Rektor MR leitar eiganda nokkurra áratuga gamals svindlmiða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. september 2023 07:00 Miðinn fannst undir klæðningu í gamla skóla MR. Vísir/Vilhelm/Sólveig Guðrún Hannesdóttir Sólveig Guðrún Hannesdóttir rektor Menntaskólans í Reykjavík leitar eiganda svindlmiða sem fannst við framkvæmdir í Gamla skóla menntaskólans í gær. Athygli vakti að miðinn er merktur fyrirtæki sem lauk rekstri árið 1989. Sólveig segir í samtali við Vísi að verið var að taka niður klæðningu og burðarþolsmæla þak hússins þegar miðinn fannst. Næsta sumar verði skipt um þak á Gamla skóla menntaskólans og skífur settar á þakið til þess að gefa húsinu upprunalegri mynd. Þakið verður það þriðja sem sett verður á húsið frá árinu 1846, þegar húsið var byggt. Sólveig Guðrún Hannesdóttir tók við embætti rektors MR síðasta sumar.Stjórnarráðið „Það er dálítið skemmtilegt að þetta komi upp þegar það er verið að taka niður einhverja klæðningu, eins og einhver hafi troðið þessu á bak við,“ segir Sólveig og hlær. „Kannski að hann hafi verið gripinn og kennarinn verið að mæta og hann eða hún troðið þessu á bak við.“ Sólveig segir það líklegt að svindlmiðinn hafi verið notaður á söguprófi vegna þess hve mörg ártöl og dagsetningar er að finna á miðunum. „Ég held að það sé talið upp að árinu 1958, þannig að þetta hefur verið skrifað eftir það,“ segir hún. Á miðanum má sjá fimm stafa símanúmer, en slík númer voru síðast í notkun árið 1995. Sólveig Guðrún Hannesdóttir Miðinn er merktur fyrirtækinu Myndamót hf. sem starfaði á árunum 1957-1989, eftir þeim heimildum sem fréttastofa kemst næst. Því má draga þá ályktun að miðinn sé yfir þrjátíu ára gamall, og jafnvel eldri en það. Loks vekur Sólveig athygli á því að kannist einhver við miðann megi viðkomandi vitja hans á skrifstofu rektors, ef hann þorir. Miðinn virðist hafa verið ætlaður til svindls á söguprófi en nokkuð er um nöfn og ártöl á honum. Sólveig Guðrún Hannesdóttir Reykjavík Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira
Sólveig segir í samtali við Vísi að verið var að taka niður klæðningu og burðarþolsmæla þak hússins þegar miðinn fannst. Næsta sumar verði skipt um þak á Gamla skóla menntaskólans og skífur settar á þakið til þess að gefa húsinu upprunalegri mynd. Þakið verður það þriðja sem sett verður á húsið frá árinu 1846, þegar húsið var byggt. Sólveig Guðrún Hannesdóttir tók við embætti rektors MR síðasta sumar.Stjórnarráðið „Það er dálítið skemmtilegt að þetta komi upp þegar það er verið að taka niður einhverja klæðningu, eins og einhver hafi troðið þessu á bak við,“ segir Sólveig og hlær. „Kannski að hann hafi verið gripinn og kennarinn verið að mæta og hann eða hún troðið þessu á bak við.“ Sólveig segir það líklegt að svindlmiðinn hafi verið notaður á söguprófi vegna þess hve mörg ártöl og dagsetningar er að finna á miðunum. „Ég held að það sé talið upp að árinu 1958, þannig að þetta hefur verið skrifað eftir það,“ segir hún. Á miðanum má sjá fimm stafa símanúmer, en slík númer voru síðast í notkun árið 1995. Sólveig Guðrún Hannesdóttir Miðinn er merktur fyrirtækinu Myndamót hf. sem starfaði á árunum 1957-1989, eftir þeim heimildum sem fréttastofa kemst næst. Því má draga þá ályktun að miðinn sé yfir þrjátíu ára gamall, og jafnvel eldri en það. Loks vekur Sólveig athygli á því að kannist einhver við miðann megi viðkomandi vitja hans á skrifstofu rektors, ef hann þorir. Miðinn virðist hafa verið ætlaður til svindls á söguprófi en nokkuð er um nöfn og ártöl á honum. Sólveig Guðrún Hannesdóttir
Reykjavík Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira