„Mér finnst þetta algjörlega fjarstæðukennt“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. september 2023 23:42 Halla Helgadóttir er íbúi í hverfinu og segir hugmyndir sendiráðsins fjarstæðukenndar. Vísir/Einar Nágrannar sendiherrabústaðar Bandaríkjanna við Sólvallagötu eru uggandi yfir hugmyndum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir við bústaðinn. Íbúi í hverfinu segir hugmyndirnar fráleitar. Bandaríska sendiráðið hefur sent inn beiðni um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í ýmsar breytingar á húsnæði sínu við Sólvallagötu 14. Þau hyggjast meðal annars ráðast í framkvæmdir á innra skipulagi hússins auk þess að byggja lyftuhús norðan aðalinngangs hússins. Íbúar hverfisins virðast þó einna helst uggandi yfir áætlunum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir hússins með því að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli auk þess að setja vakthús við suðvesturhorn hússins fyrir öryggisgæslu. „Mér finnst þessar hugmyndir um að setja háar girðingar og varðmann í byggingu sem er svona áberandi eins og þessi bara mjög ámælisvert,“ segir Halla Helgadóttir íbúi í hverfinu. Hverfið sé friðsælt íbúðahverfi þar sem börn séu á leik og fjölskyldur búi og telji sig vera fullkomlega öruggar. „Mér finnst þetta algjörlega fjarstæðukennt,“ segir Halla um hugmyndirnar. Það að þörf sé á slíkum öryggisvörnum sé ákveðin ógn við hverfið. „Ef að fólk eins og sendiherra telur sér ógnað þá finnst mér bara kurteisislegt og rétt að það finni sér húsnæði sem er einhvers staðar í jaðri þar sem fólk sér ekki þessar varnir sem viðkomandi telur sig þurfa að hafa. Ég meina forseti Íslands er með skrifstofu hérna rétt hjá en ekki eru neinar varnir það og engar á Bessastöðum. Það er engin hefð fyrir neinu svona hér,“ segir Halla jafnframt. Íbúar hverfisins séu mótfallnir hugmyndunum og að það yrði áfall ef leyfi fyrir framkvæmdunum yrði veitt. Samkvæmt skriflegum svörum Reykjavíkurborgar sendi sendiráðið borginni fyrirspurn og teikningar vegna fyrirhugaðra breytinga í tvígang í fyrra. Í fyrstu hafnaði borgin sendiráðinu og í það síðara var niðurstaða skipulagsfulltrúa sú að vegna sérstakra aðstæðna yrði ekki gert skipulagsleg athugasemd við að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn um girðingu, vakthús og viðbyggingu þegar eða ef hún bærist. Nýjasta beiðni sendiráðsins verður tekin fyrir á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa á morgun og vísað til verkefnastjóra til frekari skoðunar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um grenndarkynningu vegna málsins. Bandaríkin Reykjavík Öryggis- og varnarmál Sendiráð á Íslandi Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Bandaríska sendiráðið hefur sent inn beiðni um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í ýmsar breytingar á húsnæði sínu við Sólvallagötu 14. Þau hyggjast meðal annars ráðast í framkvæmdir á innra skipulagi hússins auk þess að byggja lyftuhús norðan aðalinngangs hússins. Íbúar hverfisins virðast þó einna helst uggandi yfir áætlunum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir hússins með því að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli auk þess að setja vakthús við suðvesturhorn hússins fyrir öryggisgæslu. „Mér finnst þessar hugmyndir um að setja háar girðingar og varðmann í byggingu sem er svona áberandi eins og þessi bara mjög ámælisvert,“ segir Halla Helgadóttir íbúi í hverfinu. Hverfið sé friðsælt íbúðahverfi þar sem börn séu á leik og fjölskyldur búi og telji sig vera fullkomlega öruggar. „Mér finnst þetta algjörlega fjarstæðukennt,“ segir Halla um hugmyndirnar. Það að þörf sé á slíkum öryggisvörnum sé ákveðin ógn við hverfið. „Ef að fólk eins og sendiherra telur sér ógnað þá finnst mér bara kurteisislegt og rétt að það finni sér húsnæði sem er einhvers staðar í jaðri þar sem fólk sér ekki þessar varnir sem viðkomandi telur sig þurfa að hafa. Ég meina forseti Íslands er með skrifstofu hérna rétt hjá en ekki eru neinar varnir það og engar á Bessastöðum. Það er engin hefð fyrir neinu svona hér,“ segir Halla jafnframt. Íbúar hverfisins séu mótfallnir hugmyndunum og að það yrði áfall ef leyfi fyrir framkvæmdunum yrði veitt. Samkvæmt skriflegum svörum Reykjavíkurborgar sendi sendiráðið borginni fyrirspurn og teikningar vegna fyrirhugaðra breytinga í tvígang í fyrra. Í fyrstu hafnaði borgin sendiráðinu og í það síðara var niðurstaða skipulagsfulltrúa sú að vegna sérstakra aðstæðna yrði ekki gert skipulagsleg athugasemd við að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn um girðingu, vakthús og viðbyggingu þegar eða ef hún bærist. Nýjasta beiðni sendiráðsins verður tekin fyrir á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa á morgun og vísað til verkefnastjóra til frekari skoðunar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um grenndarkynningu vegna málsins.
Bandaríkin Reykjavík Öryggis- og varnarmál Sendiráð á Íslandi Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira