Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2023 11:44 Krista Sól Guðjónsdóttir, forseti skólafélags MA, segir nemendur slegna yfir fyrirhugaðri sameiningu skólans og VMA. Boðað hefur verið til mótmæla á Ráðhústorgi Akureyrar klukkan 13:45 í dag. Vísir/vilhelm/MA Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra lagði leið sína til Akureyrar í gær og kynnti þar tillögur svokallaðs stýrihóps um eflingu framhaldsskólanna. Hópurinn leggur til að framhaldsskólarnir tveir í bænum, Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri, verði sameinaðir. Krista Sól Guðjónsdóttir forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir nemendur slegna. „Viðbrögð okkar voru auðvitað bara mikið sjokk, við fengum lítinn sem engan fyrirvara fyrir fundinum. Þetta var keyrt í gegn með einhverri leynd,“ segir Krista. „Það sem við heyrðum frá nemendum var það að þau væru virkilega ósátt við þetta. Þar sem ráðherra, eftir að smá pressa var sett á hann, sagði að það væri í raun ekki verið að skoða þetta. Það væri bara búið að ákveða þetta.“ 96 prósent mótfallin sameiningu Krista segir það ótækt, fari svo að aðeins einn framhaldsskóli standi ungmennum Akureyrar til boða í framtíðinni. „Auk þess sem MA er auðvitað skóli sem er með mikið af rótgrónum hefðum siðum og menningu, sem við erum mjög hrædd um að muni glatast ef skólarnir sameinast.“ Í óformlegri könnun stjórnarinnar, þar sem 294 af 570 nemendum MA hafa greitt atkvæði, eru 96 prósent þeirra mótfallin sameiningu. Krista og félagar hafa enn fremur boðað til mótmæla klukkan korter í tvö í dag á Ráðhústorgi Akureyrar. „Við erum auðvitað að taka á okkur skróp í tíma fyrir þetta, þannig að það kemur í ljós hversu góð mætingin verður en við munum í rauninni hringja á sal klukkan 13:30 og þaðan munum við marsera saman niður á Ráðhústorg.“ Stjórn nemendafélags VMA virðist þó ekki jafnafgerandi í afstöðu sinni til sameiningar. Upplifun Kristu eftir fundinn í gær er að þeim sé nokkuð sama um málið. Framhaldsskólar Akureyri Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45 Funduðu með starfsfólki og nemum um sameiningu MA og VMA Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla um sameiningu skólanna. Skólameistararnir eru jákvæðir fyrir sameiningu. 5. september 2023 15:14 „Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“ Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu. 4. september 2023 22:16 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra lagði leið sína til Akureyrar í gær og kynnti þar tillögur svokallaðs stýrihóps um eflingu framhaldsskólanna. Hópurinn leggur til að framhaldsskólarnir tveir í bænum, Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri, verði sameinaðir. Krista Sól Guðjónsdóttir forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir nemendur slegna. „Viðbrögð okkar voru auðvitað bara mikið sjokk, við fengum lítinn sem engan fyrirvara fyrir fundinum. Þetta var keyrt í gegn með einhverri leynd,“ segir Krista. „Það sem við heyrðum frá nemendum var það að þau væru virkilega ósátt við þetta. Þar sem ráðherra, eftir að smá pressa var sett á hann, sagði að það væri í raun ekki verið að skoða þetta. Það væri bara búið að ákveða þetta.“ 96 prósent mótfallin sameiningu Krista segir það ótækt, fari svo að aðeins einn framhaldsskóli standi ungmennum Akureyrar til boða í framtíðinni. „Auk þess sem MA er auðvitað skóli sem er með mikið af rótgrónum hefðum siðum og menningu, sem við erum mjög hrædd um að muni glatast ef skólarnir sameinast.“ Í óformlegri könnun stjórnarinnar, þar sem 294 af 570 nemendum MA hafa greitt atkvæði, eru 96 prósent þeirra mótfallin sameiningu. Krista og félagar hafa enn fremur boðað til mótmæla klukkan korter í tvö í dag á Ráðhústorgi Akureyrar. „Við erum auðvitað að taka á okkur skróp í tíma fyrir þetta, þannig að það kemur í ljós hversu góð mætingin verður en við munum í rauninni hringja á sal klukkan 13:30 og þaðan munum við marsera saman niður á Ráðhústorg.“ Stjórn nemendafélags VMA virðist þó ekki jafnafgerandi í afstöðu sinni til sameiningar. Upplifun Kristu eftir fundinn í gær er að þeim sé nokkuð sama um málið.
Framhaldsskólar Akureyri Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45 Funduðu með starfsfólki og nemum um sameiningu MA og VMA Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla um sameiningu skólanna. Skólameistararnir eru jákvæðir fyrir sameiningu. 5. september 2023 15:14 „Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“ Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu. 4. september 2023 22:16 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
„Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45
Funduðu með starfsfólki og nemum um sameiningu MA og VMA Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla um sameiningu skólanna. Skólameistararnir eru jákvæðir fyrir sameiningu. 5. september 2023 15:14
„Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“ Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu. 4. september 2023 22:16