Jennifer Hermoso hefur sent inn kvörtun til saksóknaraembættisins á Spáni vegna rembingskossins fræga sem Rubiales rak henni eftir úrslitaleik HM í síðasta mánuði. Spánverjar unnu þá Englendinga með einu marki gegn engu.
Samkvæmt spænskum lögum getur óumbeðinn koss talist sem kynferðisbrot sem fylgir eins til fjögurra ára fangelsisdómur.
Ef Rubiales verður fundinn sekur um kynferðisbrot gæti hann þó sloppið við fangelsisvist og einungis þurft að greiða sekt.
Spænska saksóknaraembættið hefur tvo mánuði til að ákveða hvort málið verði tekið fyrir. Ef svo verður þurfa bæði Hermoso og Rubiales að bera vitni.
Þrátt fyrir að hafa sætt mikillar gagnrýni úr ýmsum áttum og FIFA hafi dæmt hann í níutíu daga bann frá fótbolta hefur Rubiales ekki sagt af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins.
Í fyrradag var Jorge Vilda rekinn sem þjálfari spænska landsliðsins, þrátt fyrir að hafa gert það að heimsmeisturum. Hann naut alltaf mikils stuðnings Rubiales en staða hans þrengdist mjög eftir að FIFA setti hann í bannið.
Auk þess að kyssa Hermoso á munninn og fleiri leikmenn til greip Rubiales í klofið á sér eftir að úrslitaleik HM lauk. Skammt frá honum í heiðursstúkunni var Spánardrottning ásamt unglingsdóttur sinni.