„Banna hótelbyggingar? Hættu að bulla“ Oddur Ævar Gunnarsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 6. september 2023 16:36 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Jón Gunnarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir voru sammála um að verðbólgan yrði fyrirferðarmikil á Alþingi í haust. Vísir/Arnar Efnahagsmál og verðbólga verða meðal þess sem verður meðal fyrirferðarmestu viðfangsefna á Alþingi á þeim þingvetri sem er framundan. Þing kemur saman í næstu viku. Þetta er meðal þess sem fram kom í Pallborðinu á Vísi. Þar mættu þau Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata. Deilt um ábyrgð á verðbólgu „Hitamálið ætti að vera hvernig við bregðumst við þessari gríðarlegu verðbólgu sem er að leika landsmenn mjög grátt og hvernig við tökum í taumana þannig að lífskjör verði bærilegri en þau eru akkúrat núna,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún sagði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa setið sem slíkur í tíu ár og eigi þannig stóran þátt í því efnahagsástandi sem nú ríki. Hann hafi hins vegar sagt að það sé ekki sitt hlutverk að bregðast við verðbólgu, heldur Seðlabankans. „Á ég að svara þessu skítkasti?“ svaraði Jón þegar hann var spurður hver yrðu stærstu málin á þingi í haust. Hann sagði það af og frá að ríkisstjórnin væri að bregðast skyldum sínum í að vinna gegn verðbólgu. „Það verður stóra verkefnið í vetur. Fjármálaráðherra hefur þar verið í broddi fylkingar og kynnt samdrátt í ríkisrekstri, þar er um að ræða samtals 25 milljarða þar sem menn ætla að draga úr umsvifum. Það er gert því hér er gríðarleg þensla á vinnumarkaði og í hagkerfi, vegna góðs gengis í atvinnulífinu, sérstaklega ferðaþjónustunni.“ Þorgerður tók í svipaðan streng og Þórhildur og Jón. Baráttan gegn verðbólgunni yrði eitt af stærstu málunum í haust. Áhyggjuefni sé að heimilin standi nú í þungum róðri þar sem margar nauðsynjavörur hafi hækkað um tugi prósenta í verði. „Við erum að tala um fjórtán stýrihækkanir í röð. Allt er það eitthvað sem bitnar á heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Við þurfum líka að ræða halla ríkissjóðs,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði áhyggjuefni að ríkisstjórnin hefði ekki getað veitt ríkissáttasemjara auknar heimildir til að stíga inn í kjaradeilur í aðdraganda veturs. Jón sagði að sér hefði fundist ræða Þórhildar Sunnu ein sú ruglingslegast sem hann hefur setið undir.Vísir/Arnar Vanti alla samstöðu í ríkisstjórnina Þær Þórhildur Sunna og Þorgerður voru sammála um það að ekki væri næg samstaða í ríkisstjórninni til þess að takast á við erfiðar áskoranir í efnahagsmálum. Þórhildur Sunna sagði verðbólguna vera heimatilbúinn vanda. „Það þarf til dæmis að fara í mjög skipulagða og targetaða skattlagningu til þess að takast á við þessa þenslu. Mikið til af þessari verðbólgu hefur með verðhækkanir að gera sem eiga ekkert endilega innistæðu. Mjög mikið af þessu er líka út af aðgerðum sem ríkisstjórnin fór sjálf í Covid, þar sem hún er að dæla peningum inn í eftrspurnarhliðina á húsnæðismarkaðnum en gerði ekki neitt til þess að hjálpa til við framboðið, allavega sem nokkru nemi.“ Jón sagði þetta hafa verið ruglingslegustu ræðu sem hann hafi þurft að sitja undir. Mikilvægt væri að átta sig á því að sú staða sem uppi væri í efnahagsmálum væri rakin til þess að hér væri allt á fullu. Hagvöxtur mikill, atvinnuleysi ekkert og meiri kaupmáttar aukning heldur en hefði þekkst nokkurs staðar annars staðar og vanskil ekki minni í áratug. „Svo koma hér einhverjar dómdagsspár eins og Þórhildur Sunna var hér með um að allt væri að fara til fjandans. Hún vill svara þessu með skattahækkunum og með því að banna hótelbyggingar.“ Skaut þá Þórhildur Sunna inn í: „Banna hótelbyggingar? Hættu að bulla svona, í alvöru talað.“ Sagðist Jón mögulega hafa misskilið hana en hún sagði hann einfaldlega hafa ætlað sér að búa til strámann. Alþingi Efnahagsmál Píratar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Byggingariðnaður Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Pallborðinu á Vísi. Þar mættu þau Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata. Deilt um ábyrgð á verðbólgu „Hitamálið ætti að vera hvernig við bregðumst við þessari gríðarlegu verðbólgu sem er að leika landsmenn mjög grátt og hvernig við tökum í taumana þannig að lífskjör verði bærilegri en þau eru akkúrat núna,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún sagði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa setið sem slíkur í tíu ár og eigi þannig stóran þátt í því efnahagsástandi sem nú ríki. Hann hafi hins vegar sagt að það sé ekki sitt hlutverk að bregðast við verðbólgu, heldur Seðlabankans. „Á ég að svara þessu skítkasti?“ svaraði Jón þegar hann var spurður hver yrðu stærstu málin á þingi í haust. Hann sagði það af og frá að ríkisstjórnin væri að bregðast skyldum sínum í að vinna gegn verðbólgu. „Það verður stóra verkefnið í vetur. Fjármálaráðherra hefur þar verið í broddi fylkingar og kynnt samdrátt í ríkisrekstri, þar er um að ræða samtals 25 milljarða þar sem menn ætla að draga úr umsvifum. Það er gert því hér er gríðarleg þensla á vinnumarkaði og í hagkerfi, vegna góðs gengis í atvinnulífinu, sérstaklega ferðaþjónustunni.“ Þorgerður tók í svipaðan streng og Þórhildur og Jón. Baráttan gegn verðbólgunni yrði eitt af stærstu málunum í haust. Áhyggjuefni sé að heimilin standi nú í þungum róðri þar sem margar nauðsynjavörur hafi hækkað um tugi prósenta í verði. „Við erum að tala um fjórtán stýrihækkanir í röð. Allt er það eitthvað sem bitnar á heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Við þurfum líka að ræða halla ríkissjóðs,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði áhyggjuefni að ríkisstjórnin hefði ekki getað veitt ríkissáttasemjara auknar heimildir til að stíga inn í kjaradeilur í aðdraganda veturs. Jón sagði að sér hefði fundist ræða Þórhildar Sunnu ein sú ruglingslegast sem hann hefur setið undir.Vísir/Arnar Vanti alla samstöðu í ríkisstjórnina Þær Þórhildur Sunna og Þorgerður voru sammála um það að ekki væri næg samstaða í ríkisstjórninni til þess að takast á við erfiðar áskoranir í efnahagsmálum. Þórhildur Sunna sagði verðbólguna vera heimatilbúinn vanda. „Það þarf til dæmis að fara í mjög skipulagða og targetaða skattlagningu til þess að takast á við þessa þenslu. Mikið til af þessari verðbólgu hefur með verðhækkanir að gera sem eiga ekkert endilega innistæðu. Mjög mikið af þessu er líka út af aðgerðum sem ríkisstjórnin fór sjálf í Covid, þar sem hún er að dæla peningum inn í eftrspurnarhliðina á húsnæðismarkaðnum en gerði ekki neitt til þess að hjálpa til við framboðið, allavega sem nokkru nemi.“ Jón sagði þetta hafa verið ruglingslegustu ræðu sem hann hafi þurft að sitja undir. Mikilvægt væri að átta sig á því að sú staða sem uppi væri í efnahagsmálum væri rakin til þess að hér væri allt á fullu. Hagvöxtur mikill, atvinnuleysi ekkert og meiri kaupmáttar aukning heldur en hefði þekkst nokkurs staðar annars staðar og vanskil ekki minni í áratug. „Svo koma hér einhverjar dómdagsspár eins og Þórhildur Sunna var hér með um að allt væri að fara til fjandans. Hún vill svara þessu með skattahækkunum og með því að banna hótelbyggingar.“ Skaut þá Þórhildur Sunna inn í: „Banna hótelbyggingar? Hættu að bulla svona, í alvöru talað.“ Sagðist Jón mögulega hafa misskilið hana en hún sagði hann einfaldlega hafa ætlað sér að búa til strámann.
Alþingi Efnahagsmál Píratar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Byggingariðnaður Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira