þessum tíma. „Síðan varð þetta ótrúlega persónulegt á mig og nokkrar af okkur og þá fékk maður bara svona, ég brotnaði bara niður. En það er líka bara eðlilegt, það var ekkert endilega bara út af þessu, þetta var snjóbolti og allt kom á sama tíma, þar til að maður sprakk.“ Birgitta var miður sín vegna ummælanna og hágrét í hópskilaboðum sem hún sendi vinkonum sínum í LXS. Hún segist ekki hafa getað meir á þessum tímapunkti og furðaði sig í skilaboðunum til vinkvenna sinna að einhver gæti sagt eitthvað svona ljótt um sig. „Af hverju er verið að tala svona um mig eða segja þetta eða hitt? Ég get ekki séð að ég sé að gera slæma hluti gagnvart neinum og þó ég segi sjálf frá er ég bara rosalega góð manneskja og ég kom heim og hágrét og leyfði mér að líða illa í smá tíma.“ Fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 klukkan 19:10 í kvöld. Þátturinn verður svo aðgengilegur á Stöð 2+ strax í kjölfarið. Klippa: Birgitta Líf brotnar saman í fyrsta þætti af LXS
LXS Bíó og sjónvarp Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Sjá meira