Næsti forseti Mexíkós að öllum líkindum kona Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2023 15:50 Þær Xóchitl Gálvez (t.v.) og Claudia Sheinbaum keppa að líkindum um hvor þeirra verður fyrsti kvenforseti Mexíkós á næsta ári. AP Allt útlit er fyrir að næsti forseti Mexíkós verði í fyrsta skipti kona eftir að tveir stærstu flokkar landsins tilnefndu konu sem frambjóðanda sinn. Misrétti og karlremba er þó enn almenn í mexíkósku samfélagi. Morena-flokkur Andrés Manuel López Obrador, fráfarandi forseta, tilkynnti í gærkvöldi að Claudia Sheinbaum, fyrrverandi borgarstjóri Mexíkóborgar, hefði farið með sigur af hólmi í leiðtogakjöri flokksins. Hún verður því frambjóðandi flokksins í kosningum sem fara fram 2. júní á næsta ári. Þar með var ljóst að tvær konur ættu að líkindum eftir að bítast um forsetastólinn því Xóchitl Gálvez leiðir Breiðfylkingu Mexíkó, kosningabandalag stjórnarandstöðuflokka, í kosningunum. Stofnanavæddi byltingarflokkurinn (PRI) sem fór með völdin í Mexíkó í sjötíu ár samfleytt til 2000 er einn flokkanna sem á aðild að breiðfylkingunni. Gálvez er óháður öldungadeildarþingmaður sem vinnur með íhaldsflokknum Þjóðaraðgerðaflokknum á þingi. Bæði Sheinbaum og Gálvez segja að Mexíkó sé tilbúið fyrir kvenforseta en að leiðin verði ekki auðveld. Konum í valdastöðum hefur fjölgað í Mexíkó á undanförnum árum, meðal annars vegna kynjakvóta í stjórnmálum. Kyndbundið ofbeldi er hins vegar mikið og fjöldi kvenna er myrtur vegna kynferðis síns, að sögn AP-fréttastofunnar. Karlremba er sögð afar útbreidd í landinu. Af frambjóðendunum tveimur er Sheinbaum talin sigurstranglegri eins og sakir standa. Morena-flokkurinn er við völd í 22 af 32 ríkjum Mexíkó og López Obrador forseti nýtur almennra vinsælda. Mexíkó Jafnréttismál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Morena-flokkur Andrés Manuel López Obrador, fráfarandi forseta, tilkynnti í gærkvöldi að Claudia Sheinbaum, fyrrverandi borgarstjóri Mexíkóborgar, hefði farið með sigur af hólmi í leiðtogakjöri flokksins. Hún verður því frambjóðandi flokksins í kosningum sem fara fram 2. júní á næsta ári. Þar með var ljóst að tvær konur ættu að líkindum eftir að bítast um forsetastólinn því Xóchitl Gálvez leiðir Breiðfylkingu Mexíkó, kosningabandalag stjórnarandstöðuflokka, í kosningunum. Stofnanavæddi byltingarflokkurinn (PRI) sem fór með völdin í Mexíkó í sjötíu ár samfleytt til 2000 er einn flokkanna sem á aðild að breiðfylkingunni. Gálvez er óháður öldungadeildarþingmaður sem vinnur með íhaldsflokknum Þjóðaraðgerðaflokknum á þingi. Bæði Sheinbaum og Gálvez segja að Mexíkó sé tilbúið fyrir kvenforseta en að leiðin verði ekki auðveld. Konum í valdastöðum hefur fjölgað í Mexíkó á undanförnum árum, meðal annars vegna kynjakvóta í stjórnmálum. Kyndbundið ofbeldi er hins vegar mikið og fjöldi kvenna er myrtur vegna kynferðis síns, að sögn AP-fréttastofunnar. Karlremba er sögð afar útbreidd í landinu. Af frambjóðendunum tveimur er Sheinbaum talin sigurstranglegri eins og sakir standa. Morena-flokkurinn er við völd í 22 af 32 ríkjum Mexíkó og López Obrador forseti nýtur almennra vinsælda.
Mexíkó Jafnréttismál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira