„Á að vera besti hornamaðurinn í deildinni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2023 10:01 Hákon Daði Styrmisson er kominn aftur í þýsku B-deildina þar sem hann lék svo vel áður en hann meiddist. getty/Swen Pförtner Hákon Daði Styrmisson sá sæng sína uppreidda hjá Gummersbach eftir að liðið fékk nýjan vinstri hornamann í sumar. Hann er genginn í raðir Eintracht Hagen í þýsku B-deildinni þar sem hann kveðst fullviss um að hann muni standa sig vel. Í gær var formlega greint frá félagaskiptum Hákons frá Gummersbach til Hagen. Samningur Eyjamannsins við síðarnefnda félagið gildir til loka tímabilsins. Hákon gekk í raðir Gummersbach fyrir tveimur árum en þar hitti hann fyrir sveitunga sinn, Elliða Snæ Viðarsson, og þjálfarann Guðjón Val Sigurðsson. Hákon lék vel með Gummersbach áður en hann sleit krossband í hné. Í sumar færðist hann svo aftar í goggunarröðina hjá Gummersbach eftir að Svartfellingurinn Milos Vujovic kom frá Füchse Berlin. Þá var ekki annað í stöðunni en að færa sig um set. Hákon á landsliðsæfingu.vísir/vilhelm „Undir lok síðasta tímabils var mér tilkynnt að Gummersbach væri að fá nýjan hornamann, virkilega góðan, og ég væri orðinn þriðji hornamaður og væri frjálst að fara ef ég myndi finna annað lið. Hagen kom svo upp fyrir nokkrum dögum og ég er þakklátur að hafa náð að klára það,“ sagði Hákon í samtali við Vísi. En var eitthvað annað í boði fyrir Hákon á þessum tíma? „Það var ekkert í efstu deild en eitt annað lið sem er í Evrópudeildinni. Það var samt ekki kominn neinn samningur, bara þreifingar. Við enduðum því á Hagen. Þeir eru með fínan mannskap og ég fæ að spila handbolta. Ég fékk ekki mikinn spiltíma hjá Gummersbach en þarna fæ ég að spila. Maður er í þessu til þess að spila,“ svaraði Hákon. Ekki sár út í neinn Hann kveðst ekki svekktur út í Gummersbach fyrir að hafa sótt nýjan hornamann. Svona gerist bara kaupin á eyrinni í atvinnumennskunni. „Ég var svekktur út í mig sjálfan. Ef ég hefði spilað betur hefðu þeir örugglega ekki gert þetta. En svona er þetta. Ég er ekki sár út í Gummersbach eða einn né neinn. Hefði ég spilað betur hefði þetta kannski gerst og kannski ekki gerst. Þetta er hluti af þessu,“ sagði Hákon. Hákon varð tvisvar sinnum bikarmeistari með ÍBV og einu sinni Íslandsmeistari með Haukum.vísir/hulda margrét Hann gerir ráð fyrir að vera í stóru hlutverki hjá Hagen og hefur fulla trú á sínum hæfileikum. „Ég býst við að spila mest allar mínúturnar þarna. Og ég get alveg sagt að miðað við mín gæði á ég að vera besti hornamaðurinn í B-deildinni. Mér líður þannig,“ sagði Hákon sem þekkir deildina mjög vel eftir að hafa spilað þar með Gummersbach. Leiðin til baka erfið „Áður en ég meiddist gekk mér þrusuvel í deildinni. En síðasta árið hefur verið erfitt og fyrst núna er mér að líða ógeðslega vel í líkamanum. Ég hlakka til að spila handbolta,“ sagði Hákon sem segir krefjandi að ná sér aftur á strik eftir krossbandsslit. Hákon er mikill markaskorari.vísir/elín „Ég var kominn aftur níu mánuðum eftir aðgerð. Læknarnir sögðu að það tæki alveg jafn langan tíma að finna sjálfan sig eftir þessi meiðsli. Árið eftir endurhæfinguna er oft erfitt. Það koma lítil meiðsli hér og þar og hausinn er stundum fyrir. Ég hef lært helling á þessu og vona að ég geti sett hausinn undir mig núna, spilað handbolta og séð hvað kemur út úr því.“ Eitt mót ekki nóg Eins og með aðra íslenska handboltamenn er stóra gulrótin alltaf janúar-mánuður þegar landsliðið tekur alla jafna þátt á stórmóti. Hákon lék með íslenska liðinu á HM á þessu ári. Hann naut þess og vill gera það aftur. Hákon í leik gegn Suður-Kóreu á HM í janúar.vísir/vilhelm „Það er markmiðið. Draumurinn var ekki bara að ná einu móti með landsliðinu. Markmiðið er að vera þarna sem oftast. En þá þarf maður að spila. Maður getur ekki bara setið á bekknum. Það virkar ekki þannig. Ég ætla bara að vinna í mér, spila vel og ég stjórna ekki meiru,“ sagði Hákon að lokum. Þýski handboltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Sjá meira
Í gær var formlega greint frá félagaskiptum Hákons frá Gummersbach til Hagen. Samningur Eyjamannsins við síðarnefnda félagið gildir til loka tímabilsins. Hákon gekk í raðir Gummersbach fyrir tveimur árum en þar hitti hann fyrir sveitunga sinn, Elliða Snæ Viðarsson, og þjálfarann Guðjón Val Sigurðsson. Hákon lék vel með Gummersbach áður en hann sleit krossband í hné. Í sumar færðist hann svo aftar í goggunarröðina hjá Gummersbach eftir að Svartfellingurinn Milos Vujovic kom frá Füchse Berlin. Þá var ekki annað í stöðunni en að færa sig um set. Hákon á landsliðsæfingu.vísir/vilhelm „Undir lok síðasta tímabils var mér tilkynnt að Gummersbach væri að fá nýjan hornamann, virkilega góðan, og ég væri orðinn þriðji hornamaður og væri frjálst að fara ef ég myndi finna annað lið. Hagen kom svo upp fyrir nokkrum dögum og ég er þakklátur að hafa náð að klára það,“ sagði Hákon í samtali við Vísi. En var eitthvað annað í boði fyrir Hákon á þessum tíma? „Það var ekkert í efstu deild en eitt annað lið sem er í Evrópudeildinni. Það var samt ekki kominn neinn samningur, bara þreifingar. Við enduðum því á Hagen. Þeir eru með fínan mannskap og ég fæ að spila handbolta. Ég fékk ekki mikinn spiltíma hjá Gummersbach en þarna fæ ég að spila. Maður er í þessu til þess að spila,“ svaraði Hákon. Ekki sár út í neinn Hann kveðst ekki svekktur út í Gummersbach fyrir að hafa sótt nýjan hornamann. Svona gerist bara kaupin á eyrinni í atvinnumennskunni. „Ég var svekktur út í mig sjálfan. Ef ég hefði spilað betur hefðu þeir örugglega ekki gert þetta. En svona er þetta. Ég er ekki sár út í Gummersbach eða einn né neinn. Hefði ég spilað betur hefði þetta kannski gerst og kannski ekki gerst. Þetta er hluti af þessu,“ sagði Hákon. Hákon varð tvisvar sinnum bikarmeistari með ÍBV og einu sinni Íslandsmeistari með Haukum.vísir/hulda margrét Hann gerir ráð fyrir að vera í stóru hlutverki hjá Hagen og hefur fulla trú á sínum hæfileikum. „Ég býst við að spila mest allar mínúturnar þarna. Og ég get alveg sagt að miðað við mín gæði á ég að vera besti hornamaðurinn í B-deildinni. Mér líður þannig,“ sagði Hákon sem þekkir deildina mjög vel eftir að hafa spilað þar með Gummersbach. Leiðin til baka erfið „Áður en ég meiddist gekk mér þrusuvel í deildinni. En síðasta árið hefur verið erfitt og fyrst núna er mér að líða ógeðslega vel í líkamanum. Ég hlakka til að spila handbolta,“ sagði Hákon sem segir krefjandi að ná sér aftur á strik eftir krossbandsslit. Hákon er mikill markaskorari.vísir/elín „Ég var kominn aftur níu mánuðum eftir aðgerð. Læknarnir sögðu að það tæki alveg jafn langan tíma að finna sjálfan sig eftir þessi meiðsli. Árið eftir endurhæfinguna er oft erfitt. Það koma lítil meiðsli hér og þar og hausinn er stundum fyrir. Ég hef lært helling á þessu og vona að ég geti sett hausinn undir mig núna, spilað handbolta og séð hvað kemur út úr því.“ Eitt mót ekki nóg Eins og með aðra íslenska handboltamenn er stóra gulrótin alltaf janúar-mánuður þegar landsliðið tekur alla jafna þátt á stórmóti. Hákon lék með íslenska liðinu á HM á þessu ári. Hann naut þess og vill gera það aftur. Hákon í leik gegn Suður-Kóreu á HM í janúar.vísir/vilhelm „Það er markmiðið. Draumurinn var ekki bara að ná einu móti með landsliðinu. Markmiðið er að vera þarna sem oftast. En þá þarf maður að spila. Maður getur ekki bara setið á bekknum. Það virkar ekki þannig. Ég ætla bara að vinna í mér, spila vel og ég stjórna ekki meiru,“ sagði Hákon að lokum.
Þýski handboltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Sjá meira